Fésbókarvísum haldið til haga

Síðdegis í gær á vettvangi fésbókarinnar var bent á að „svá er“ rímar við „Wow Air“. „Svá“ er að sögn Eiríks Rögnvaldssonar, upphafsmanns þessa, tökuorð úr fornmáli og þótti einboðið að hnoða í kveðskap með þessum rímorðum. Mitt framlag var á þessa leið: Mér hugnast að vera hjá þér hugur minn núna svá er að…

Dróttkvæði daganna

Þegar ég las Egilssögu fyrir margt löngu, heillaðist ég af dróttkvæðum Egils og man gjörla eftir Finni Torfa þegar hann fór fastmæltur með „Þél höggr stórt fyr stáli“ og útskýrði.  Bragarháttur dróttkvæða er annars þannig að braglínur eru átta,  hver braglína er 6 atkvæði með þremur áhersluatkvæðum. Fastmótað rím þar sem skiptast á skothendingar og…

Jólakvæði 2011

Með aðstoð heimiliskattarins verða öðru hverju til vísur hér við Sædýrasafnið. Þetta jólakvæði er ætlað fésbókarvinum mínum en þar er misjafn sauður í margri hjörð. Þar var ætlunin að merkja alla vinina til að gera kveðjuna persónulegri en fésbókarmörkin eru við 30. Því er kvæðinu endurmiðlað hér með loðinni kveðju frá þeim ferfætta, sem er…

40%

40% flokkurinn sem fábjánar landins velja þannig er ljóst í þetta sinn að Þráinn kann ekki að telja.

Afmæliskvæði handa Sigmundi Davíð

Framsóknarmennirnir fagna í dag framsóknarbarninu svera fara með hugljúft framsóknarlag og framsóknartertuna skera. Öllum er ljós hans innsta þrá aldrei metnaðinn kæfir. Í afmælisgjöf vill embætti fá eins og formanni hæfir. Baugarnir undir augum hans óprýða bústinn snáða ferlegt er lífið framsóknarmanns sem fær ekki neinu að ráða.