Gullkorn

Kanntu góða þýðingarvillu? Eða misskilning eins og það heitir hjá sumum þýðendum? Skelltu henni þá í athugasemdakerfið hér fyrir neðan. Betur sjá augu en eyru. Margt hefur þegar verið skráð á Tóbakstugguna en villusöfnun lýkur aldrei.

4. maí. 2007. Fann þetta á netinu. Höfundur er sennilega Karl Th. Birgisson:
“Hey! Gull!
Góðan dag

Þátturinn vill þakka þau fjölmörgu bréf og ábendingar sem honum hafa borizt um íslenzkt mál og orðatiltæki. Hér gefst því miður ekki tóm til að fjalla um þær allar, en sumar eru þess eðlis að nauðsynlegt er að fá viðbrögð hlustenda við þeim.
Kannast hlustendur við orðið “heygull”? H-e-y-g-u-l-l. Heygull. Eina heimildin sem þátturinn hefur um þetta orð er nýleg sjónvarpsmynd, en af samhenginu varð ekki ráðið nákvæmlega hver merking þess er, hvort hér er á ferðinni sérstaklega kjarnmikið hey, svo gott að það er gulls ígildi, eða hvort þetta sé gamalt orðatiltæki gullgrafara, sem líklega hafa þá stundum sagt “Hey! Gull!” þegar þeir höfðu erindi sem erfiði. Allar vísbendingar hlustenda um þetta orð eru kærkomnar.

Þá væri fróðlegt að vita hvort hlustendur kannast við nýja merkingu orðanna “að sofa í hnipri”. Fyrir ekki margt löngu var sýnd mynd í Ríkissjónvarpinu þar sem kvenpersóna nokkur þótti lauslátari en góðu hófi gegndi og var því sagt um hana á ensku “She sleeps around”. Um þetta háttalag stúlkunnar notaði þýðandi þáttarins hins vegar orðalagið “Hún sefur í hnipri” og því er spurt hvort hlustendur kannast við þessa merkingu orðanna. Er þessi orðanotkun útbreidd eða er þýðandinn einn um að taka svona til orða um lauslátar stúlkur? Þættinum væri fengur að upplýsingum frá hlustendum um þetta efni.

Þættinum hefur einnig borizt ábending um slanguryrði sem ekki eru til eldri heimildir um. Í bíómynd í Ríkissjónvarpinu var bæjarbúum í villta vestrinu sagt að á leið til bæjarins væri hættulegur maður sem sagður var “fast drawer”. Þetta skildu bæjarbúar þannig að maðurinn væri snöggur að draga upp skammbyssuna þegar svo bæri undir og þeir urðu þess vegna nokkuð skelkaðir, en áhorfendur heima í stofu áttu bágt með að skilja þessa geðshræringu bæjarbúa, því að í textanum stóð að maðurinn væri “hraðteiknari”. Nú er spurt hvort hlustendur kannast við þessa merkingu orðsins hraðteiknari og væri sérstaklega athyglisvert að heyra frá þeim, sem þekkja til undirheimaslangurs, um hvort “hraðteiknari” sé notað um eina tegund glæpamanna frekar en aðra.

Þá hefur sjónvarpsáhorfandi spurzt fyrir um orðið “skiptilykill” að gefnu tilefni. Í amrískri bíómynd var talað um að eitthvað væri “written on a banner” sem þýðir “skrifað á borða” eða þvíumlíkt. Í textanum stóð hins vegar “skrifað á skiptilykil” og því fýsir áhorfandann að vita hvað hér sé á ferðinni. Hann heyrði þá skýringu að þýðandinn hefði ruglazt í ríminu, því að “Skrifað á skiptilykil” væri í rauninni nafnið á ævisögu Stjána meik, en eftirgrennslan þáttarins hefur leitt í ljós að sú bók hefur ekki verið skrifuð. Frekari upplýsingar liggja hins vegar ekki fyrir og því leitar þátturinn á náðir hlustenda varðandi þetta fyrirbæri, “að skrifa á skiptilykil”.

Að lokum biður þátturinn um álit hlustenda á þeirri ákvörðun eins af þýðendum Ríkissjónvarpsins að starfa undir kjörorðinu “Hafa skal það sem hljómar sennilega”? Í þeirri vinnuaðferð felst til dæmis að “pediatric hospital” – barnaspítali – verður að “öldrunarsjúkrahúsi”, án þess að fram komi hvaða tiltekni hrörnunarsjúkdómur herjar á börnin á þeim spítala.

Um þetta er spurt vegna þess að hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þýðingar á sjónvarpsefni líklega sá texti sem mörg börn og unglingar lesa af hve mestum áhuga og mestri nauðsyn, og því mikilvægara en ella að þær séu unnar af fólki sem kann góð skil á hvoru tveggja, tungumálinu sem þýtt er úr og tungumálinu sem þýtt er á, íslenzku. Á þessu er töluverður misbrestur, meiri en svo að hann sé réttlætanlegur, sérstaklega hjá stofnun eins og Ríkissjónvarpinu, sem hefur meiri skyldur í þessum efnum en aðrir fjölmiðlar.

Þýðingar fyrir kvikmyndahús og myndbönd eru alveg sérstakur kapítuli, enda virðist þeim í flestum tilvikum beinlínis vera ætlað að skemma íslenzkukunnáttu og málkennd þeirra sem á horfa. Undantekningar frá þessari skemmdarverkastarfsemi eru þó til, og hér skal sérstaklega nefnd þýðingin á bíómyndinni Dagbók Bridgetar Jones sem ber vitni um metnað og afburðavandvirkni þýðandans.

Góðir hlustendur. Á meðan á undirbúningi þáttarins stóð bárust frekari vísbendingar um nýyrðið “heygull”, sem fjallað var um í upphafi. Hér mun hvorki vera á ferðinni kjarngott hey né orðatiltæki úr gullgrafaramáli.”

9. október.
Dubbstofnun Asíu. Mig minnir að þessi hljómsveit hafi komið hingað til lands á sínum tíma og þess var getið í fréttum. Hinn poppfróði Gunnar Salvarsson ritaði fréttina og las og kallaði hljómsveitina jafnan Dubbstofnun Asíu. Þetta þótti vel mælt.

25. september.2006.
Ég hef fengið svo margar ábendingar um sérkennilegar þýðingar í Svona var það að hér eftir verður fólki bent á að hafa skrifblokk tiltæka við áhorfið og skrá villurnar jafnóðum. Til að auka spennuna má hafa keppni í villusöfnun og verðlauna þá glöggustu að þætti loknum.

24. september.2006

Maður segir ákveðinn við annan: “Not on my watch.”

Þýðing: “Nei, ekki úrið mitt!

30. apríl.2006.

Í mynd gærkvöldsins:
Now the penny drops… Krónan fellur.

Svo sást tölva hamast við vinnslu og þá var auðvitað minnst á “the hard drive” sem í þýðingunni varð “áköf löngun.”

050406.

Þýðandi Svona var það þýðir French kiss sem ,,kyssast á frönsku”. Kemur mér nú ekki á óvart. Og drive a mean taxi sem ,,aka lélegum leigubílum”.

Heimild: Nanna matargúru.

Athugið að þetta eru allt mannanöfn samþykkt af mannanafnanefnd íslands.

Bekkjarafmælið

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða
því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.
Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim.
Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli.
Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni
og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum.
Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.
Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar – “#%=&#$&/(=!z#$!/!=!
Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt.
En hvar var Ríta Lín?
Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni.
Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.
Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Hér og nú: Rétt fyrir jólin.

Lýsing á “þekktri konu.”

Hárið óaðfinnanlegt, fallegt bros og föt til að deyja fyrir.

Gaman að sjá hana skína í þessu hlutverki.

Hún og BOlli eru helstu áhrifakraftar um betri miðborg.

31. janúar 2006
Skömm er óhófs ævi.
Texti á Mbl.is um leikarann Chris Penn.

„Chris lifði á brúninni og honum gat ekki verið meira sama um heilsufar sitt. Ef hann var ekki að neita matar eða drykkjar í óhóflegum mæli þá var það kókaín.“

Frásagnir herma að Chris Penn hafi eytt um 300 dölum í kókaín í hvert sinn og að hann hafi reykt krakk. Að sögn vinar Penn, leikarans Bobby Cooper, dó Penn vegna þess að hann elskaði að gera allt í óhófi.”

10. des. Sumar villur í skjátextum skipta ekki máli. Aðrar gerbreyta merkingunni. Dæmi: Enn ein fréttin um fangaflug og meintar pyntingar þar sem stóð í skjátexta að Bandaríkjamenn virtu ákvæði “Ráðstefnunnar um pyntingar” eða CAT. Convention getur bæði þýtt sáttmáli og ráðstefnaHugtakasafn utanríkisráðuneytisinshefði bjargað þýðandanum í þetta sinn.

10.des.2005.

Eftirfarandi eru þýðingar á íslenskum málvenjum:
___________________________________________________________-

1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

3. Now there won’t do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

4. I come completely from the mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í
minn garð.

6. Everything’s going on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

7. He’s comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!

13. Are you completely from you = Ertu alveg frá þér!

Úr gömlu enskuprófi:

The kitchen is nice and comfortable.

Þýðing:

Kíkhóstinn er pesti sem er að ganga.

Af prófakrinum….

“Systir þín er útsogin”
“Að venju kom lát Jasons í opna skjöldu.”

Þýðingarvillur:
Bretar eru þekktir fyrir garðaumrót (changing of the guards). Little Britain.

“I’m not psychic” = “ég er ekki geðveikur”. Red Dragon

“Hún sefur í hnipri.” =She sleeps around

“Hann leit upp og sá aðdáandann í loftinu.”

“Kúrekafíkill” =Cowboy junkie.

“Are you a parent?” = “ertu pervert?” The Other Sister .

Viðbætur eru vel þegnar.

16 athugasemdir við “Gullkorn

 1. Í tvígang var vitlaus þýðing í þættinum Cougar Town á Stöð 2, nú rétt áðan. „Greipdjús“ var þýtt „Greipsafi“ en er að sjálfsögðu vínberjasafi. Hvað er í gangi … eða réttara sagt, ekki í gangi? 🙂

 2. Í Game of Thrones í gærkvöldi:
  „Is it true the Dothrakis lie with their horses?“ þýtt sem „Er það satt að Dothrakar ljúgi með hestum sínum?“ 😉

  Legg annars til að „Dothrakis“ sé þýtt sem „Dóþrakverjar“ (eða jafnvel „Dufþrakverjar“?)

 3. Þetta er sennilega versta villan sem ég hef gert og skil enn ekki hvernig þetta slapp í gegn. En þetta verður leiðrett fyrir endursýningar.
  Takk annars fyrir ábendingarnar um Dóþraka. Alltaf spurning hve mikið maður íslenskar.

 4. Jahá, ég hnaut illa um hrossin sem logið er að.
  Það stakk mig líka svolítið orðin hóruungi og múrinn.
  Þú notaðist við bastarður fyrr og svo eru auðvitað fleiri útgáfur, svo sem undanvillingur og lausaleikskrógi. Hóruungi er eitthvað svo ekki passandi finnst mér – hórur eru sérstök starfsstétt og ég er nokkuð viss um að Jón Snævar var ekki sonur vel meintrar hóru heldur var hann undanvillingur, lausaleiksbarn.
  Þa múrinn – veit ekki hvernig mér líkar það. Það er erfitt um orð þarna þar sem um er að ræða ísvegg, 700 metra háan og breiðan eftir því, hreinan ísvegg. Ekki einn múrsteinn eða steypa. Ísveggur.

  Frábærar bækur, ég las þær allar fimm í sumar og bíð nú spennt eftir fleirum. Það verður mikið fjallað um bastarða og ísvegg í bókunum og þáttunum – vonandi verður hóruungi og múr ekki ofnotað 🙂

  Takk takk og gangi þér vel við þýðingarnar 🙂

 5. Þetta eru góðar ábendingar og ég er auðvitað enn að saga af mér fótinn út af hestunum. ; )
  Ég notaði bastarður fyrst en taldi að tónninn hjá Tyrion væri nógu móðgandi og ögrandi til að réttlæta hóruungann. Að öðru leyti er Jon nefndur bastarður eða launsonur. Jón Snævar er annars frábær heilþýðing á nafni hans.

  Múrinn (The Wall) er semsagt Ísveggur. Gott er að vita það. Ég geld þess að hafa ekki lesið bækurnar og varð að láta mér nægja það sem Gúgull frændi vísaði á. Sá, illu heilli, hvergi að þetta væri veggur úr ís. Þetta verður tekið til skoðunar. Kannski er betra að segja bara Veggurinn.

  Til að fá samhengið á hreint, verða þeir fimm þættir sem ég hef nú lokið við að þýða, endurlesnir og skoðaðir. Ég vil gjarna gera þetta frábæra efni sem best úr garði, enda mikið í lagt af hálfu framleiðenda. Því er mjög gott að fá svona ábendingar og þær berast nú úr ýmsum áttum. Bestu þakkir fyrir.

 6. Hjemme skal du trives, de er jo der du bor.

  Þýðing í grunnskóla.

  Heima skaltu þrífa því að er þar sem þú borar.

 7. Skemmtileg lesning 🙂

  google translate á líka oft ágætis gullkorn, ég þurfti að snúa með hraði lýsingu á bragðeiginleikum íslenskrar te vöru … í stuttu máli þá hætti ég við að senda inn orðskýringar google.

  Íslenska lýsingin sem slegin var inn: „BRAGÐ AF ÍSLENSKUM KJARRSKÓGI“ snéri google snarlega svo: „Taste of ICELANDIC NUCLEAR FOREST“

  Ég hugsa að viðtakandanum hefði hryllt við þessu bragði 🙂

 8. Í Marlin í gærkvöldi snerist sagan um kristall nokkurn sem hafði töfraeiginleika mikla. Ítrekað mátti lesa „k r i s t a l l U R i n n“. Kristallurinn var hitt og þetta. Ætli ungdómurinn sé farinn að þýða oní landann?

 9. Mig langar að benda Rósu á að orðið kristallur er í íslenskri orðabók og virðist jafnrétthátt þar og orðið kristall.

 10. Splunkunýtt gullkorn úr Glæpnum, „Forbrydelsen“, III. Þýðandi Nanna Gunnarsdóttir: Det er en venstreradikal tekst, der står noget om storkapitalens ugerninger. Textinn er eftir vinstri róttækling. Eitthvað um ódæði höfuðborgarsvæðisins.

 11. 12.08.2013
  Aftur skandinavíska, í þetta sinn norska. Í þættinum Status Norge (Lífið í Noregi) er fjallað um landbúnað, þ.á.m. ræktun á „raps“ (repju), þýtt „rófur“. Síðan er rætt við fyrrverandi kúabónda sem segir: „Jeg vekslet fra kyr til sau“, þýtt:´Ég hætti með kýrnar og fór út í svínarækt“. Í baksýn sést svo stór sauðahjörð. Væntanlega ruglingur við da./no. „so“, gylta en óskiljanlegt ef þýðandi hefur séð myndina!

 12. Sæll Gísli.
  Skemmtileg og áhugaverð síða.
  Ég og félagi minn hlógum mikið að þessu með þýðingunni á „hraðteiknarann“.
  Mig langar að koma með fyrirpsurn.
  Minnir að ég hafi heyrt ágæta þýðingu úr esnku / amerísku ritmáli.
  Gott ef hún var ekki úr Frank og Jóa bókunum, þar gat málfar oft verið ansi skemmtilegt.
  Setniningi sem mig langar að spyra um hljómar svona í íslenskri þýðingu:
  „Um kvöldið fóru Frank og Jói út að ganga með döðlunum sínum.“
  Skil vel hvernig setninginn hefur verið á ensku, þeir sem vilja, getað giskað á hver raunveruleg þýðing er, og hverng setninginn er á frummálinu.
  Ég og félagi minn höflum hlegið mikið að þessari setningu, en ekki fundið hana, þó við höfum hraðlesið gegnum nokkra Frank og Jóa bækur.
  Kannast þú við þessa setningu ?
  Kveðja,
  Heimir.

  • Ég hef oft heyrt þessa þýðingu en veit ekki um upprunann. Frank og Jóa bækurnar skipta tugum. Það verður erfitt að finna þetta. Er möguleiki að þetta sé úr mynd um þá bræður?

 13. Ég held að einhver albesta þýðing á nafni á bíómynd hafi verið á Batman and Robin myndinni hér um árið… einhver snillingurinn kom með „Bíbí og Blaka“.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.