Svo mælir :Kristin
Klukkan: 06:20 27. ágúst, 2005.
Hvað með það þegar Vigdísi Finnbogadóttur var boðið í „kryddsíld“ (=krydsild) hjá Dönum?
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:38 27. ágúst, 2005.
Ég man vel eftir þessari og maður er minntur á hana árlega með þættinum Kryddsíld á Stöð 2.
Svo mælir :Vala
Klukkan: 12:00 17. febrúar, 2006.
„Tískudópisti“ = „Fashion junkie“
Svo mælir :Ásdís
Klukkan: 14:45 5. september, 2006.
Rakst á eina staðreyndavillu í pistlinum hjá þér og stóðst ekki mátið
Mannanafnið Línus hefur ekki verið samþykkt af mannanafnanefnd og ekki er vitað til
þess að nokkur Íslendingur hafi borið það nafn.
Bestu kveðjur.
Svo mælir :siggimus
Klukkan: 16:08 27. september, 2006.
love is a four-letter word = ást er fjögurra stafa orð
Svo mælir :Mundi
Klukkan: 15:53 27. mars, 2007.
Vinkona mín horfði eitt sinn á stríðsmynd, í einu hasaratriðinu heyrðist væl í aðvífandi sprengju og sveitarforinginn öskraði á sína menn „DUUUCK!“
Ekki þarf að orðlengja það, á skjánum birtist að sjálfsögðu textinn „ÖÖÖÖND!“
Svo mælir :Kiddi
Klukkan: 13:14 15. apríl, 2007.
Man eftir þýðingu á myndinni: The Coca Cola kid. En í íslenskri þýðingu hét hún: Sölumaður á suðurhveli. !!
Svo auðvitað þýðingin á toast to the newly married couple … sem sem þýðandinn setti í undirtexta sem: ristabrauð til brúðhjónanna.
Svo mælir :Gurrí
Klukkan: 23:45 1. maí, 2007.
We used to cook grey silver together
Við elduðum grátt silfur saman), sagan segir að Jón Páll Sigmarsson hafi sagt þetta við fréttamenn á árum áður.
I´m a medium, I hate being a medium (átt við meðalmennsku hérna) Þýðing: Ég er miðill, ég þoli ekki að vera miðill. (Bíómyndin fjallaði um mann í krísu og þessi þýðing kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum þar sem miðlar komu hvergi við sögu.
Best var þegar Arnaldur Svartsenegger kom inn í spilavíti og átti að fá andvirði 20 milljón dollara í chips (spilapeningum) en það var þýtt sem kartöfluflögur.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 06:54 2. maí, 2007.
Fyrst þú nefnir Jón Pál, man ég þegar hann hrópaði: „I’m not finished.“ Keppnin fór fram í Finnlandi og þýðandinn ákvað að misskilja Jón af einskærum kvikindisskap. „Ég er ekki finnskur.“
Svo mælir :Gurrí
Klukkan: 06:07 3. maí, 2007.
Hahhaha, góður!!!
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:38 4. maí, 2007.
Negrabrúnt:
Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; „Nigger brown.“
Doris, sem sjálf er svört, kvartaði við húsgagnaverslunina sem hún keypti sófann af. Verslunin benti á innflytjandann, sem benti á verksmiðjuna, sem benti á tölvufyrirtæki sem útbjó merkimiðann.
Það tölvufyrirtæki er í Kína. Það notaði gamla orðabók til þess að fóðra þýðingartölvu sína á. Og þegar slegið var inn „dökkbrúnn“ á kínversku letri, kom út þýðingin; „Nigger brown.“
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:40 4. maí, 2007.
Heimild: Ágúst Flygenring.
Þýðingar
Í gær rakst ég á tvær skemmtilegar þýðingarvillur.
Í Red Dragon á Stöð 2 í gærkvöldi var „I’m not psychic“ þýtt sem „ég er ekki geðveikur“.
Systir mín horfði á The Other Sister í gær á videospólu. Þar var skondin þýðingarvilla. „Are you a parent?“ var þýtt sem „ertu pervert?“
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:42 4. maí, 2007.
Þýðingarvilla af Omega: Predikarinn: „Jesus was a scapegoat!“ Íslendingurinn: „Jesús var geit!“
Svo mælir :Gurrí
Klukkan: 10:57 7. maí, 2007.
Varð að bæta nokkrum gullkornum við hjá þér Þau eru úr gamalli þýðingavillugrein sem ég gerði fyrir Vikuna:
„Frank og Jói ákváðu að fara í gönguferð niður á strönd með döðlunum sínum.“ Orðið „dates“ á bæði við döðlur og og þá sem maður á stefnumót við. (Úr Frank og Jóa bók)
Þýðandi nokkur skildi ekkert í því hvað lögfræðingarnir gerðu marga hluti á barnum. Sem betur fer áttaði hann sig á því, áður en bókin var fullþýdd, að „at the bar“ er í réttinum.
„She has been sleeping around“ (hún er lauslát). Þýtt sem „Hún hefur sofið í hnipri.“
Íbúar smábæjar í Villta vestrinu földu sig hver sem betur gat því Fast Drawer (byssumaður) var á leið til bæjarins og allir voru dauðhræddir. Kvikmyndahúsagestir sem skildu ekki ensku vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir lásu texann: „Hjálp, hraðteiknari er á leiðinni, hjálp!“
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 11:28 7. maí, 2007.
Þú lumar á mörgu, Gurrí! Ég ætla að fletta Frank og Jóa í kvöld
Svo mælir :Kiddi
Klukkan: 16:41 7. maí, 2007.
Heyrði eitt sinn þýðingu á bók (hélt að það væri Frank og Jóa bók) sem fjallaði um glæpamann sem var með plattfót eða ilsig. Og bókin fékk titilinn: Ilsigni maðurinn. Kápan var prentuð og komst ekki lengra.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 06:53 8. maí, 2007.
Gullkorn dagsins:
„Why didn’t you show up?“
„We were stoned“
Þýðing:
„Afhverju mættuð þið ekki?“
„Við vorum grýttir“
Criminal Intent=glæpamaður í tjaldi
„Holy moly“=heilagur blettahreinsir.
Svo mælir :Ásdís
Klukkan: 10:32 10. maí, 2007.
Varðandi ilsigna manninn:
Bókin heitir Kim og ilsigni maðurinn. Íslenska þýðingin kom út 1971. Þessu má fletta upp í Gegni (Gegnir.is).
Annars mæli ég með því að fólk horfi á Die Hard á DVD. Þýðingin þar – ef þýðingu má kalla – er ansi skrautleg. Ekki sumt, heldur allt.
Fuck er þýtt sem fokk.
Okay er þýtt sem Ok.
All right er þýtt sem Ok.
Wild goose chase er þýtt sem villigæsaveiðar.
Því miður er of langt síðan ég sá myndina og því brestur mig minni með fleiri dæmi. En þau eru þarna í tuga- ef ekki hundraðatali… gáið bara sjálf.
Svo mælir :Gurrí
Klukkan: 16:53 12. maí, 2007.
Ahhh, man eftir einni góðri þýðingarvillu úr Harry Potter-mynd:
Breaking eye contact … eða brotin augnlinsa sem virtist hafa verið ástæða þess að Mortimer gat ekki kálað Potter í einni myndinni, líklega þeirri fyrstu. Búið var að lagfæra þetta í íslenska textanum þegar myndin var sýnd á RÚV.
Svo mælir :Helga
Klukkan: 16:52 13. maí, 2007.
Þýðingarvillur geta verið mun skemmtilegri en efnið sem verið er að sýna. Ég man eftir einni sem ég sá í fyrra, í þætti sem var sýndur á Skjá 1 og mun heita Melrose Place. Þetta var bútur á myndbandi svo að ég gat horft á þetta aftur og athugað hvað í ósköpunum maðurinn hefði sagt.
Reiðilegur maður, læknir, ávarpar konu þar sem þau standa á sjúkrahúsgangi.
Íslenskur texti á skjánum:
Ég rek þig í gegn með lærissneið ef þú bítur mig aftur.
Orð mannsins voru:
I’ll drive a stick through your heart if you bite me again.
Það var því ekki „steak“.
Einhverjir hefðu líklega hugsað sig um tvisvar og látið vopnið liggja milli hluta fremur en að nefna lærissteikina sem er varla hentugt tól til þessara hluta. Ekki einu sinni frosin. M. kv. Helga
Svo mælir :iðunn nemönd
Klukkan: 18:08 14. maí, 2007.
úr ótilgreindri enskri bíómynd sem ég sá þegar ég var lítil:
karlmaður segir frá:
„I sat on a bench with a bird“.
þýðingin:
„ég sat á bekk með fugli“.
maðurinn var að sjálfsögðu að tjá sig um kvonfang sitt en ekki fuglaskoðun.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:15 15. maí, 2007.
Frábær gullkorn. Að öðrum ólöstuðum finnst mér lærissneiðin góð. Þetta stefnir í gott safn.
Svo mælir :Mundi
Klukkan: 00:08 19. maí, 2007.
Hér er eitt sem ekki er þýðingarvilla, heldur alveg sérdeilis skemmtileg þýðing. Fyrir tuttugu árum eða svo, var ég að horfa á bandaríska mynd á vídeó. Í myndinni var maður að tala í síma. Á hinum endanum var greinilega ákaflega æstur og orðljótur einstaklingur, því söguhetjan sagði að skilnaði: „well, fuck you too“. Þýðandinn, greinilega í prakkaraskapi, setti í undirtexta: „hlauptu sjálfur í kringum ljósastaur!“
Svo mælir :Matthías
Klukkan: 15:13 20. maí, 2007.
Einu sinni þýddi ég teiknimynd þar sem kom fyrir hið bandaríska pólitíska hugtag „A Lame Duck“ en það var myndskreytt með önd á hækjum. Eftir nokkra umhugsun varð til þýðingin: ,,Í andarslitrunum“.
Svo mælir :Tumi
Klukkan: 12:03 21. maí, 2007.
Í ávarpi sínu til samstúdenta þylur ljóskan í lögfræðinni (Legally Blonde), hún Elle Woods, upp helstu eiginleika sem lögfræðingar þurfa að búa yfir að hennar mati. Þ.á.m. er „courage of conviction“ – sem skv. íslenska textanum mun vera „vissa um sakfellingu“
Svo mælir :Naflalaus
Klukkan: 13:56 22. maí, 2007.
Law and Order: Criminal Intent var einhvern tímann þýtt á Skjá Einum sem „glæpamaður í tjaldi.“
Svo mælir :Ármann
Klukkan: 18:38 23. maí, 2007.
Þetta var ekki „stake“ sem læknirinn reiðilegi ætlaði að nota? Það mun vera tól til að drepa með vampírur og gæti hafa verið smellið hjá honum ef hann vildi koma því á framfæri að téð kona væri eins konar lífs- eða orkusuga.
Svo mælir :Matthías
Klukkan: 15:57 28. maí, 2007.
Og svo er nú ýmislegt skemmtilega þýtt í hina áttina.
Ég sá áðan skilti fyrir utan veitingastað í miðborginni sem býður upp á „sandwitches“ og ég man eftir matseðli í gamla Naustinu þar sem í boði voru „Reindeer Balls“, kannski súrsaðir.
Einhver bauð líka hér í gamla daga túristum upp á „Old Icelandic Food“.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 14:54 16. ágúst, 2007.
Þessi síða er víst á íslensku!
Sjón er sögu ríkari.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 10:42 20. ágúst, 2007.
Bætum í gullkornasafnið!
Í mynd á RÚV að kvöldi sunnudagsins 19.8 komust áhorfendur að þvi að Guinea pig heitir tilraunagrís og Spinning wheel á leikvelli er vefstóll.
Svo mælir :Vigfús
Klukkan: 22:11 22. ágúst, 2007.
Minnst var á vonda þýðingu á Die Hard á mynddiski hér að ofan. Man eftir að hafa horft á þá mynd. Þar var „double jeopardy“ þýtt sem „tvöfaldur hlébarðaleikur.“
Svo mælir :Gurrí
Klukkan: 15:48 28. ágúst, 2007.
Man ekki hvort ég var búin að minnast á þýðingarvilluna þegar þátturinn Good Morning America var sendur héðan. Fréttakona minntist á Bad hair day sem var þýtt sem slæmur héradagur.
Í Nágrönnum á Stöð 2 í síðustu viku reyndu tvær stelpur að sleppa við að hlaupa í leikifimitíma. Þær sögðust vera með cramps. Kennarinn sagðist ætla að skrifa þetta hjá sér svo að þær gætu ekki notað þessa afsökun of oft … æ, eitthvað slíkt. En þetta mánaðarlega var kallað sinadráttur hjá þýðandanum.
Svo mælir :DrSiggi
Klukkan: 13:38 5. september, 2007.
Fyrir mörgum árum horfði á á mynd um unga eiturlyfjafíkla. Þar var atriði þar sem par vakniði á þaki húss, leit yfir borgina þar sem sólin var að koma upp. Stúlkan sagði: „It’s getting lighter.“ Þetta var þýtt: „Ég er að verða léttari.“ Salurinn allur í Nýja bíói sprakk úr hlátri.
Svo mælir :DrSiggi
Klukkan: 13:48 5. september, 2007.
Horfði ég á, horfði ég á! Ohhh, hér fljótum vér eplin…
Svo mælir :Nöldrari
Klukkan: 02:02 15. september, 2007.
Sem þýðandi þá veit ég að oft á tíðum fá þýðendurnir kolvítlaus handrit til að þýða eftir og ef hljóðrásin á myndbandinu er ekki í lagi, ef um sjónvarpsefni er að ræða, (sem gerist í 20% tilfella – þá er hljóðið svo bjagað að maður verður að giska í eyðurnar) – þá verður maður að treysta handritinu…. og ef það stóð „lime“ í handritinu í staðinn fyrir „time“ og spólan er „í fokki“ þá verður maður að treysta handritinu. En því miður eru handritin oft ansi ónákvæm og þýðendur verða fyrir leiðindum vegna þess.
Mig langar að koma með eina tillögu til jafnréttis, því margar kvikmyndaþýðingar eru skrambi góðar, og það er að þeir sem einblína eingöngu á mistökin bendi á eitt dæmi um góða þýðingu á móti.
En glætan að það verði gert… því þá þarf gagnrýnandinn að hugsa um alla hina 900 textana sem sem voru vel þýddir… í staðinn fyrir þennan eina sem stakk í stúf.
Halli Töff
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 06:27 15. september, 2007.
Góðir þýðendur eru margir og oft hafa orðið til skemmtilegar lausnir á erfiðum setningum eða orðum, eins og þú þekkir sjálfsagt. Í ljósi þess hve gæðin eru mikil að mínu mati, finnst mér fyndið að tína til mistökin. Ég á slatta sjálfur og get alveg hlegið að þeim.
En safn góðra þýðinga er tilvalið.
Svo mælir :Elías
Klukkan: 21:58 30. október, 2007.
Persóna í bók eftir Steinar Sigurjónsson (minnir að það hafi verið Blandað í svartan dauðann) skrifar til eiginmanns síns að ástin sé „hey-lög“.
„Ég missti sýru“ sagði ein persónan í Apocalypse Now í Tónabíói í gamla daga.
Mér hefur verið sagt að í The Ruling Class hafi Peter O’Toole sagt yfir allt Háskólabíó: „Ljós háskólans mun lýsa mér“.
Svo mælir :Hjördís
Klukkan: 16:43 2. nóvember, 2007.
Everybody is naked on his back unless he has a brother – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:47 13. nóvember, 2007.
Grein eftir Einar Má Jónsson um þýðingar
Svo mælir :hildigunnur
Klukkan: 10:24 27. nóvember, 2007.
Búin að minnast nokkrum sinnum á uppáhaldið mitt: Viltu koma upp í topp-íbúðina mína og skoða jakuxann minn?
(Would you like to come up into my penthouse and see my jacuzzi?)
Held þessi hafi reyndar stoppað á prófarkalesara…
Svo mælir :Gummi
Klukkan: 01:28 5. desember, 2007.
Fréttin hér að ofan um lát Jasons minnti mig á klausu sem birtist fyrir margt löngu í íþróttakálfi eins dagblaðs þar sem fótboltasumarið var gert upp:
„Búist var við að Víkingur kæmi á óvart í sumar, en svo fór þó ekki.“
Svo mælir :Ormurinn
Klukkan: 10:46 5. desember, 2007.
Trúi ekki að það hefur enginn minnst á klúður fréttastöðvar RUV hér um árið.
Fréttin var um einhverjar kosningar í breska þinginu sem ég man ekki hverjar voru. En forseti þingsins sagði á ensku „The ay’s to the right and the no’s to the left“
Hér standa „ay“ og „no“ að sjálfsögðu fyrir „já“ og „nei“ en var hinsvegar þýtt af fréttastofunni sem „Augun til hægri og nefin til vinstri“
Svo mælir :Hanna
Klukkan: 01:58 16. desember, 2007.
Fyrir nokkrum árum var greint frá því í fréttatíma útvarps að herinn í El Salvador hefði verið tilnefndur til friðarverðlauna Nobels – þegar það var Hjálpræðisherinn
Svo mælir :Gurrý
Klukkan: 23:04 17. desember, 2007.
Úr þætti um afganskar konur á RUV:
,,She is six months pregnant“
Ísl. þýðing: Hún er komin hálft ár á leið…
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 10:05 4. apríl, 2008.
„Jón Gnarr turnast í Georg Bjarnfreðarson“
Fyrirsögn á Vísi.is í dag.
Svo mælir :Ævar Örn
Klukkan: 03:42 7. apríl, 2008.
Úr Mr. Brooks.
Lögga er talin í hættu þar sem óbótamaður nokkur, sem hún kom bakvið lás og slá, er flúinn úr haldi og talinn hyggja á hefndir. Yfirlöggan hefur af þessu nokkrar áhyggjur og býðst til að láta kollega passa uppá hana – eða hvað?
Yfirlögga: Do you want me to put a detail on you?
Þýðandi: Viltu að ég sendi út lýsingu á þér?
Jamm…
Svo mælir :JóhannaH
Klukkan: 22:19 7. apríl, 2008.
Dásamlegt samansafn af þýðingarvillum. Uppáhaldið mitt er þessi með augun til hægri og nefin til vinstri. En Ormur – hafa skal það sem sannara reynist – þetta var á Stöð 2. Og það er rosalega langt síðan. Gæti trúað á fyrstu árum Stöðvarinnar.
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 08:03 8. apríl, 2008.
Í kynningu á CSI kom fram að einhver hefði tekið að sér að vera: Judge, jury and executioner.
Svona var þýtt:
Dómari, kviðdómur og framkvæmdaaðili aftökunnar.
Þessu er hér með haldið til haga.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 11:47 18. apríl, 2008.
Tær vélþýðingarsnilld!
Svo mælir :Linda María
Klukkan: 22:32 18. apríl, 2008.
Á níunda áratugnum var vikulegur pistill í síðdegisblaði þar sem vandað lestrarefni var haft fyrir lesendum og efnið útmálað af manni sem gaf sig út fyrir að vera til þess bær.
Mér er sérstaklega minnisstæð umfjöllun um bók sem hét „The Bear Keeper´s Daughter“ á frummálinu.
Þessi merka bók fjallaði um mektarkonu sem ólst upp hjá föður sínum sem hafði að atvinnu að ,,gæta öls´´ í fjölleikahúsi.
Sennilega hefur hann þurft að passa að línudansararnir drykkju sig ekki í hel.
Það kom hins vegar aldrei fram hjá gagnrýnandanum hver hefði passað uppá bangsana…
Sami aðili þýddi danska verðlaunabók og þar kom sögu að gistiaðstaða var óviðunandi og gestum gert að sofa með berar dýnurnar ofan á sér….
Sennilega hefur verið ætlast til að gestir kæmu með sitt eigið sængurlín…
Þessi þýðandi er krónískur Eggert A Markan í mínum huga.
Að lokum er hér skólabókardæmi um óvönduð vinnubrögð:
Á fyrsta myndbandinu sem gefið var út hérlendis með kvikmyndinni „Honey, I shrunk the kids“ voru nokkrar skrautlegar þýðingar en þó keyrði um þverbak í lokaatriðinu þar sem menn lyftu glösum og skáluðu fyrir farsælum endalokum.
Þegar aðalleikarinn kvaddi sér hljóðs og mælti: „I want to make a toast“, og eiginkona hans veðraðist öll upp og sagði: „I love toasts“.
Þá blasti þetta við áhorfendum:
,Mig langar í ristað brauð´´
,,Ég elska ristað brauð´´
Það er nú sagan af því!
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 07:35 6. maí, 2008.
60 tónleika spilari fæst hjá Læðunni:
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 07:38 6. maí, 2008.
Í þættinum Psych á Skjá 1 var lengi framan af talað um „setur“ og löngun persónanna til að tilheyra því. Svo kom í ljós á fundi kuflklæddra manna að þetta var „regla“. Enda var enska orðið Lodge. Ekki sá þýðandi ástæðu til að leiðrétta þetta þegar setursfundurinn blasti við.
Svo mælir :Oddur J.
Klukkan: 10:58 7. maí, 2008.
Í þætti af Homefront var ein kvenpersónan í sálarkreppu
og sagði: „I need more time to get over this.“
En þýðandi hafði greinilega meiri áhyggjur af mataræði konunnar og þýddi:
„Ég þarf súraldin til að jafna mig á þessu.“
Gott að vita af sítrusávöxtunum næst þegar maður lendir í tímaþröng…
Svo mælir :Gunnar Freyr
Klukkan: 08:57 8. maí, 2008.
*******************************************
Ég var að horfa á sjónvarpsmyndina The Riverman nú fyrir stuttu og rak þar augun í tvær alveg kostulegar þýðingar. Myndin fjallar n.v. um fjöldamorð í Seattle og það hvernig fjöldamorðinginn Ted Bundy hjálpar til við að leysa þau.
Svo ég byrji nú á öfugum enda, þá virðist sem þýðandinn hafi verið orðinn syfjaður undir restina, nú eða þá að hann er svona mikil tepra að hann hefur ekki kunnað við að rita rétta þýðingu.
Lögreglumaðurinn (Keppel) sem tekur að sér að spjalla við Bundy fær hann á endanum til að fjalla um sín eigin fjöldamorð, og upp úr krafsinu kemur að Bundy afhausaði fórnarlömb sín og geymdi höfuðin til að hann gæti sýnt vald sitt. Og hvernig gerði hann það? Enska útgáfan segir „by beating off to the skulls“, en það var þýtt „með því að berja hauskúpurnar“.
Dæmi nú hver fyrir sig, en mér finnst „sjálfs er höndin hollust“ ríma vel við upphaflega textann.
Hin vitleysan toppar flest allt sem ég hef séð í þessu. Lögreglumaður (Reichert) sem stýrir rannsóknarliði er að ræða við Keppel til að fá hann til að aðstoða sig við rannsóknina. Keppel hefur greinilegan áhuga á þessu og spyr ýmissa spurninga, m.a. „Were any of the recent finds fresh?“, og á þar við þau lík sem fundist í ánni.
Þýðingin?
Haldið ykkur fast.
„Voru einhver endursendu líkanna fersk?“
Ég þurfti að horfa á þetta fjórum sinnum áður en ég trúði þessu.
Svo mælir :Skellur
Klukkan: 16:06 14. maí, 2008.
Þetta er EKKI þýðingarvilla, en samt eitt af málblómum aldarinnar og óskiljanlegt að því hafi ekki verið gert hærra undir höfði. Imba Pálma á einhverntíma á síðustu mánuðum ráðherraferils síns: „aldraðir vilja, eins og aðrir, fylgjast með tímans tönn“. Prýðisþýðing væri þá: „Senior citizens prefer, like anyone else, to follow the tooth of time. „
Svo mælir :Kristín
Klukkan: 23:26 14. maí, 2008.
Skellur minnir mig á skemmtilega sögu af sendiherrafrú í París, hún er ónefnd því ég hef aldrei komist að því hver þetta var, né hvort um er að ræða flökkusögu eður ei, en hún er ágæt samt. Í jólaboði með mikilvægu fólki bauð frúin ekta íslenska jólaköku og kynnti hana á sinni skítsæmilegu frönsku sem un kaka traditionnel islandais, eða ekta íslenskan jólakúk. Svo lýsti hún víst í smáatriðum uppskriftinni og að best væri að gera hana fyrirfram og geyma í frysti.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 05:32 15. maí, 2008.
Þetta eru góð dæmi og eiga hér heima. Ég lýsi eftir fleirum.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:18 18. maí, 2008.
Nýjasta fjólan hjá RÚV. Þar er sýnd þáttaröðin Private Practice. Í íslenskri þýðingu: Fæðingaheimilið. Læknar eru í öllum aðalhlutverkum en þarna eru engar fæðngar, nema hvað aðalpersónan lagði á tímabili fæð á aðra kvenleikkonu, svo gripið sé til orðalags sem sást nýlega á kvikmyndasíðu.
Svo mælir :Elías
Klukkan: 21:14 21. maí, 2008.
Núna rétt áðan á RÚV: „Decree Absolute kom á laugardaginn.“
Var þetta einhver sem kom í heimsókn? Hvaða persónu er verið að kynna til sögunnar? Er þetta sjálfur lögskilnaðurinn persónugerður?
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 21:34 21. maí, 2008.
Hver er þátturinn/myndin?
Svo mælir :Elías
Klukkan: 02:24 22. maí, 2008.
Skv tímasetningunni á blogginu var þátturinn „Tvö á tali“ eða „Talk to Me“ (bresk þáttaröð) þriðji þáttur af fjórum í gangi þá.
Svo mælir :S.Lúther
Klukkan: 01:52 22. júní, 2008.
„Ef þú kemst ekki áfram, ertu ekki á réttum stað“
„Ef þú snýrð við ertu hættur að fara áfram“
Svo mælir :Ævar Örn
Klukkan: 05:12 5. júlí, 2008.
Leikurinn/the Game, amerísk kvikmynd á Rúv, föstudagskvöld, 4. júlí. Í miðri mynd, eftir atburðarás sem ætla mætti að auðveldað gæti þýðanda að velja milli tveggja kosta:
„What is this?“ spyr hetjan.
„Wake up, it’s a fucking con,“ svarar viðmælandinn. Allt sem á undan er gengið – sem og það sem er í gangi akkúrat á þessum tímapunkti – mælir með því að „con“ beri að skilja sem „svindl“ eða „svikamyllu“ (alþekkt stytting á confidence trick). Þýðandi kýs hinsvegar súrrealismann:
„Hvað er þetta?“ (What is this?)
„Strokufangi.“ (Wake up, it’s a fucking con).
Jamm.
Svo mælir :katrín
Klukkan: 09:32 5. júlí, 2008.
sá einu sinni myndina steel með shaq í aðalhlutverki
hún gengur útá það að hann er með eitthvað tæki í eyranu, svo er einhver pía í stjórnstöð sem sér allt sem gerist og lætur hann vita
hann er ss á röltinu einhverstaðar og svo mæta löggur á svæðið og hún segir
„you’ve got official company!“
sem var svo snilldarlega þýtt sem
„þú átt skrásett fyrirtæki“
svo var reyndar þýðandi sem þýddi white trash sem breiðhyltingar:)
Svo mælir :Elías
Klukkan: 13:04 6. júlí, 2008.
Stundum rekst maður á að þýðendur lifa í öðruvísi heimi en flest fólk. DVD-útgáfan af Dodgeball inniheldur eitt gullkorn sem ber þess ljóst vitni: í lok úrslitaleiks verður að skera úr um sigurvegara með „skyndilegum dauða.“
Þótt ég sé antisportisti dauðans sem hefur aðeins einu sinni (9 eða 10 ára) horft á íþróttaleik (knattspyrnuleik á Laugardalsvelli) og vakti mikla kátínu hjá eldri dóttur minni og kærasta hennar um daginn er ég spurði hversu langur einn knattspyrnuleikur er, þá hefur það samt einhvern veginn síast inn að þetta hljóti að vera það sem kallast „bráðabani“ á íslensku.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 07:51 7. júlí, 2008.
Best að færa hér til bókar það uppátæki RÚV að kalla þáttaröðina Private Practice Fæðingaheimilið. Aðalpersónurnar eru læknar á heilsugæslustöð sem eiga í vandræðum með ástamál sín. Mjög frumlegt. Fyrsta fæðingin kom í sjöunda þætti.
Svo mælir :katrín
Klukkan: 09:40 10. júlí, 2008.
nafnið er samt örugglega dregið af því að aðalpían, addison er fæðingalæknir..
þessi stofa líka sérhæfir sig í að hjálpa fólki sem getur ekki eignast börn. og jú tekur á móti börnum..
Svo mælir :Ævar Örn
Klukkan: 04:06 13. júlí, 2008.
Horfði á MIB á rúv um helgina, sjálfsagt í fimmta skipti, og hafði enn jafn gaman af. Man hins vegar ekki eftir þessum þýðingarvillum sem ég hnaut um núna, frá fyrri áhorfum, hvernig sem á því stendur. Sú fyrri féll fljótlega í gleymsku minnar dá (sem er mikið dá), ákvað að ég nennti ekki að kippa mér upp við hana. Hinni brosti ég nógu mikið að til að muna áfram: Zed, yfirmaður MIB, þusar yfir inntökuprófskandídötum og segir þeim á hvaða hæfileika þeirra prófið komi til með að reyna. Eitt af því er „motor skills“ – sem að sjálfsögðu var þýtt sem „ökuhæfileikar“ – en ekki hvað?
Svo mælir :Elías
Klukkan: 19:45 18. júlí, 2008.
Gömul þýðingarvilla sem finnst sennilega hvergi lengur: þegar The Ruling Class var sýnd í Háskólabíói fyrir nokkrum áratugum síðan, þá segir 14. jarlinn af Gurney (Peter O’Toole) á einum stað „The light of the universe will guide me“ en það var þýtt sem „ljós háskólans mun vísa mér veginn“.
Svo mælir :Einar
Klukkan: 19:55 18. júlí, 2008.
„Your fan is waiting outside“ -> „Viftan bíður eftir þér úti“ (sakamálamynd, þar sem verið var að vara fórnarlambið við „eltihrellinum“ (e. stalker) sem biði eftir henni úti.
Og, annað, úr Star Trek Deep Space 9:
„Drop out of warp“ (notað þegar geimskip hætta að fara um á hraða meiri en ljóshraði) …. þetta var þýtt, af afleysingar þýðanda sem: „Hentu út vörpunni!“
Svo mælir :hildigunnur
Klukkan: 00:01 29. júlí, 2008.
I’ll drive a stick through your heart… mætti náttúrlega þýða: Ég ek beinskiptum bíl gegnum hjarta þitt… (sjá athugasemd Helgu, maí 2007)
Svo mælir :Ragnar
Klukkan: 13:22 6. ágúst, 2008.
Afspyrnuléleg mynd hét The Lawnmover man.
3 einstaklingar eru að flýja í gegnum gögn og einn þeirra er skotinn og kemst ekki lengra.
Aðalhetjan réttir öðrum skammbyssu og segir við hann: „Cover him for me“ sem var þýtt:
„Breiddu yfir hann fyrir mig“
Svo mælir :Ragnar
Klukkan: 13:22 6. ágúst, 2008.
Afspyrnuléleg mynd hét The Lawnmover man.
3 einstaklingar eru að flýja í gegnum göng, en einn þeirra er skotinn og kemst ekki lengra.
Aðalhetjan réttir öðrum skammbyssu og segir við hann: „Cover him for me“ sem var þýtt:
„Breiddu yfir hann fyrir mig“
Svo mælir :Elías
Klukkan: 19:33 16. ágúst, 2008.
Vélræn snilld:
Canon EOS 400D Digital =>
Kanúki HIN GRÍSKA GYÐJA MORGUNROÐANS 400D Stafrænn
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 09:20 17. ágúst, 2008.
Í Fréttablaðinu segir í undirfyrirsögn að Harðskafi Arnaldar Indriðasonar sé kominn út á þýsku undir nafninu Todesrosen.
Svo mælir :Birgitta
Klukkan: 10:02 19. ágúst, 2008.
Við stöðvarölt um daginn sá ég brot úr þætti. Man ekki rásina og veit ekki nafnið á þættinum.
Í atriðinu sem ég sá sat hópur fólks á biðstofu sjúkrahúss og beið frétta af fjölskyldumeðlimi sem hafði verið í aðgerð.
Eitthvað leiðist þeim biðin og áhorfendur fá að heyra hvað þau eru í raun að hugsa.
Ein persónan hugsar „I really need to touch up my highlights“. Þetta er þýtt „mig langar svo að koma við geirvörturnar á mér“. Og ekki einu sinni, heldur tvisvar!
Svo mælir :Elías
Klukkan: 10:33 19. ágúst, 2008.
INCENDIARY- Pinworm Saw
1. part
Marten hét man is call var gígja. He var sonur Sighvats hins vegar yolk. He bjó river Secretion river Rangárvöllum. He var well-heeled chief and málafylgjumaður vast and thus vast barrister snuggle up to corncrake though rightfully magisterial dæmdur fyrirfram total he væri accustom He shouldst dóttur shut off is Fiancée hét. She var væn woman and well-mannered and knowledgeable and though that best choice river Rangárvöllum.
Svo mælir :Oddur J
Klukkan: 22:24 9. september, 2008.
Í þættinum Moonlighting á Stöð 2 í kvöld var hinum myrta lýst svo: „He was sowing his wild oats…“ Jafnan notað um kvensama, unga karlmenn en í þýðingunni var hann einfaldlega að „sá villtum höfrum…“ Lít nú hafragrautinn á morgnanna aldrei sömu augum aftur.
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 07:02 10. september, 2008.
Í Everwodd gærkvöldsins sat kona nokkur með bók og las. Kom þá inn maður og spurði: „Doing some light reading?“
Skjátextinn: Er nóg birta til að lesa?
Svo mælir :Vigfús
Klukkan: 09:46 10. september, 2008.
Everwood = Æviður?
Svo mælir :Tobbi
Klukkan: 16:34 11. september, 2008.
Einu sinni í fyrndinni sá ég bíómynd í Laugarásbíói sem fjallaði um vondan, ekki þó kæstan, hákall og löggu sem réði niðurlögum hans. Þegar löggan var einhverju sinni að búast á veiðar æpti spúsa hans á eftir honum: „I want my cop back“ og textinn rann inná skjáinn: „Ég vil fá bollann minn aftur.“
Svo mælir :HT
Klukkan: 23:14 12. september, 2008.
Í annars ágætum þætti um kínamat í gær, gerði hin geðþekka þáttarstýra sér lítið fyrir og innsiglaði svínakjöt. Til verksins brúkaði hún snarpheita wok-pönnu.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 22:16 14. september, 2008.
Myndin Twisted á laugardagskvöldið innihélt nokkra gullmola:
1. Ashley Judd er lögreglukona sem beitir harðræði við handtöku. Aðspurð segir hún daginn eftir: sometimes you got to get physical.
Skjátexti: Stundum verður maður að fara í læknisskoðun.
2. Lík finnst og er sandur í fötum þess, m.a. „sand in the cuffs“. Þýðandinn áleit að þetta væru handjárn og kvað þau full af sandi.
Svo mælir :Guðni
Klukkan: 17:59 20. september, 2008.
Myndin From Hell í gær á stöð 2
Hell, Netley. We´re in hell. Þýðingin fjárinn Netley, við erum í helvíti. Hressandi
Svo mælir :Gunnar Kr.
Klukkan: 22:47 21. september, 2008.
Á fyrstu árum Stöðvar 2 var sýnd kúrekamynd, þar sem kráareigandi nokkur kom inn á krána sína og skipaði barþjóninum: „James, a round on the house!“ Og það var þýtt: „James, hlauptu hringinn í kringum húsið!“. En barþjónninn hlýddi ekki, hljóp ekki fet, heldur fór bara að hella áfengi í glös eins og kjáni.
Snilldarsíða hjá þér Gísli!
Svo mælir :Ævar Örn
Klukkan: 01:32 10. október, 2008.
Stundum er ekki annað að gera í stöðunni en gefast upp og góna á einhverja dellu í imbanum. Það á sannarlega við nú á þessum síðustu og verstu. Fimmtudagskvöld, Skjár 1, 30 Rock:
…spring in his step = vor í göngulaginu. Alveg satt.
Svo mælir :Gunnar Kr.
Klukkan: 22:44 10. október, 2008.
Nú í kvöld á Stöð 2, Bad News Bears:
I have time for Pilates = Ég hef tíma fyrir keramik.
Frábært!
Og um daginn í The Celebrity Apprentice:
Steven Baldwin has his own ministry = Steven Baldwin á sitt eigið ráðuneyti.
En áður hafði ekki talað um annað hve trúaður hann væri orðinn og að hann sótti andlegan styrk í trúfélagið sem hann kom á fót.
Svo mælir :Elías
Klukkan: 12:32 22. október, 2008.
Morgunblaðið talar um „byggingafélög“ … ég býst við að Fiskveiðasjóður hafi verið fiskifélag og Búnaðarbankinn hafi verið búnaðarfélag. Iðnaðarbankinn var félag um iðnað.
Svo mælir :Gunnar Kr.
Klukkan: 22:55 23. október, 2008.
Í þættinum 30 Rock í kvöld fór 37 ára kona á stefnumót með tvítugum samstarfsmanni sínum. Um kvöldið hittuð þau yfirmanninn og þegar sá tvítugi fór á barinn til að sjá hvort hann fengi afgreiðslu, sagði yfirmaðurinn við konuna:
Where did you two meet? At AMBER Alert? Þýðingin var: Hittust þið þegar gefin var gul aðvörun?
(AMBER Alert stendur fyrir: America’s Missing: Broadcasting Emergency Response, en var upphaflega nefnt eftir 9 ára stúlku sem var numin brott og myrt árið 1996)
Svo mælir :Gunnar Kr.
Klukkan: 00:11 9. nóvember, 2008.
Í kvikmyndinni Desperate, sem er byggð á sögu eftir Stephen King, kemur fram atvik sem gerðist í námu fyrir löngu síðan. Þar er hátt í 10 sinnum talað um kínverjana og börnin í námunni. En svo eru sýndar myndir af kínverjum og harðfullorðnum karlmönnum. Ég áttaði mig ekki á því strax, fyrr en 15 ára sonur minn fór að hlægja, en þá var orðið „miner“ alltaf þýtt sem barn. „The Chinese and the miners“ = Kínverjarnir og börnin. Þýðandi= Guðmundur Þorsteinsson á Stöð 2 Bíó.
Svo mælir :Gunnar Kr.
Klukkan: 00:25 9. nóvember, 2008.
Í gærkvköldi var eftirfarandi gullkorn í myndinni Thank you for Smoking.
„Rather Ollie North kind of way“ og það var þýtt: „Frekar að hætti Steina og Olla“.
Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri Oliver North „þýddan sem „Steina og Olla“.
Svo mælir :Gunnar Kr.
Klukkan: 22:30 9. nóvember, 2008.
Áðan var þáttur úr þáttaröðinni Law & Order SVU á dagskrá Skjás eins.
Unglingur fékk 50 dollara seðil fyrir að fara með umslag til lögreglunnar. Þegar hann var spurður um hver hefði fengið honum umslagið sagði hann að hann vissi það ekki, en: The guy said Ulysses was the only explanation I needed. Það var þýtt: Hann sagði að Ódysseifur væri eina skýringin sem ég þyrfti. En svo var hann látinn afhenda 50 dollara seðilinn svo hægt væri að skoða fingraförin á honum. Málið er að það er mynd af Ulysses S. Grant á 50 dollara seðlinum, en hann var 18. forseti BNA. Hvað Ódysseifur var að gera í huga þýðandans er óskiljanlegt!
Svo mælir :Elías
Klukkan: 08:50 10. nóvember, 2008.
Ulysses er enska nafnið á Ódysseifi, dregið af latnesku nafni hans, sem er Ulixes.
Til gamans má svo geta að gríska nafnið er hins vegar Odysseus, sem á sumum grískum mállýskum er ekki ósvipað Oudeis, sem þýðir enginn og var nafnið sem hann kynnti sig með fyrir Pólýfemusi.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 09:57 17. desember, 2008.
Haukadrukkinn og ofbeldisfullur –
Þetta nýstárlega lýsingarorð er á Vísi.is í dag.
Haukamenn í Hafnarfirði gætu haft eitthvað við það að athuga.
Svo mælir :Jóhannes B.
Klukkan: 17:58 22. desember, 2008.
Með tilvísan í: „Svo mælir :Skellur Klukkan: 16:06 14. maí, 2008.“
Þar vísar hann í gullkorn af vörum Ingibjargar Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra. Ekki veit ég hvort Skellur er að vísa í sömu ummæli og ég varð vitni af vorið 1991, en þau eru svona: Ingibjörg hélt ræðu við skólaslit Samvinnuháskólans á Bifröst og lofaði starfsemi skólans í hástert. Skólinn væri þörf stofnun í háskólaflóru landsins og sagði síðan: „Samvinnuháskólinn hefur alltaf verið í takt við tímans tönn.“
Fjörgömul frænka mín reif blað og blýant upp úr pússi sínu og skrifaði þetta niður og geymdi á ísskápnum hjá sér lengi vel.
Þarna var Ingibjörg að steypa saman tveimur orðtökum í eitt, þ.e. að vera í takt við tímann og að standast tímans tönn.
Svo mælir :Hanna Lára
Klukkan: 01:17 31. desember, 2008.
Gaman að lesa bloggið þitt, ævinlega.
Forðum tíð í KHÍ sat ég margan hundleiðinlegan fyrirlesturinn. Undantekningar voru ef sérlega slakir fyrirlesarar báru á borð fyrir okkur dýrindis ambögur. Að mínu mati er þetta ein mesta gersemin: „Börn verða að læra að standa á eigin spýtum.“
Gleðilegt ár, frændi.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 08:58 9. janúar, 2009.
„Þá geta íslenskir kvikmyndaáhugamenn prýtt stúlkuna augum í myndinni The Spirit sem sýnd er um þessar mundir í kvikmyndahúsum.“ DV í dag.
Gaman hefði verið að sjá frumtextann.
Svo mælir :Jón Ragnarsson
Klukkan: 12:57 9. janúar, 2009.
„Þetta er seiðandi blanda af ríku kakói“
Úr „he Santa Clause 3: The Escape Clause“
Svo mælir :GJA
Klukkan: 20:54 23. janúar, 2009.
„Hann sagði ríkisstjórnina hafa átt erfitt verkefni undir höndum ..
Lúðvík Bergvinsson eftir Samfylkingarfundinn í Þjóðleikhúskjallarnaum
Svo mælir :RoattypaynC
Klukkan: 01:52 19. febrúar, 2009.
[b][url=http://rosteroma.com/]All Popular Softwares For PC and MAC[/url]
All European Languages
[u]The financial crisis? SAVE YOUR MONEY!
We well send you a Special code and you will get a DISCOUNT of up to 30% for our all software – D33W-3333 ![/u]
[url=http://rosteroma.com/]version software
[/url]
—————————–
[url=http://mordesoft.com/catalog.php?id=12]Windows XP Professional With SP2 Full Version[/url] $59.95
[url=http://rosteroma.com/catalog.php?id=396]Adobe Creative Suite 4 Master Collection[/url] $329.95
[url=http://mordesoft.com/catalog.php?id=343]Office Enterprise 2007[/url] $79.95
[url=http://rosteroma.com/catalog.php?id=350]Windows Vista Ultimate 32-bit[/url] $79.95
[url=http://kordosoft.com/catalog.php?id=390]Adobe Photoshop CS4 Extended[/url] $119.95
[url=http://kordosoft.com/catalog.php?id=411]Adobe Creative Suite 4 Master Collection for MAC[/url] $329.95
[url=http://mordesoft.com/catalog.php?id=399]Adobe Acrobat 9 Pro Extended[/url] $99.95
[url=http://rosteroma.com/catalog.php?id=63]Office 2003 Professional (including Publisher 2003)[/url] $59.95
[url=http://rosteroma.com/catalog.php?id=362]AutoCAD 2009 32 and 64 bit[/url] $169.95
[url=http://rosteroma.com/catalog.php?id=388]Microsoft Office 2008 Standart Edition for Mac[/url] $99.95
[url=http://rosteroma.com/catalog.php?id=395]Adobe Creative Suite 4 Design Premium[/url] $259.95
[url=http://kordosoft.com/catalog.php?id=406]Adobe Photoshop CS4 Extended for MAC[/url] $119.95
—————————–
[u]The financial crisis? SAVE YOUR MONEY!
We well send you a Special code and you will get a DISCOUNT of up to 30% for our all software – D33W-3333 ![/u]
[url=http://rosteroma.com/]windows mobile 2003 software
[/url]
No torrents – no claim. Read our [url=http://rosteroma.com/docs/testimonials]Testimonials[/url].[/b]
Svo mælir :Solveig
Klukkan: 23:31 20. febrúar, 2009.
Í þætti um Eli Stone um daginn var maður að gefa konu ráð til að lokka kött af fötunum hennar. Kötturinn lá sem fastast enda viss um að þau væru þarna bara fyrir hann. „Give him a pet“ var þýtt „gefðu honum gæludýr“.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 07:47 21. febrúar, 2009.
Í þættinum Sporlaust á RÚV er fjallað um týnt fólk: Kona nokkur var sögð hafa tekið með sér „change of clothes.“ Það var þýtt sem „tók með sér fullt af skrýtnum fötum.“ Fleiri villur voru í þættinum.
Svo mælir :Elías
Klukkan: 22:52 1. mars, 2009.
The Smartest Guys in the Room núna á RÚV:
„a tragic figure“ == „ömurlegur náungi“
„checks and balances“ == „ávísanir og bókanir“
Það voru áreiðanlega fleiri, þar sem oft var ég bara að hlusta án þess að horfa á skjáinn.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 11:19 7. mars, 2009.
Frá Gumma: (Kerfið er að ergja mann)
Skrifað 07/03/2009 kl. 08:41
Fyrirsögn í DV.is 6. mars 2009
Björn [Bjarnason] eyddi þriðjungi ráðstöfunarfés.
.
Svo birta þeir mynd af fésinu á Birni í frétt um ráðstöfun fjár í dómsmálaráðuneytinu.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 09:05 8. mars, 2009.
Sýnishorn af málfari pókerspilara: Heimild. 52.is.
„Allir leikmenn nota eitthverskonar system til að ákveða hvað þeir eiga að reisa. Jafnvel þó þeir hafi aldrei lesið stakt orð í póker strategíu, þá fylgja þeir samt eitthverju. Algengt hjá mörgum fiskum er að min reisa fyrir flopp með AA til að tryggja að þeir fái eitthvað action en reisa 5xBB með JJ því þeir eru hræddir að sjá floppið þar sem þar er oftast eitt yfirspil. Þeir sem sagt reisa eftir því hvaða spil þeir eru með á hendi. Hinsvegar er sú strategía ekki góð til langs tíma, þar sem auðveld er fyrir góða og eftirtektarsama leikmenn að átta sig á nokkurn veginn hvað hugsanlega hendur þú getur verið með (range-ið þitt).“
Þetta er næstum óskiljanlegt nema fyrir innvígða. Sé þetta skrifað á íslensku, geta allir skilið.
Svo mælir :Ævar Örn
Klukkan: 05:16 2. apríl, 2009.
Betra er seint en aldrei segir máltækið, og nú er RÚV loksins farið að sýna hina frábæru þætti um snillingana Dalziel og Pascsoe. Í síðustu tveimur þáttum snerist gátan um morð í tengslum við refaveiðar upp til sveita. Morðinginn næst (að vísu vonum seinna) auðvitað að lokum, og segir um fórnarlömb sín og þeirra slekti allt, af mikilli fyrirlitningu: They’re all tarred with the same brush…
Þetta ágæta orðatiltæki, sem merkir svo mikið sem „öll með sama marki brennd“ eða „öll af sama sauðahúsinu“ osfrv., var þýðanda greinilega ekki kunnugt. Greip viðkomandi því til þess ráðs að giska út frá atburðum fyrr í þættinum og slengdi þessu fram: Þau fóru öll yfir sama runnann…
Geri aðrir betur.
Svo mælir :Gunnar
Klukkan: 20:42 5. júlí, 2009.
Í þættinum Amnezia á Stöð 2 þýddi Gísli Ásgeirsson:
„My mother collects thimbles“, á þennan hátt:
„Móðir mín safnar ílátum“.
Jú, þetta eru vissulega nokkurskonar ílát, en hefði ekki bara verið heppilegra að kalla þær fingurbjargir?
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 22:27 5. júlí, 2009.
Þar kom vel á vondan : )
Svo mælir :Gunnar
Klukkan: 01:45 6. júlí, 2009.
Adolf Ingi Erlingsson (Í RÚV-auglýsingunni „Hvar varst þú?“ um handknattleikslið Íalands á ólympíuleikunum):
Silfurverðlaunin eru gulltryggð!
Svo mælir :Gunnar
Klukkan: 20:46 19. júlí, 2009.
Í Amnesia á Stöð 2 nú rétt áðan, þýddi Gísli Ásgeirsson:
„I was working in a bar in Newark“, á þennan hátt:
„Ég vann á bar í New York“.
Newark er í New Jersey.
Svo mælir :Matti
Klukkan: 12:46 20. júlí, 2009.
Gunnar:
Í handriti 7. þáttar stendur:
RICK SOT UH, I WAS WORKING IN A BAR IN NEW YORK –
DENNIS SOT [OVERLAPPING] YEAH.
Nú mætti skrifa langa grein um hvað í raun var sagt og hvað það er sem menn heyra, einkum þegar eitthvað er umlað sem skarast við það sem verið er að þýða. Væru þetta merkilegri þættir og veðrið verra hefði ég kannski gert það.
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 12:48 20. júlí, 2009.
Meðan mínar villur eru ekki verri en þessi, held ég áfram í sólbaði og kattaruppeldi.
Svo mælir :Matti
Klukkan: 12:50 20. júlí, 2009.
Maður þarf hvorki að vera í New York eða Newark til að njóta blíðunnar
Svo mælir :Jarlaskáldið
Klukkan: 09:11 28. ágúst, 2009.
Í DVD-þýðingu á Changeling:
„Herra Foreman, hefur kviðdómurinn komist að niðurstöðu?“
Nú mál vel vera að formaður kviðdómsins hafi heitið Foreman, en ég leyfi mér að efa það…
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 09:17 28. ágúst, 2009.
Í NCIS í gærkvöldi var leitað ákaflega að lykilorði/aðgangsorði. Einhver spekingur sagði að það væri örugglega CASE SENSITIVE. Í skjátextanum stóð að „það færi eftir verkefnum.“
Svo mælir :Tinna G. Gígja
Klukkan: 02:15 23. október, 2009.
Í kvikmyndinni Interstate 60 er ein persónan spurð að því hvaða starfi hún gegni. Svarið „I cut trailers“ var þýtt „ég klippi hjólhýsi“.
Einnig man ég eftir atriði úr Friends-þætti, þar sem Chandler kastaði ávexti til Joey, en sá gerði enga tilraun til að grípa, svo ávöxturinn lenti á lampa og braut hann. Chandler segir þá „that’s my bad“ í merkingunni ‘mín mistök’, en þýðandinn ákveður að skella inn línunni „þetta er rúmið mitt“ í staðinn.
Mikið er ég fegin því að þurfa ekki að þýða handrit.
Svo mælir :Gísli
Klukkan: 07:41 23. október, 2009.
Í Seinfeldþættinum um blöðrustrákinn keppir George við hann í Trivial Pursuit og sjást þeir við þá iðju. Samt er jafnan talað um að „fela hlut“ í skjátextunum.
Svo mælir :GG
Klukkan: 12:32 23. október, 2009.
Í fyrsta þætti 4. seríu dr. House er sjúklingur haldinn meini sem þrýstir á vagus-taugina, en hún ku heita skreyjutaug á íslensku. Þýðandi er greinilega áhugamaður um fjárhættuspil því hann/hún nefndi fyrirbærið Vegas-taugina.
Svo mælir :Heimir
Klukkan: 09:54 29. október, 2009.
Ég held að það hafi verið í einni af „Aliens“ myndunum hér í gamla daga, sem aðalpersónan var komin í slæma klípu, líkt og stundum gerist í bíó. Í angist sinni ákallaði hún æðri máttarvöld og stundi „Jesus Christ“. Þetta var snaggaralega þýtt „andskotinn“.
Svo mælir :Egill
Klukkan: 21:44 25. janúar, 2010.
Hvaða „pappakassi“ þýddi orðið CONDITION sem SJÚKDÓMUR, í American Idol fyrir viku, þegar talað var um Down’s Syndrome?
Svo mælir :Matthías
Klukkan: 00:04 26. janúar, 2010.
Egill: Erfðasjúkdómur, erfðavandamál (Genetic condition)
Svo mælir :Matthías
Klukkan: 00:08 26. janúar, 2010.
Egill #2: Ég hefði reyndar sjálfur notað orðið ,ástand’ eða jafnvel ,heilkenni’ (í tengslum við Downs) en varla er hægt að segja að orðið ,sjúkdómur’ sé rangt í þessu samhengi skv. málhefð.
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 07:54 26. janúar, 2010.
Sjálfsagt er þroskahömlun líka nothæft. Þessi pappakassi sem um ræðir þarf virkilega að læra réttu orðin yfir ástand, heilkenni og þess háttar.
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 08:09 26. janúar, 2010.
„Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn….“ Vísindavefurinn.
„Downs-syndróm, meðfæddur erfðasjúkdómur er stafar (oftast) af röngum fjölda litninga í frumum viðkomandi; áður nefndur mongolism.“ Orðabókin.
Þarf að ræða þetta frekar?
Svo mælir :Matthías
Klukkan: 09:17 26. janúar, 2010.
Nei.
Svo mælir :Skellur
Klukkan: 23:42 9. mars, 2010.
Þessi er svona skáknördaleg: Sá ágæti Bobby Fischer svaraðei einusinni einhverri kjánaspurningu um sálfræði í skák: „I dont believe in psychology, I believe in good moves.“ Í Fréttablaðinu nú nýlega þýddi einhver upprennandi snillingurinn þetta svona: „Ég trúi ekki á sálfræði, ég trúi á góðar hreyfingar.“
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 05:14 10. mars, 2010.
„I don’t believe in psychology. I believe in good moves.“ (Bobby Fischer)
Svo mælir :Gisli
Klukkan: 05:14 10. mars, 2010.
Athugasemd hér að ofan strandaði í kerfinu en er frá Fyrrverandi skógarbónda á Agureyri sem þykir slyngur skákmaður.
Svo mælir :Kristin Klukkan: 06:20 27. ágúst, 2005.Hvað með það þegar Vigdísi Finnbogadóttur var boðið í „kryddsíld“ (=krydsild) hjá Dönum?Svo mælir :Gísli Klukkan: 08:38 27. ágúst, 2005.Ég man vel eftir þessari og maður er minntur á hana árlega með þættinum Kryddsíld á Stöð 2.Svo mælir :Vala Klukkan: 12:00 17. febrúar, 2006.“Tískudópisti“ = „Fashion junkie“Svo mælir :Ásdís Klukkan: 14:45 5. september, 2006.Rakst á eina staðreyndavillu í pistlinum hjá þér og stóðst ekki mátið Mannanafnið Línus hefur ekki verið samþykkt af mannanafnanefnd og ekki er vitað tilþess að nokkur Íslendingur hafi borið það nafn.Sjá http://www.rettarheimild.is/mannanofn og Íslendingabók.Bestu kveðjur.Svo mælir :siggimus Klukkan: 16:08 27. september, 2006.love is a four-letter word = ást er fjögurra stafa orðSvo mælir :Mundi Klukkan: 15:53 27. mars, 2007.Vinkona mín horfði eitt sinn á stríðsmynd, í einu hasaratriðinu heyrðist væl í aðvífandi sprengju og sveitarforinginn öskraði á sína menn „DUUUCK!“Ekki þarf að orðlengja það, á skjánum birtist að sjálfsögðu textinn „ÖÖÖÖND!“Svo mælir :Kiddi Klukkan: 13:14 15. apríl, 2007.Man eftir þýðingu á myndinni: The Coca Cola kid. En í íslenskri þýðingu hét hún: Sölumaður á suðurhveli. !!Svo auðvitað þýðingin á toast to the newly married couple … sem sem þýðandinn setti í undirtexta sem: ristabrauð til brúðhjónanna.Svo mælir :Gurrí Klukkan: 23:45 1. maí, 2007.We used to cook grey silver togetherVið elduðum grátt silfur saman), sagan segir að Jón Páll Sigmarsson hafi sagt þetta við fréttamenn á árum áður.I´m a medium, I hate being a medium (átt við meðalmennsku hérna) Þýðing: Ég er miðill, ég þoli ekki að vera miðill. (Bíómyndin fjallaði um mann í krísu og þessi þýðing kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum þar sem miðlar komu hvergi við sögu.Best var þegar Arnaldur Svartsenegger kom inn í spilavíti og átti að fá andvirði 20 milljón dollara í chips (spilapeningum) en það var þýtt sem kartöfluflögur.Svo mælir :Gísli Klukkan: 06:54 2. maí, 2007.Fyrst þú nefnir Jón Pál, man ég þegar hann hrópaði: „I’m not finished.“ Keppnin fór fram í Finnlandi og þýðandinn ákvað að misskilja Jón af einskærum kvikindisskap. „Ég er ekki finnskur.“Svo mælir :Gurrí Klukkan: 06:07 3. maí, 2007.Hahhaha, góður!!!Svo mælir :Gísli Klukkan: 08:38 4. maí, 2007.Negrabrúnt:Doris Moore, sem býr í Kanada var heldur brugðið þegar hún fékk nýja sófann sinn sendan heim. Sófinn var dökkbrúnn og fallegur, og í fyrstu var hún alsæl. Það fór þó af þegar hún sá litamiðann þar sem liturinn á sófanum var tiltekinn. Á honum stóð; „Nigger brown.“Doris, sem sjálf er svört, kvartaði við húsgagnaverslunina sem hún keypti sófann af. Verslunin benti á innflytjandann, sem benti á verksmiðjuna, sem benti á tölvufyrirtæki sem útbjó merkimiðann.Það tölvufyrirtæki er í Kína. Það notaði gamla orðabók til þess að fóðra þýðingartölvu sína á. Og þegar slegið var inn „dökkbrúnn“ á kínversku letri, kom út þýðingin; „Nigger brown.“Svo mælir :Gísli Klukkan: 08:40 4. maí, 2007.Heimild: Ágúst Flygenring.ÞýðingarÍ gær rakst ég á tvær skemmtilegar þýðingarvillur.Í Red Dragon á Stöð 2 í gærkvöldi var „I’m not psychic“ þýtt sem „ég er ekki geðveikur“.Systir mín horfði á The Other Sister í gær á videospólu. Þar var skondin þýðingarvilla. „Are you a parent?“ var þýtt sem „ertu pervert?“Svo mælir :Gísli Klukkan: 08:42 4. maí, 2007.Þýðingarvilla af Omega: Predikarinn: „Jesus was a scapegoat!“ Íslendingurinn: „Jesús var geit!“Svo mælir :Gurrí Klukkan: 10:57 7. maí, 2007.Varð að bæta nokkrum gullkornum við hjá þér Þau eru úr gamalli þýðingavillugrein sem ég gerði fyrir Vikuna:“Frank og Jói ákváðu að fara í gönguferð niður á strönd með döðlunum sínum.“ Orðið „dates“ á bæði við döðlur og og þá sem maður á stefnumót við. (Úr Frank og Jóa bók)Þýðandi nokkur skildi ekkert í því hvað lögfræðingarnir gerðu marga hluti á barnum. Sem betur fer áttaði hann sig á því, áður en bókin var fullþýdd, að „at the bar“ er í réttinum.“She has been sleeping around“ (hún er lauslát). Þýtt sem „Hún hefur sofið í hnipri.“Íbúar smábæjar í Villta vestrinu földu sig hver sem betur gat því Fast Drawer (byssumaður) var á leið til bæjarins og allir voru dauðhræddir. Kvikmyndahúsagestir sem skildu ekki ensku vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir lásu texann: „Hjálp, hraðteiknari er á leiðinni, hjálp!“Svo mælir :Gísli Klukkan: 11:28 7. maí, 2007.Þú lumar á mörgu, Gurrí! Ég ætla að fletta Frank og Jóa í kvöldSvo mælir :Kiddi Klukkan: 16:41 7. maí, 2007.Heyrði eitt sinn þýðingu á bók (hélt að það væri Frank og Jóa bók) sem fjallaði um glæpamann sem var með plattfót eða ilsig. Og bókin fékk titilinn: Ilsigni maðurinn. Kápan var prentuð og komst ekki lengra.Svo mælir :Gísli Klukkan: 06:53 8. maí, 2007.Gullkorn dagsins:“Why didn’t you show up?““We were stoned“Þýðing:“Afhverju mættuð þið ekki?““Við vorum grýttir“Criminal Intent=glæpamaður í tjaldi“Holy moly“=heilagur blettahreinsir.Svo mælir :Ásdís Klukkan: 10:32 10. maí, 2007.Varðandi ilsigna manninn:Bókin heitir Kim og ilsigni maðurinn. Íslenska þýðingin kom út 1971. Þessu má fletta upp í Gegni (Gegnir.is).Annars mæli ég með því að fólk horfi á Die Hard á DVD. Þýðingin þar – ef þýðingu má kalla – er ansi skrautleg. Ekki sumt, heldur allt.Fuck er þýtt sem fokk.Okay er þýtt sem Ok.All right er þýtt sem Ok.Wild goose chase er þýtt sem villigæsaveiðar.Því miður er of langt síðan ég sá myndina og því brestur mig minni með fleiri dæmi. En þau eru þarna í tuga- ef ekki hundraðatali… gáið bara sjálf.Svo mælir :Gurrí Klukkan: 16:53 12. maí, 2007.Ahhh, man eftir einni góðri þýðingarvillu úr Harry Potter-mynd:Breaking eye contact … eða brotin augnlinsa sem virtist hafa verið ástæða þess að Mortimer gat ekki kálað Potter í einni myndinni, líklega þeirri fyrstu. Búið var að lagfæra þetta í íslenska textanum þegar myndin var sýnd á RÚV.Svo mælir :Helga Klukkan: 16:52 13. maí, 2007.Þýðingarvillur geta verið mun skemmtilegri en efnið sem verið er að sýna. Ég man eftir einni sem ég sá í fyrra, í þætti sem var sýndur á Skjá 1 og mun heita Melrose Place. Þetta var bútur á myndbandi svo að ég gat horft á þetta aftur og athugað hvað í ósköpunum maðurinn hefði sagt.Reiðilegur maður, læknir, ávarpar konu þar sem þau standa á sjúkrahúsgangi.Íslenskur texti á skjánum:Ég rek þig í gegn með lærissneið ef þú bítur mig aftur.Orð mannsins voru:I’ll drive a stick through your heart if you bite me again.Það var því ekki „steak“.Einhverjir hefðu líklega hugsað sig um tvisvar og látið vopnið liggja milli hluta fremur en að nefna lærissteikina sem er varla hentugt tól til þessara hluta. Ekki einu sinni frosin. M. kv. HelgaSvo mælir :iðunn nemönd Klukkan: 18:08 14. maí, 2007.úr ótilgreindri enskri bíómynd sem ég sá þegar ég var lítil:karlmaður segir frá:“I sat on a bench with a bird“.þýðingin:“ég sat á bekk með fugli“.maðurinn var að sjálfsögðu að tjá sig um kvonfang sitt en ekki fuglaskoðun.Svo mælir :Gísli Klukkan: 08:15 15. maí, 2007.Frábær gullkorn. Að öðrum ólöstuðum finnst mér lærissneiðin góð. Þetta stefnir í gott safn.Svo mælir :Mundi Klukkan: 00:08 19. maí, 2007.Hér er eitt sem ekki er þýðingarvilla, heldur alveg sérdeilis skemmtileg þýðing. Fyrir tuttugu árum eða svo, var ég að horfa á bandaríska mynd á vídeó. Í myndinni var maður að tala í síma. Á hinum endanum var greinilega ákaflega æstur og orðljótur einstaklingur, því söguhetjan sagði að skilnaði: „well, fuck you too“. Þýðandinn, greinilega í prakkaraskapi, setti í undirtexta: „hlauptu sjálfur í kringum ljósastaur!“Svo mælir :Matthías Klukkan: 15:13 20. maí, 2007.Einu sinni þýddi ég teiknimynd þar sem kom fyrir hið bandaríska pólitíska hugtag „A Lame Duck“ en það var myndskreytt með önd á hækjum. Eftir nokkra umhugsun varð til þýðingin: ,,Í andarslitrunum“.Svo mælir :Tumi Klukkan: 12:03 21. maí, 2007.Í ávarpi sínu til samstúdenta þylur ljóskan í lögfræðinni (Legally Blonde), hún Elle Woods, upp helstu eiginleika sem lögfræðingar þurfa að búa yfir að hennar mati. Þ.á.m. er „courage of conviction“ – sem skv. íslenska textanum mun vera „vissa um sakfellingu“Svo mælir :Naflalaus Klukkan: 13:56 22. maí, 2007.Law and Order: Criminal Intent var einhvern tímann þýtt á Skjá Einum sem „glæpamaður í tjaldi.“Svo mælir :Ármann Klukkan: 18:38 23. maí, 2007.Þetta var ekki „stake“ sem læknirinn reiðilegi ætlaði að nota? Það mun vera tól til að drepa með vampírur og gæti hafa verið smellið hjá honum ef hann vildi koma því á framfæri að téð kona væri eins konar lífs- eða orkusuga.Svo mælir :Matthías Klukkan: 15:57 28. maí, 2007.Og svo er nú ýmislegt skemmtilega þýtt í hina áttina.Ég sá áðan skilti fyrir utan veitingastað í miðborginni sem býður upp á „sandwitches“ og ég man eftir matseðli í gamla Naustinu þar sem í boði voru „Reindeer Balls“, kannski súrsaðir.Einhver bauð líka hér í gamla daga túristum upp á „Old Icelandic Food“.Svo mælir :Gísli Klukkan: 14:54 16. ágúst, 2007.Þessi síða er víst á íslensku!Sjón er sögu ríkari.http://stemcell.taragana.net/is/Svo mælir :Gísli Klukkan: 10:42 20. ágúst, 2007.Bætum í gullkornasafnið!Í mynd á RÚV að kvöldi sunnudagsins 19.8 komust áhorfendur að þvi að Guinea pig heitir tilraunagrís og Spinning wheel á leikvelli er vefstóll.Svo mælir :Vigfús Klukkan: 22:11 22. ágúst, 2007.Minnst var á vonda þýðingu á Die Hard á mynddiski hér að ofan. Man eftir að hafa horft á þá mynd. Þar var „double jeopardy“ þýtt sem „tvöfaldur hlébarðaleikur.“Svo mælir :Gurrí Klukkan: 15:48 28. ágúst, 2007.Man ekki hvort ég var búin að minnast á þýðingarvilluna þegar þátturinn Good Morning America var sendur héðan. Fréttakona minntist á Bad hair day sem var þýtt sem slæmur héradagur.Í Nágrönnum á Stöð 2 í síðustu viku reyndu tvær stelpur að sleppa við að hlaupa í leikifimitíma. Þær sögðust vera með cramps. Kennarinn sagðist ætla að skrifa þetta hjá sér svo að þær gætu ekki notað þessa afsökun of oft … æ, eitthvað slíkt. En þetta mánaðarlega var kallað sinadráttur hjá þýðandanum.Svo mælir :DrSiggi Klukkan: 13:38 5. september, 2007.Fyrir mörgum árum horfði á á mynd um unga eiturlyfjafíkla. Þar var atriði þar sem par vakniði á þaki húss, leit yfir borgina þar sem sólin var að koma upp. Stúlkan sagði: „It’s getting lighter.“ Þetta var þýtt: „Ég er að verða léttari.“ Salurinn allur í Nýja bíói sprakk úr hlátri.Svo mælir :DrSiggi Klukkan: 13:48 5. september, 2007.Horfði ég á, horfði ég á! Ohhh, hér fljótum vér eplin…Svo mælir :Nöldrari Klukkan: 02:02 15. september, 2007.Sem þýðandi þá veit ég að oft á tíðum fá þýðendurnir kolvítlaus handrit til að þýða eftir og ef hljóðrásin á myndbandinu er ekki í lagi, ef um sjónvarpsefni er að ræða, (sem gerist í 20% tilfella – þá er hljóðið svo bjagað að maður verður að giska í eyðurnar) – þá verður maður að treysta handritinu…. og ef það stóð „lime“ í handritinu í staðinn fyrir „time“ og spólan er „í fokki“ þá verður maður að treysta handritinu. En því miður eru handritin oft ansi ónákvæm og þýðendur verða fyrir leiðindum vegna þess.Mig langar að koma með eina tillögu til jafnréttis, því margar kvikmyndaþýðingar eru skrambi góðar, og það er að þeir sem einblína eingöngu á mistökin bendi á eitt dæmi um góða þýðingu á móti.En glætan að það verði gert… því þá þarf gagnrýnandinn að hugsa um alla hina 900 textana sem sem voru vel þýddir… í staðinn fyrir þennan eina sem stakk í stúf.
Halli TöffSvo mælir :Gisli Klukkan: 06:27 15. september, 2007.Góðir þýðendur eru margir og oft hafa orðið til skemmtilegar lausnir á erfiðum setningum eða orðum, eins og þú þekkir sjálfsagt. Í ljósi þess hve gæðin eru mikil að mínu mati, finnst mér fyndið að tína til mistökin. Ég á slatta sjálfur og get alveg hlegið að þeim.En safn góðra þýðinga er tilvalið.Svo mælir :Elías Klukkan: 21:58 30. október, 2007.Persóna í bók eftir Steinar Sigurjónsson (minnir að það hafi verið Blandað í svartan dauðann) skrifar til eiginmanns síns að ástin sé „hey-lög“.“Ég missti sýru“ sagði ein persónan í Apocalypse Now í Tónabíói í gamla daga.Mér hefur verið sagt að í The Ruling Class hafi Peter O’Toole sagt yfir allt Háskólabíó: „Ljós háskólans mun lýsa mér“.Svo mælir :Hjördís Klukkan: 16:43 2. nóvember, 2007.Everybody is naked on his back unless he has a brother – Ber er hver að baki nema sér bróður eigiSvo mælir :Gísli Klukkan: 08:47 13. nóvember, 2007.http://www.visir.is/article/20071107/SKODANIR04/111070078Grein eftir Einar Má Jónsson um þýðingarSvo mælir :hildigunnur Klukkan: 10:24 27. nóvember, 2007.Búin að minnast nokkrum sinnum á uppáhaldið mitt: Viltu koma upp í topp-íbúðina mína og skoða jakuxann minn?(Would you like to come up into my penthouse and see my jacuzzi?)Held þessi hafi reyndar stoppað á prófarkalesara…Svo mælir :Gummi Klukkan: 01:28 5. desember, 2007.Fréttin hér að ofan um lát Jasons minnti mig á klausu sem birtist fyrir margt löngu í íþróttakálfi eins dagblaðs þar sem fótboltasumarið var gert upp:“Búist var við að Víkingur kæmi á óvart í sumar, en svo fór þó ekki.“Svo mælir :Ormurinn Klukkan: 10:46 5. desember, 2007.Trúi ekki að það hefur enginn minnst á klúður fréttastöðvar RUV hér um árið.Fréttin var um einhverjar kosningar í breska þinginu sem ég man ekki hverjar voru. En forseti þingsins sagði á ensku „The ay’s to the right and the no’s to the left“Hér standa „ay“ og „no“ að sjálfsögðu fyrir „já“ og „nei“ en var hinsvegar þýtt af fréttastofunni sem „Augun til hægri og nefin til vinstri“Svo mælir :Hanna Klukkan: 01:58 16. desember, 2007.Fyrir nokkrum árum var greint frá því í fréttatíma útvarps að herinn í El Salvador hefði verið tilnefndur til friðarverðlauna Nobels – þegar það var HjálpræðisherinnSvo mælir :Gurrý Klukkan: 23:04 17. desember, 2007.Úr þætti um afganskar konur á RUV:,,She is six months pregnant“Ísl. þýðing: Hún er komin hálft ár á leið…Svo mælir :Gísli Klukkan: 10:05 4. apríl, 2008.“Jón Gnarr turnast í Georg Bjarnfreðarson“Fyrirsögn á Vísi.is í dag.Svo mælir :Ævar Örn Klukkan: 03:42 7. apríl, 2008.Úr Mr. Brooks.Lögga er talin í hættu þar sem óbótamaður nokkur, sem hún kom bakvið lás og slá, er flúinn úr haldi og talinn hyggja á hefndir. Yfirlöggan hefur af þessu nokkrar áhyggjur og býðst til að láta kollega passa uppá hana – eða hvað?Yfirlögga: Do you want me to put a detail on you?Þýðandi: Viltu að ég sendi út lýsingu á þér?Jamm…Svo mælir :JóhannaH Klukkan: 22:19 7. apríl, 2008.Dásamlegt samansafn af þýðingarvillum. Uppáhaldið mitt er þessi með augun til hægri og nefin til vinstri. En Ormur – hafa skal það sem sannara reynist – þetta var á Stöð 2. Og það er rosalega langt síðan. Gæti trúað á fyrstu árum Stöðvarinnar.Svo mælir :Gisli Klukkan: 08:03 8. apríl, 2008.Í kynningu á CSI kom fram að einhver hefði tekið að sér að vera: Judge, jury and executioner.Svona var þýtt:Dómari, kviðdómur og framkvæmdaaðili aftökunnar.Þessu er hér með haldið til haga.Svo mælir :Gísli Klukkan: 11:47 18. apríl, 2008.http://eye.taragana.net/is/Tær vélþýðingarsnilld!Svo mælir :Linda María Klukkan: 22:32 18. apríl, 2008.Á níunda áratugnum var vikulegur pistill í síðdegisblaði þar sem vandað lestrarefni var haft fyrir lesendum og efnið útmálað af manni sem gaf sig út fyrir að vera til þess bær.Mér er sérstaklega minnisstæð umfjöllun um bók sem hét „The Bear Keeper´s Daughter“ á frummálinu.Þessi merka bók fjallaði um mektarkonu sem ólst upp hjá föður sínum sem hafði að atvinnu að ,,gæta öls´´ í fjölleikahúsi.Sennilega hefur hann þurft að passa að línudansararnir drykkju sig ekki í hel.Það kom hins vegar aldrei fram hjá gagnrýnandanum hver hefði passað uppá bangsana…Sami aðili þýddi danska verðlaunabók og þar kom sögu að gistiaðstaða var óviðunandi og gestum gert að sofa með berar dýnurnar ofan á sér….Sennilega hefur verið ætlast til að gestir kæmu með sitt eigið sængurlín…Þessi þýðandi er krónískur Eggert A Markan í mínum huga.Að lokum er hér skólabókardæmi um óvönduð vinnubrögð:Á fyrsta myndbandinu sem gefið var út hérlendis með kvikmyndinni „Honey, I shrunk the kids“ voru nokkrar skrautlegar þýðingar en þó keyrði um þverbak í lokaatriðinu þar sem menn lyftu glösum og skáluðu fyrir farsælum endalokum.Þegar aðalleikarinn kvaddi sér hljóðs og mælti: „I want to make a toast“, og eiginkona hans veðraðist öll upp og sagði: „I love toasts“.Þá blasti þetta við áhorfendum:,Mig langar í ristað brauð´´,,Ég elska ristað brauð´´Það er nú sagan af því!Svo mælir :Gísli Klukkan: 07:35 6. maí, 2008.60 tónleika spilari fæst hjá Læðunni:http://laedan.blogspot.com/2008/05/60-tnleikar.htmlSvo mælir :Gísli Klukkan: 07:38 6. maí, 2008.Í þættinum Psych á Skjá 1 var lengi framan af talað um „setur“ og löngun persónanna til að tilheyra því. Svo kom í ljós á fundi kuflklæddra manna að þetta var „regla“. Enda var enska orðið Lodge. Ekki sá þýðandi ástæðu til að leiðrétta þetta þegar setursfundurinn blasti við.Svo mælir :Oddur J. Klukkan: 10:58 7. maí, 2008.Í þætti af Homefront var ein kvenpersónan í sálarkreppuog sagði: „I need more time to get over this.“En þýðandi hafði greinilega meiri áhyggjur af mataræði konunnar og þýddi:“Ég þarf súraldin til að jafna mig á þessu.“Gott að vita af sítrusávöxtunum næst þegar maður lendir í tímaþröng…Svo mælir :Gunnar Freyr Klukkan: 08:57 8. maí, 2008.Eftirfarandi færsla birtist á http://gunnarfreyr.blog.is/blog/gunnarfreyr/entry/533128/*******************************************Ég var að horfa á sjónvarpsmyndina The Riverman nú fyrir stuttu og rak þar augun í tvær alveg kostulegar þýðingar. Myndin fjallar n.v. um fjöldamorð í Seattle og það hvernig fjöldamorðinginn Ted Bundy hjálpar til við að leysa þau.Svo ég byrji nú á öfugum enda, þá virðist sem þýðandinn hafi verið orðinn syfjaður undir restina, nú eða þá að hann er svona mikil tepra að hann hefur ekki kunnað við að rita rétta þýðingu.Lögreglumaðurinn (Keppel) sem tekur að sér að spjalla við Bundy fær hann á endanum til að fjalla um sín eigin fjöldamorð, og upp úr krafsinu kemur að Bundy afhausaði fórnarlömb sín og geymdi höfuðin til að hann gæti sýnt vald sitt. Og hvernig gerði hann það? Enska útgáfan segir „by beating off to the skulls“, en það var þýtt „með því að berja hauskúpurnar“.Dæmi nú hver fyrir sig, en mér finnst „sjálfs er höndin hollust“ ríma vel við upphaflega textann.Hin vitleysan toppar flest allt sem ég hef séð í þessu. Lögreglumaður (Reichert) sem stýrir rannsóknarliði er að ræða við Keppel til að fá hann til að aðstoða sig við rannsóknina. Keppel hefur greinilegan áhuga á þessu og spyr ýmissa spurninga, m.a. „Were any of the recent finds fresh?“, og á þar við þau lík sem fundist í ánni.Þýðingin?Haldið ykkur fast.“Voru einhver endursendu líkanna fersk?“Ég þurfti að horfa á þetta fjórum sinnum áður en ég trúði þessu.Svo mælir :Skellur Klukkan: 16:06 14. maí, 2008.Þetta er EKKI þýðingarvilla, en samt eitt af málblómum aldarinnar og óskiljanlegt að því hafi ekki verið gert hærra undir höfði. Imba Pálma á einhverntíma á síðustu mánuðum ráðherraferils síns: „aldraðir vilja, eins og aðrir, fylgjast með tímans tönn“. Prýðisþýðing væri þá: „Senior citizens prefer, like anyone else, to follow the tooth of time. „Svo mælir :Kristín Klukkan: 23:26 14. maí, 2008.Skellur minnir mig á skemmtilega sögu af sendiherrafrú í París, hún er ónefnd því ég hef aldrei komist að því hver þetta var, né hvort um er að ræða flökkusögu eður ei, en hún er ágæt samt. Í jólaboði með mikilvægu fólki bauð frúin ekta íslenska jólaköku og kynnti hana á sinni skítsæmilegu frönsku sem un kaka traditionnel islandais, eða ekta íslenskan jólakúk. Svo lýsti hún víst í smáatriðum uppskriftinni og að best væri að gera hana fyrirfram og geyma í frysti.Svo mælir :Gísli Klukkan: 05:32 15. maí, 2008.Þetta eru góð dæmi og eiga hér heima. Ég lýsi eftir fleirum.Svo mælir :Gísli Klukkan: 08:18 18. maí, 2008.Nýjasta fjólan hjá RÚV. Þar er sýnd þáttaröðin Private Practice. Í íslenskri þýðingu: Fæðingaheimilið. Læknar eru í öllum aðalhlutverkum en þarna eru engar fæðngar, nema hvað aðalpersónan lagði á tímabili fæð á aðra kvenleikkonu, svo gripið sé til orðalags sem sást nýlega á kvikmyndasíðu.Svo mælir :Elías Klukkan: 21:14 21. maí, 2008.Núna rétt áðan á RÚV: „Decree Absolute kom á laugardaginn.“Var þetta einhver sem kom í heimsókn? Hvaða persónu er verið að kynna til sögunnar? Er þetta sjálfur lögskilnaðurinn persónugerður?Svo mælir :Gísli Klukkan: 21:34 21. maí, 2008.Hver er þátturinn/myndin?Svo mælir :Elías Klukkan: 02:24 22. maí, 2008.Skv tímasetningunni á blogginu var þátturinn „Tvö á tali“ eða „Talk to Me“ (bresk þáttaröð) þriðji þáttur af fjórum í gangi þá.Svo mælir :S.Lúther Klukkan: 01:52 22. júní, 2008.“Ef þú kemst ekki áfram, ertu ekki á réttum stað““Ef þú snýrð við ertu hættur að fara áfram“Svo mælir :Ævar Örn Klukkan: 05:12 5. júlí, 2008.Leikurinn/the Game, amerísk kvikmynd á Rúv, föstudagskvöld, 4. júlí. Í miðri mynd, eftir atburðarás sem ætla mætti að auðveldað gæti þýðanda að velja milli tveggja kosta:“What is this?“ spyr hetjan.“Wake up, it’s a fucking con,“ svarar viðmælandinn. Allt sem á undan er gengið – sem og það sem er í gangi akkúrat á þessum tímapunkti – mælir með því að „con“ beri að skilja sem „svindl“ eða „svikamyllu“ (alþekkt stytting á confidence trick). Þýðandi kýs hinsvegar súrrealismann:“Hvað er þetta?“ (What is this?)“Strokufangi.“ (Wake up, it’s a fucking con).Jamm.Svo mælir :katrín Klukkan: 09:32 5. júlí, 2008.sá einu sinni myndina steel með shaq í aðalhlutverkihún gengur útá það að hann er með eitthvað tæki í eyranu, svo er einhver pía í stjórnstöð sem sér allt sem gerist og lætur hann vitahann er ss á röltinu einhverstaðar og svo mæta löggur á svæðið og hún segir“you’ve got official company!“sem var svo snilldarlega þýtt sem“þú átt skrásett fyrirtæki“svo var reyndar þýðandi sem þýddi white trash sem breiðhyltingar:)Svo mælir :Elías Klukkan: 13:04 6. júlí, 2008.Stundum rekst maður á að þýðendur lifa í öðruvísi heimi en flest fólk. DVD-útgáfan af Dodgeball inniheldur eitt gullkorn sem ber þess ljóst vitni: í lok úrslitaleiks verður að skera úr um sigurvegara með „skyndilegum dauða.“Þótt ég sé antisportisti dauðans sem hefur aðeins einu sinni (9 eða 10 ára) horft á íþróttaleik (knattspyrnuleik á Laugardalsvelli) og vakti mikla kátínu hjá eldri dóttur minni og kærasta hennar um daginn er ég spurði hversu langur einn knattspyrnuleikur er, þá hefur það samt einhvern veginn síast inn að þetta hljóti að vera það sem kallast „bráðabani“ á íslensku.Svo mælir :Gísli Klukkan: 07:51 7. júlí, 2008.Best að færa hér til bókar það uppátæki RÚV að kalla þáttaröðina Private Practice Fæðingaheimilið. Aðalpersónurnar eru læknar á heilsugæslustöð sem eiga í vandræðum með ástamál sín. Mjög frumlegt. Fyrsta fæðingin kom í sjöunda þætti.Svo mælir :katrín Klukkan: 09:40 10. júlí, 2008.nafnið er samt örugglega dregið af því að aðalpían, addison er fæðingalæknir..þessi stofa líka sérhæfir sig í að hjálpa fólki sem getur ekki eignast börn. og jú tekur á móti börnum..Svo mælir :Ævar Örn Klukkan: 04:06 13. júlí, 2008.Horfði á MIB á rúv um helgina, sjálfsagt í fimmta skipti, og hafði enn jafn gaman af. Man hins vegar ekki eftir þessum þýðingarvillum sem ég hnaut um núna, frá fyrri áhorfum, hvernig sem á því stendur. Sú fyrri féll fljótlega í gleymsku minnar dá (sem er mikið dá), ákvað að ég nennti ekki að kippa mér upp við hana. Hinni brosti ég nógu mikið að til að muna áfram: Zed, yfirmaður MIB, þusar yfir inntökuprófskandídötum og segir þeim á hvaða hæfileika þeirra prófið komi til með að reyna. Eitt af því er „motor skills“ – sem að sjálfsögðu var þýtt sem „ökuhæfileikar“ – en ekki hvað?Svo mælir :Elías Klukkan: 19:45 18. júlí, 2008.Gömul þýðingarvilla sem finnst sennilega hvergi lengur: þegar The Ruling Class var sýnd í Háskólabíói fyrir nokkrum áratugum síðan, þá segir 14. jarlinn af Gurney (Peter O’Toole) á einum stað „The light of the universe will guide me“ en það var þýtt sem „ljós háskólans mun vísa mér veginn“.Svo mælir :Einar Klukkan: 19:55 18. júlí, 2008.“Your fan is waiting outside“ -> „Viftan bíður eftir þér úti“ (sakamálamynd, þar sem verið var að vara fórnarlambið við „eltihrellinum“ (e. stalker) sem biði eftir henni úti.Og, annað, úr Star Trek Deep Space 9:“Drop out of warp“ (notað þegar geimskip hætta að fara um á hraða meiri en ljóshraði) …. þetta var þýtt, af afleysingar þýðanda sem: „Hentu út vörpunni!“Svo mælir :hildigunnur Klukkan: 00:01 29. júlí, 2008.I’ll drive a stick through your heart… mætti náttúrlega þýða: Ég ek beinskiptum bíl gegnum hjarta þitt… (sjá athugasemd Helgu, maí 2007)Svo mælir :Ragnar Klukkan: 13:22 6. ágúst, 2008.Afspyrnuléleg mynd hét The Lawnmover man.3 einstaklingar eru að flýja í gegnum gögn og einn þeirra er skotinn og kemst ekki lengra.Aðalhetjan réttir öðrum skammbyssu og segir við hann: „Cover him for me“ sem var þýtt:“Breiddu yfir hann fyrir mig“Svo mælir :Ragnar Klukkan: 13:22 6. ágúst, 2008.Afspyrnuléleg mynd hét The Lawnmover man.3 einstaklingar eru að flýja í gegnum göng, en einn þeirra er skotinn og kemst ekki lengra.Aðalhetjan réttir öðrum skammbyssu og segir við hann: „Cover him for me“ sem var þýtt:“Breiddu yfir hann fyrir mig“Svo mælir :Elías Klukkan: 19:33 16. ágúst, 2008.Vélræn snilld:Canon EOS 400D Digital =>Kanúki HIN GRÍSKA GYÐJA MORGUNROÐANS 400D StafrænnSvo mælir :Gísli Klukkan: 09:20 17. ágúst, 2008.Í Fréttablaðinu segir í undirfyrirsögn að Harðskafi Arnaldar Indriðasonar sé kominn út á þýsku undir nafninu Todesrosen.Svo mælir :Birgitta Klukkan: 10:02 19. ágúst, 2008.Við stöðvarölt um daginn sá ég brot úr þætti. Man ekki rásina og veit ekki nafnið á þættinum.Í atriðinu sem ég sá sat hópur fólks á biðstofu sjúkrahúss og beið frétta af fjölskyldumeðlimi sem hafði verið í aðgerð.Eitthvað leiðist þeim biðin og áhorfendur fá að heyra hvað þau eru í raun að hugsa.Ein persónan hugsar „I really need to touch up my highlights“. Þetta er þýtt „mig langar svo að koma við geirvörturnar á mér“. Og ekki einu sinni, heldur tvisvar!Svo mælir :Elías Klukkan: 10:33 19. ágúst, 2008.http://www.tranexp.com:2000/InterTran?type=url&url=http%3A%2F%2Fwww.snerpa.is%2Fnet%2Fisl%2Fnjala.htm&text=&from=ice&to=engINCENDIARY- Pinworm Saw1. partMarten hét man is call var gígja. He var sonur Sighvats hins vegar yolk. He bjó river Secretion river Rangárvöllum. He var well-heeled chief and málafylgjumaður vast and thus vast barrister snuggle up to corncrake though rightfully magisterial dæmdur fyrirfram total he væri accustom He shouldst dóttur shut off is Fiancée hét. She var væn woman and well-mannered and knowledgeable and though that best choice river Rangárvöllum.Svo mælir :Oddur J Klukkan: 22:24 9. september, 2008.Í þættinum Moonlighting á Stöð 2 í kvöld var hinum myrta lýst svo: „He was sowing his wild oats…“ Jafnan notað um kvensama, unga karlmenn en í þýðingunni var hann einfaldlega að „sá villtum höfrum…“ Lít nú hafragrautinn á morgnanna aldrei sömu augum aftur.Svo mælir :Gisli Klukkan: 07:02 10. september, 2008.Í Everwodd gærkvöldsins sat kona nokkur með bók og las. Kom þá inn maður og spurði: „Doing some light reading?“Skjátextinn: Er nóg birta til að lesa?Svo mælir :Vigfús Klukkan: 09:46 10. september, 2008.Everwood = Æviður?Svo mælir :Tobbi Klukkan: 16:34 11. september, 2008.Einu sinni í fyrndinni sá ég bíómynd í Laugarásbíói sem fjallaði um vondan, ekki þó kæstan, hákall og löggu sem réði niðurlögum hans. Þegar löggan var einhverju sinni að búast á veiðar æpti spúsa hans á eftir honum: „I want my cop back“ og textinn rann inná skjáinn: „Ég vil fá bollann minn aftur.“Svo mælir :HT Klukkan: 23:14 12. september, 2008.Í annars ágætum þætti um kínamat í gær, gerði hin geðþekka þáttarstýra sér lítið fyrir og innsiglaði svínakjöt. Til verksins brúkaði hún snarpheita wok-pönnu.Svo mælir :Gísli Klukkan: 22:16 14. september, 2008.Myndin Twisted á laugardagskvöldið innihélt nokkra gullmola:1. Ashley Judd er lögreglukona sem beitir harðræði við handtöku. Aðspurð segir hún daginn eftir: sometimes you got to get physical.Skjátexti: Stundum verður maður að fara í læknisskoðun.2. Lík finnst og er sandur í fötum þess, m.a. „sand in the cuffs“. Þýðandinn áleit að þetta væru handjárn og kvað þau full af sandi.Svo mælir :Guðni Klukkan: 17:59 20. september, 2008.Myndin From Hell í gær á stöð 2Hell, Netley. We´re in hell. Þýðingin fjárinn Netley, við erum í helvíti. HressandiSvo mælir :Gunnar Kr. Klukkan: 22:47 21. september, 2008.Á fyrstu árum Stöðvar 2 var sýnd kúrekamynd, þar sem kráareigandi nokkur kom inn á krána sína og skipaði barþjóninum: „James, a round on the house!“ Og það var þýtt: „James, hlauptu hringinn í kringum húsið!“. En barþjónninn hlýddi ekki, hljóp ekki fet, heldur fór bara að hella áfengi í glös eins og kjáni.Snilldarsíða hjá þér Gísli!Svo mælir :Ævar Örn Klukkan: 01:32 10. október, 2008.Stundum er ekki annað að gera í stöðunni en gefast upp og góna á einhverja dellu í imbanum. Það á sannarlega við nú á þessum síðustu og verstu. Fimmtudagskvöld, Skjár 1, 30 Rock:…spring in his step = vor í göngulaginu. Alveg satt.Svo mælir :Gunnar Kr. Klukkan: 22:44 10. október, 2008.Nú í kvöld á Stöð 2, Bad News Bears:I have time for Pilates = Ég hef tíma fyrir keramik.Frábært!Og um daginn í The Celebrity Apprentice:Steven Baldwin has his own ministry = Steven Baldwin á sitt eigið ráðuneyti.En áður hafði ekki talað um annað hve trúaður hann væri orðinn og að hann sótti andlegan styrk í trúfélagið sem hann kom á fót.Svo mælir :Elías Klukkan: 12:32 22. október, 2008.Morgunblaðið talar um „byggingafélög“ … ég býst við að Fiskveiðasjóður hafi verið fiskifélag og Búnaðarbankinn hafi verið búnaðarfélag. Iðnaðarbankinn var félag um iðnað.http://www.mbl.is/mm/frettir/forsida/2008/10/22/bresk_byggingafelog_sameinast_vegna_islandstaps/Svo mælir :Gunnar Kr. Klukkan: 22:55 23. október, 2008.Í þættinum 30 Rock í kvöld fór 37 ára kona á stefnumót með tvítugum samstarfsmanni sínum. Um kvöldið hittuð þau yfirmanninn og þegar sá tvítugi fór á barinn til að sjá hvort hann fengi afgreiðslu, sagði yfirmaðurinn við konuna:Where did you two meet? At AMBER Alert? Þýðingin var: Hittust þið þegar gefin var gul aðvörun?(AMBER Alert stendur fyrir: America’s Missing: Broadcasting Emergency Response, en var upphaflega nefnt eftir 9 ára stúlku sem var numin brott og myrt árið 1996)
Svo mælir :Gunnar Kr. Klukkan: 00:11 9. nóvember, 2008.Í kvikmyndinni Desperate, sem er byggð á sögu eftir Stephen King, kemur fram atvik sem gerðist í námu fyrir löngu síðan. Þar er hátt í 10 sinnum talað um kínverjana og börnin í námunni. En svo eru sýndar myndir af kínverjum og harðfullorðnum karlmönnum. Ég áttaði mig ekki á því strax, fyrr en 15 ára sonur minn fór að hlægja, en þá var orðið „miner“ alltaf þýtt sem barn. „The Chinese and the miners“ = Kínverjarnir og börnin. Þýðandi= Guðmundur Þorsteinsson á Stöð 2 Bíó.
Svo mælir :Gunnar Kr. Klukkan: 00:25 9. nóvember, 2008.Í gærkvköldi var eftirfarandi gullkorn í myndinni Thank you for Smoking.“Rather Ollie North kind of way“ og það var þýtt: „Frekar að hætti Steina og Olla“.Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri Oliver North „þýddan sem „Steina og Olla“.
Svo mælir :Gunnar Kr. Klukkan: 22:30 9. nóvember, 2008.Áðan var þáttur úr þáttaröðinni Law & Order SVU á dagskrá Skjás eins.Unglingur fékk 50 dollara seðil fyrir að fara með umslag til lögreglunnar. Þegar hann var spurður um hver hefði fengið honum umslagið sagði hann að hann vissi það ekki, en: The guy said Ulysses was the only explanation I needed. Það var þýtt: Hann sagði að Ódysseifur væri eina skýringin sem ég þyrfti. En svo var hann látinn afhenda 50 dollara seðilinn svo hægt væri að skoða fingraförin á honum. Málið er að það er mynd af Ulysses S. Grant á 50 dollara seðlinum, en hann var 18. forseti BNA. Hvað Ódysseifur var að gera í huga þýðandans er óskiljanlegt!Svo mælir :Elías Klukkan: 08:50 10. nóvember, 2008.Ulysses er enska nafnið á Ódysseifi, dregið af latnesku nafni hans, sem er Ulixes.Til gamans má svo geta að gríska nafnið er hins vegar Odysseus, sem á sumum grískum mállýskum er ekki ósvipað Oudeis, sem þýðir enginn og var nafnið sem hann kynnti sig með fyrir Pólýfemusi.
Svo mælir :Gísli Klukkan: 09:57 17. desember, 2008.Haukadrukkinn og ofbeldisfullur -Þetta nýstárlega lýsingarorð er á Vísi.is í dag.Haukamenn í Hafnarfirði gætu haft eitthvað við það að athuga.
Svo mælir :Jóhannes B. Klukkan: 17:58 22. desember, 2008.Með tilvísan í: „Svo mælir :Skellur Klukkan: 16:06 14. maí, 2008.“Þar vísar hann í gullkorn af vörum Ingibjargar Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra. Ekki veit ég hvort Skellur er að vísa í sömu ummæli og ég varð vitni af vorið 1991, en þau eru svona: Ingibjörg hélt ræðu við skólaslit Samvinnuháskólans á Bifröst og lofaði starfsemi skólans í hástert. Skólinn væri þörf stofnun í háskólaflóru landsins og sagði síðan: „Samvinnuháskólinn hefur alltaf verið í takt við tímans tönn.“Fjörgömul frænka mín reif blað og blýant upp úr pússi sínu og skrifaði þetta niður og geymdi á ísskápnum hjá sér lengi vel.Þarna var Ingibjörg að steypa saman tveimur orðtökum í eitt, þ.e. að vera í takt við tímann og að standast tímans tönn.Svo mælir :Hanna Lára Klukkan: 01:17 31. desember, 2008.Gaman að lesa bloggið þitt, ævinlega.Forðum tíð í KHÍ sat ég margan hundleiðinlegan fyrirlesturinn. Undantekningar voru ef sérlega slakir fyrirlesarar báru á borð fyrir okkur dýrindis ambögur. Að mínu mati er þetta ein mesta gersemin: „Börn verða að læra að standa á eigin spýtum.“Gleðilegt ár, frændi.
Svo mælir :Gísli Klukkan: 08:58 9. janúar, 2009.“Þá geta íslenskir kvikmyndaáhugamenn prýtt stúlkuna augum í myndinni The Spirit sem sýnd er um þessar mundir í kvikmyndahúsum.“ DV í dag.Gaman hefði verið að sjá frumtextann.
Svo mælir :Jón Ragnarsson Klukkan: 12:57 9. janúar, 2009.“Þetta er seiðandi blanda af ríku kakói“Úr „he Santa Clause 3: The Escape Clause“Svo mælir :GJA Klukkan: 20:54 23. janúar, 2009.“Hann sagði ríkisstjórnina hafa átt erfitt verkefni undir höndum ..Lúðvík Bergvinsson eftir Samfylkingarfundinn í Þjóðleikhúskjallarnaum
Svo mælir :Solveig Klukkan: 23:31 20. febrúar, 2009.Í þætti um Eli Stone um daginn var maður að gefa konu ráð til að lokka kött af fötunum hennar. Kötturinn lá sem fastast enda viss um að þau væru þarna bara fyrir hann. „Give him a pet“ var þýtt „gefðu honum gæludýr“.Svo mælir :Gísli Klukkan: 07:47 21. febrúar, 2009.Í þættinum Sporlaust á RÚV er fjallað um týnt fólk: Kona nokkur var sögð hafa tekið með sér „change of clothes.“ Það var þýtt sem „tók með sér fullt af skrýtnum fötum.“ Fleiri villur voru í þættinum.Svo mælir :Elías Klukkan: 22:52 1. mars, 2009.The Smartest Guys in the Room núna á RÚV:“a tragic figure“ == „ömurlegur náungi““checks and balances“ == „ávísanir og bókanir“Það voru áreiðanlega fleiri, þar sem oft var ég bara að hlusta án þess að horfa á skjáinn.
Svo mælir :Gísli Klukkan: 11:19 7. mars, 2009.Frá Gumma: (Kerfið er að ergja mann)Skrifað 07/03/2009 kl. 08:41Fyrirsögn í DV.is 6. mars 2009Björn [Bjarnason] eyddi þriðjungi ráðstöfunarfés..Svo birta þeir mynd af fésinu á Birni í frétt um ráðstöfun fjár í dómsmálaráðuneytinu.
Svo mælir :Gísli Klukkan: 09:05 8. mars, 2009.Sýnishorn af málfari pókerspilara: Heimild. 52.is.“Allir leikmenn nota eitthverskonar system til að ákveða hvað þeir eiga að reisa. Jafnvel þó þeir hafi aldrei lesið stakt orð í póker strategíu, þá fylgja þeir samt eitthverju. Algengt hjá mörgum fiskum er að min reisa fyrir flopp með AA til að tryggja að þeir fái eitthvað action en reisa 5xBB með JJ því þeir eru hræddir að sjá floppið þar sem þar er oftast eitt yfirspil. Þeir sem sagt reisa eftir því hvaða spil þeir eru með á hendi. Hinsvegar er sú strategía ekki góð til langs tíma, þar sem auðveld er fyrir góða og eftirtektarsama leikmenn að átta sig á nokkurn veginn hvað hugsanlega hendur þú getur verið með (range-ið þitt).“Þetta er næstum óskiljanlegt nema fyrir innvígða. Sé þetta skrifað á íslensku, geta allir skilið.
Svo mælir :Ævar Örn Klukkan: 05:16 2. apríl, 2009.Betra er seint en aldrei segir máltækið, og nú er RÚV loksins farið að sýna hina frábæru þætti um snillingana Dalziel og Pascsoe. Í síðustu tveimur þáttum snerist gátan um morð í tengslum við refaveiðar upp til sveita. Morðinginn næst (að vísu vonum seinna) auðvitað að lokum, og segir um fórnarlömb sín og þeirra slekti allt, af mikilli fyrirlitningu: They’re all tarred with the same brush…Þetta ágæta orðatiltæki, sem merkir svo mikið sem „öll með sama marki brennd“ eða „öll af sama sauðahúsinu“ osfrv., var þýðanda greinilega ekki kunnugt. Greip viðkomandi því til þess ráðs að giska út frá atburðum fyrr í þættinum og slengdi þessu fram: Þau fóru öll yfir sama runnann…Geri aðrir betur.
Svo mælir :Gunnar Klukkan: 20:42 5. júlí, 2009.Í þættinum Amnezia á Stöð 2 þýddi Gísli Ásgeirsson:“My mother collects thimbles“, á þennan hátt:“Móðir mín safnar ílátum“.Jú, þetta eru vissulega nokkurskonar ílát, en hefði ekki bara verið heppilegra að kalla þær fingurbjargir?Svo mælir :Gísli Klukkan: 22:27 5. júlí, 2009.Þar kom vel á vondan : )
Svo mælir :Gunnar Klukkan: 01:45 6. júlí, 2009.Adolf Ingi Erlingsson (Í RÚV-auglýsingunni „Hvar varst þú?“ um handknattleikslið Íalands á ólympíuleikunum):Silfurverðlaunin eru gulltryggð!Svo mælir :Gunnar Klukkan: 20:46 19. júlí, 2009.Í Amnesia á Stöð 2 nú rétt áðan, þýddi Gísli Ásgeirsson:“I was working in a bar in Newark“, á þennan hátt:“Ég vann á bar í New York“.Newark er í New Jersey.
Svo mælir :Matti Klukkan: 12:46 20. júlí, 2009.Gunnar:Í handriti 7. þáttar stendur:RICK SOT UH, I WAS WORKING IN A BAR IN NEW YORK -DENNIS SOT [OVERLAPPING] YEAH.Nú mætti skrifa langa grein um hvað í raun var sagt og hvað það er sem menn heyra, einkum þegar eitthvað er umlað sem skarast við það sem verið er að þýða. Væru þetta merkilegri þættir og veðrið verra hefði ég kannski gert það.
Svo mælir :Gisli Klukkan: 12:48 20. júlí, 2009.Meðan mínar villur eru ekki verri en þessi, held ég áfram í sólbaði og kattaruppeldi.S
vo mælir :Matti Klukkan: 12:50 20. júlí, 2009.Maður þarf hvorki að vera í New York eða Newark til að njóta blíðunnar
Svo mælir :Jarlaskáldið Klukkan: 09:11 28. ágúst, 2009.Í DVD-þýðingu á Changeling:“Herra Foreman, hefur kviðdómurinn komist að niðurstöðu?“Nú mál vel vera að formaður kviðdómsins hafi heitið Foreman, en ég leyfi mér að efa það…
Svo mælir :Gísli Klukkan: 09:17 28. ágúst, 2009.Í NCIS í gærkvöldi var leitað ákaflega að lykilorði/aðgangsorði. Einhver spekingur sagði að það væri örugglega CASE SENSITIVE. Í skjátextanum stóð að „það færi eftir verkefnum.“Svo mælir :Tinna G. Gígja Klukkan: 02:15 23. október, 2009.Í kvikmyndinni Interstate 60 er ein persónan spurð að því hvaða starfi hún gegni. Svarið „I cut trailers“ var þýtt „ég klippi hjólhýsi“.Einnig man ég eftir atriði úr Friends-þætti, þar sem Chandler kastaði ávexti til Joey, en sá gerði enga tilraun til að grípa, svo ávöxturinn lenti á lampa og braut hann. Chandler segir þá „that’s my bad“ í merkingunni ‘mín mistök’, en þýðandinn ákveður að skella inn línunni „þetta er rúmið mitt“ í staðinn.Mikið er ég fegin því að þurfa ekki að þýða handrit.
Svo mælir :Gísli Klukkan: 07:41 23. október, 2009.Í Seinfeldþættinum um blöðrustrákinn keppir George við hann í Trivial Pursuit og sjást þeir við þá iðju. Samt er jafnan talað um að „fela hlut“ í skjátextunum.Svo mælir :GG Klukkan: 12:32 23. október, 2009.Í fyrsta þætti 4. seríu dr. House er sjúklingur haldinn meini sem þrýstir á vagus-taugina, en hún ku heita skreyjutaug á íslensku. Þýðandi er greinilega áhugamaður um fjárhættuspil því hann/hún nefndi fyrirbærið Vegas-taugina.Svo mælir :Heimir Klukkan: 09:54 29. október, 2009.Ég held að það hafi verið í einni af „Aliens“ myndunum hér í gamla daga, sem aðalpersónan var komin í slæma klípu, líkt og stundum gerist í bíó. Í angist sinni ákallaði hún æðri máttarvöld og stundi „Jesus Christ“. Þetta var snaggaralega þýtt „andskotinn“.
Svo mælir :Egill Klukkan: 21:44 25. janúar, 2010.Hvaða „pappakassi“ þýddi orðið CONDITION sem SJÚKDÓMUR, í American Idol fyrir viku, þegar talað var um Down’s Syndrome?
Svo mælir :Matthías Klukkan: 00:04 26. janúar, 2010.Egill: Erfðasjúkdómur, erfðavandamál (Genetic condition)Sjúkdómur eða einkenni (ástand) sem orsakast af breytingu á litningi eða geni. Sjá:http://www.landspitali.is/pages/13470
Svo mælir :Matthías Klukkan: 00:08 26. janúar, 2010.Egill #2: Ég hefði reyndar sjálfur notað orðið ,ástand’ eða jafnvel ,heilkenni’ (í tengslum við Downs) en varla er hægt að segja að orðið ,sjúkdómur’ sé rangt í þessu samhengi skv. málhefð.
Svo mælir :Gisli Klukkan: 07:54 26. janúar, 2010.Sjálfsagt er þroskahömlun líka nothæft. Þessi pappakassi sem um ræðir þarf virkilega að læra réttu orðin yfir ástand, heilkenni og þess háttar.Svo mælir :Gisli Klukkan: 08:09 26. janúar, 2010.“Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn….“ Vísindavefurinn.“Downs-syndróm, meðfæddur erfðasjúkdómur er stafar (oftast) af röngum fjölda litninga í frumum viðkomandi; áður nefndur mongolism.“ Orðabókin.Þarf að ræða þetta frekar?Svo mælir :Matthías Klukkan: 09:17 26. janúar, 2010.Nei.
Svo mælir :Skellur Klukkan: 23:42 9. mars, 2010.Þessi er svona skáknördaleg: Sá ágæti Bobby Fischer svaraðei einusinni einhverri kjánaspurningu um sálfræði í skák: „I dont believe in psychology, I believe in good moves.“ Í Fréttablaðinu nú nýlega þýddi einhver upprennandi snillingurinn þetta svona: „Ég trúi ekki á sálfræði, ég trúi á góðar hreyfingar.“
Svo mælir :Gisli Klukkan: 05:14 10. mars, 2010.“I don’t believe in psychology. I believe in good moves.“ (Bobby Fischer)Fréttablaðið hafði þetta svona: „Ég trúi ekki á sálfræði, ég trúi á góðar hreyfingar“.http://vefblod.visir.is/index.php?s=3849&p=89417
Svo mælir :Gisli Klukkan: 05:14 10. mars, 2010.Athugasemd hér að ofan strandaði í kerfinu en er frá Fyrrverandi skógarbónda á Agureyri sem þykir slyngur skákmaður.
Líkar við:
Líka við Hleð...
„i’m going to check the circuit board“
„ég ætla að athuga sirkusspjaldið.
(úr þætti „The Office“ á Skjá einum)