Skyldulesning fyrir jólin

Óðum nálgast jólin og þá er einboðið að koma þessari sígildu sögu í deilanlegt form. Smá hugleiðing eða eða Óskastundin í líkhúsinu. Síðasta dag fyrir jól flýtti ég mér í stórmarkaðinn til að kaupa gjafirnar sem ég komst ekki yfir að kaupa fyrr. Þegar ég sá allt fólkið þar, byrjaði ég að kvarta í hljóði…

Kvittað, lækað og deilt

Á fésbókinni á að vera auðvelt að leiða hjá sér vinsældabetl og auglýsingajarm fyrirtækja og lífsstílssíðna sem felst í kvitti, læki og deilingu.  Að vísu hélt fólk á tímabili að Súkkerbergur hefði bannað svoleiðis því hann vill eiga sinn einkarétt á auglýsingum á heimavellinum en það kemur ekki í veg fyrir að heitið sé raftækjum,…

Launalaus vinna í boði

Í árdaga þýðingaferils míns þýddi ég misvondar kvikmyndir fyrir lítið fyrirtæki hér í bæ. Þetta var ákaflega illa borgað en allt er hey í harðindum fyrir blankan barnakennara. Öðru hverju þusaði ég við Árna útgáfustjóra (blessuð sé minning hans)  um taxtann en hann brást yfirleitt blíður við, dró fram stóra hrúgu bréfa og pappíra og…

Silfursafnið í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði býr gott fólk (ekki guðhrætt) og laust við fleipur. Það þarf að umbera aðfluttu andskotana sem hafa sveigjanlegt viðhorf til sannleikans. Fyrir nokkru fluttist hingað fundvís maður og glöggur. Þessir tveir kostir fara sjaldan saman. En þegar hann uppgötvaði að dýrmætt safn hans af silfurmolum væri í raun storknað álrusl frá Straumsvík, sárnaði…

Hrukkusteinar

Upphaflega skrifað fyrir  dálkinn: Útlit og fegrun – á þessu vefsetri  Hver kannast ekki við það að hafa staðið örvæntingarfullur fyrir framan spegilinn, gráti nær eftir að hafa fundið fyrstu hrukkuna og séð æskublómann hverfa niður í iður skolpræsanna eins og hvern annan tannburstahráka?  Allt í einu rennur upp fyrir manni ljós. Ally McBeal hafði rétt…