Bréf er ekki bara bréf

Í sjálfu sér hefur allt verið sagt sem hægt er að segja um stóra BBA-málið. Ég missti af þessum ummælum því ég horfði ekki á leikinn í sjónvarpinu og yfirleitt hafa svona stofuspekingar litlu við að bæta. En þarna var sagður vel undirbúinn „brandari“ sem gerði viðstadda spekinga klumsa og kallaði ekki fram skellihlátur og…

Um skít og buxur

Ég fer um Álftanesveginn fjórum sinnum í viku, annað hvort á hjóli eða skokki. Bras verktaka og vinnuvéla hefur ekki farið fram hjá mér og öðrum og í liðinni viku varð ljóst að stóru jarðýtunni sem beið á vagni við enda nýja vegarins, yrði beitt að morgni mánudags og hún látin rífa svo mikið upp…

Um samsæri og skítabombur

Ég birti í gær nokkrar úrklippur úr safni Hildar Lilliendahl þar sem frambjóðandi Pírata í 9. sæti í NA-kjördæmi fór mikinn með einbeittan ummælavilja. Upphafið var að ég sá þess getið í staþus að hann væri í framboði og mundi þá eftir þessumm ummælum hans, enda var af nógu að taka. Honum fannst þetta allt…

Frambjóðandinn sem hatar konur

Internetið er fíll. Það gleymir engu. Þótt ég hafi orðið var við það í dag að sumum þyki ósmekklegt að rifja upp orð frambjóðenda, líkt og því fylgi syndaaflausn og allsherjar betrun að vera í framboði, þá skirrist ég ekki við að vekja athygli á frambjóðanda í Norðausturkjördæmi, sem ég vona að hafi lítil áhrif…