Baráttukvæði

Það er gott að geta sungið saman. Ég horfði á Valgeir Guðjónsson slá gítar sinn og þá rifjaðist upp fallegt lag við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Mitt framlag er kannski ekki merkilegt en margt smátt gerir eitt stórt.

Meðan herrar hafa völdin
heimta að við borgum gjöldin
en bjarga sér á bak við tjöldin
byrði þeirra verður létt.
Kraumar reiðin, kæru landar.
Kjósum rétt.

Vegur okkar verður langur
vindur blæs á móti strangur
senn mun lengjast sólar gangur
sínum vefur örmum þétt.
Kraumar reiðin, kæru landar.
Kjósum rétt.

Látum saman leiðir okkar
liggja meðan stjórnin fokkar
skuldabagga fjötra flokkar
framtíðin er ofursett
Kraumar reiðin, kæru landar
Kjósum rétt.

Eitt vil ég við ykkur málga
ekki þarf að reisa gálga
þó mig langi þeim að sálga
þurrka burtu smánarblett.
Kraumar reiðin, kæru landar.
Kjósum rétt.

Ein athugasemd við “Baráttukvæði

  1. Bakvísun: Málbeinið » Baráttukvæðið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.