Dásamlegi dauði

Rifjað upp í tilefni af Spaugstofuþætti 170109
Á árdögum Sýnar þýddi ég allar þáttaraðirnar af Spítalalífi (MASH) og þótti það undur gaman, enda grínið gott og ádeilan hárbeitt. Þetta voru um 225 þættir og að þessu loknu var kvikmyndin sem þættirnir voru byggðir á, sett á dagskrá.
Upphafsatriði myndarinnar hefur alltaf þótt tilkomumikið og lagið “Suicide is painless” kryddar það svo um munar. Þýðingin er frjálsleg en anda frumtextans haldið eftir megni.

Í morgunþoku margur sér
myndir þess sem vænta ber
í framtíðinni falið er
ég finn að svarið þetta er:

Viðlag
Dásamlegi dauði
að dvelja í örmum þínum
er kostur sem ég kannski
vel í dag.

Við fellum oft í tómið tár
og tökust á við liðin ár
því lífsins braut er ljúf en sár,
að lokum verð ég kaldur nár.

Tímans brodd ég beittan finn
hann bítur vægt í fyrsta sinn
en er hann læðist lengra inn
logandi er sársaukinn.

Eitt sinn þegar inntur var
ég einnar lykilspurningar.
Á að lifa eða hvað?
Ekkert við því fann ég svar.

Þú getur unnið gálgafrest
ef gefur leikinn fyrir rest.
Að svindla er í sigri best
sú er hetjudáðin mest.

Dásamlegi dauði
að dvelja í örmum þínum
er kostur sem ég kannski
vel í dag.

Og þér býðst þessi kostur
eins og mér.

Ein athugasemd við “Dásamlegi dauði

  1. Bakvísun: Spítalalíf | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.