Háttatal

Fyrsta vísan varð til eftir geldingu kattarins. Þetta er ósköp venjuleg ferskeytla.

Æðir Brandur allt um kring
eltir skottið glaður.
Eistun vantar vesaling
verður aldrei graður.

Síðan var haldið áfram:
Nr. 2 á listanum er frumframhent hálfhent ferskeytla. Yrkisefnið er áfram feiti heimiliskötturinn.

Sínar brýnir Brandur klær
bröndótt sperrir vigur.
Mat á fatið mikinn fær
maginn orðinn digur.

Þriðja vísan er frumsamframhent.

Smjattar pattinn, orðinn ær
úldinn hunsar fiskinn
Kattarskrattinn feitur fær
folald hrátt á diskinn.

Í anda þessara átaka er fjórða vísa háttatals sem er framhent ferskeytla.Nú er eigið holdafar til umræðu, enda jólin 2007 að nálgast.

Kaffistraff er kominn í
kviðsvið illa melti.
Víns frá pínu vesæll sný
verð að herða belti.

Víxlframhent ferskeytla er sú fimmta og segir frá reynslu manns sem er nýkominn úr magahjáveitu en hefur ekki lært nógu vel á nýja mataræðið, missir sig í majónes og súkkulaði og fær svonefnda fituskitu. Honum fannst það ógaman.

Fituskitan ferleg er
fellir drellu kviður
bitum drita hist og her
helli vellu niður.

Þá er komið að sjöttu vísu Háttatals. Þetta er alhent afhenda. Yrkisefnið er kráarrölt og almenn drykkja í hópi kvenna.

Næturdætur dá og þrá
dansar fansinn saman.
Bjór að þjóra þá á krá
þykir mikið gaman

Sjöunda vísa Háttatals. Þetta er síðframhent ferskeytla og undir þýðverskum áhrifum. Yrkisefnið er hinn geðþekki Kommissar, Stephan Derrick, til heimilis að Munkaþverá í Þýðverjalandi.

Stephan Derrick stendur vakt
stinnan finnur náinn
ef einhver hefur umgebragt
eine kleine Frauen.

Formáli áttundu vísu Háttatals fjallaði um tröll og menn á fjöllum.
Þetta er víxlalhent ferskeytla, svonefndur fagrislagur, sem er afskaplega fallegur bragarháttur. Rétt er að geta þess að við lokagerðina naut ég fulltingis fjallamannsins og rithöfundarins í fjölskyldunni, sem deilir með mér áhuga á kveðskap. Við erum líka sammála um að þessari háttatalsiðju verði hætt þegar formið fer að bera efnið ofurliði.

Fjöllin snjöllu fer um ver
feng í strenginn herðir
Tröllin öll sem eru hér
enginn lengur serðir.

Safnast þegar saman kemur.
Hér eru sléttubönd Ármanns.

Halla Oddný fékk líka sléttubönd.

2 athugasemdir við “Háttatal

 1. Næturdætur dá og þrá
  dansar fansinn saman.
  Bjór að þjóra þá á krá
  þykir mikið gaman

  Ertu alveg viss um að þetta sé afhenda? Sé svo hefur Sveinbirni Beinteinssyni förlast nokkuð í sínu háttatali, og sömuleiðis skáldinu sem orti:
  Afhendingin er mér kærst af öllum brögum
  þegar yrki óð af sögum.

  Er þetta ekki bara dáltið dýr ferskeytla?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.