Frá lesendum

Framlög í Britneyjarrímur:

Framlög lesenda í Bryndísar rímur Oddsdóttur:

Lék hún glöð við gullin sín,
gæfuríka stráka.
Hún kunni’ að fást við Fjaðralín
og fleka Timburláka.

Höf: Stefán Halldórsson

Á snoðinkolli ber til brodds
burtu sneiðast fjaðrir.
Blessunin hún Bryndís Odds
breysk er líkt og aðrir.

Höf: Páll Ásgeir

Gekk hún æ með góðum glans
og gott eitt vildi sýsla
Rak hana því í rogastans
við rímurnar hans Gísla.

Höf: Gunnlaugur Júlíusson

Rímorð við Federline má finna í áður óþekktri Britneyjarrímu, sem greinir frá þeim válega atburði þegar Britneyjan sagði Kevin sínum upp via SMS, svohljóðandi:

Feiman sendi Federline
frétt með SMS-i,
vígreif eins og Vinstri Græn,
vísdómsorðin þessi:

“Ég sit á barnum, feeling fine,
og frelsið set á oddinn.
Fuck you Mr. Federline,
og fáðu þér á broddinn.”

Páll Ásgeir kveður:
Ég held að Britney hafi kynnstFedda þegar hann mætti í audition sem dansari:

Upp á sviðið veður væn
vaskra pilta torfa.
Fremstur skeiðar Federline
fer hún strax að horfa.

Britneyjar þá brosið vex
blómgast kinnin rjóða.
Ekkert hugsar samt um sex
settleg hringatróða.

Eyþór Á kveður:
Mánafákar makka hringa
minnist drós við stút
Blossi fer um Blöndhlíðinga
er Britney ríður út.

3 athugasemdir við “Frá lesendum

  1. Í tilefni af rimmu þinni við Skerjafjarðarskáldið:

    Í kveðskap fer oft ýmislegt aflaga
    sem erfitt reynist skáldunum að laga.
    Hitt er þó verst
    og hefur oft gerst
    að lífið verður leiðinleg ambaga.

    Benedikt Jóhannsson

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.