Veraumkunin og Skerjafjarðarskáldið

Veraumkun á sjer samheitið „hannúð“ og er mjer ofarlega í huga í dag eftir lestur á ýmsum stóryrðum um þá ákvörðun Endurmenntunar HÍ að segja upp námskeiðskennaranum Kristjáni Hreinssyni, sem þar hefur starfað í fjóra vetur. Þetta þykir mörgum jaðra við hjeraðsbrest eins og öllu betra skáld en KH orti um á sínum tíma en…

„Að standa með strákum“

Jeg smelli enn á greinar um skólakerfið því 22 ára kennsluferill forðum daga situr í mjer eins og ókreistanlegur fílapensill. Þessi stutti pistill Sigurvins Jónssonar hefur smellubeitu í fyrirsögn því þótt almennt sje einboðið að vernda hagsmuni barna og veita þeim stuðning, virðist halla meira á drengi en stúlkur og því verða svona pistlar til.…

62 einingar

Háskólaönnin er 13 vikur og síðan tekur við bið eftir einkunnum. Sú síðasta datt inn í gærkvöldi og þar með eru 62 einingar í höfn, grunndiplómanámi er lokið en jeg veit ekki hvort jeg fái skírteini afhent með þar til bærum hætti, enda skiptir það engu máli. Meðaleinkunn á vori er 7.5. Eins og sjá…

Í beinni í strætó

Fyrir hartnær fjórum árum var ég beðinn að hætta að hlusta á Útvarp Sögu eða Stútvarpið, eins og gárungarnir kalla stöðina, því stundum fór ekki á milli mála þegar viðkomandi stjórnandi hafði fengið sér í aðra tána og drafaði í símatímanum. Það er ekki grín gerandi að áfengisvanda fólks og ég efa ekki að Stútvarpið…

Spjallmenni fellur á prófi

Í skólanum mínum er stundum rætt um gervigreinina og spjallmenni framtíðarinnar, þ.e. ChatGPT, sem minnst var á í umfjöllun hér á síðunni og birtur texti sem við fyrstu sýn virkar sannfærandi með snyrtilega uppröðun atriða og soleis. Ég viðurkenni að hafa skautað yfir, afar lauslega, en úr því var bætt í morgun. Þá kom í…

Spjallmenni les fyrir próf

Þetta er Simon Bolívar, El Libertador eins og hann er nefndur í Rómönsku Ameríku. Hann náði mörgum löndum undan hrammi Spánverja og þótt hugmyndir hans um Stóru-Kólumbíu hafi ekki náð fram að ganga, þá voru of mörg fjallaljón á veginum. Nú erum við að lesa fyrir próf sem verður eftir sirka tvær vikur og höfum…

Kyn og kynvilla

Spænsk málfræði er einföld. Þetta hélt ég framan af, þegar ég komst að því að kyn nafnorða eru bara tvö, karlkyn og kvenkyn, fallbeygingar þekkjast ekki og starfsheiti eru kynbundin eins og sjá má af ofangreindri mynd. Karlkynsorð enda á O en kvenkynsorð á A með örfáum undantekningum. Einfalt og þægilegt. Þarna vantar slatta af…

„Ertu viss um að þetta hafi verið Makbeð?“

Eftir leikhúsferðina í gærkvöldi þar sem við sátum í stóra salnum í Borgarleikhúsinu, sem var að vísu frekar strjált setinn á aftari bekkjunum, rifjaðist upp gamall brandari úr Útvarp Matthildur, þar sem Lúðvík Jósefsson Stalín er í viðtali og til umræðu er Jósef Vissarionovits Djúgasvíli, oftast kallaður Stalín.. Þar er lokasetningin þessi: ”Ja, ég sá…