Kyn og kynvilla

Spænsk málfræði er einföld. Þetta hélt ég framan af, þegar ég komst að því að kyn nafnorða eru bara tvö, karlkyn og kvenkyn, fallbeygingar þekkjast ekki og starfsheiti eru kynbundin eins og sjá má af ofangreindri mynd. Karlkynsorð enda á O en kvenkynsorð á A með örfáum undantekningum. Einfalt og þægilegt. Þarna vantar slatta af…

„Ertu viss um að þetta hafi verið Makbeð?“

Eftir leikhúsferðina í gærkvöldi þar sem við sátum í stóra salnum í Borgarleikhúsinu, sem var að vísu frekar strjált setinn á aftari bekkjunum, rifjaðist upp gamall brandari úr Útvarp Matthildur, þar sem Lúðvík Jósefsson Stalín er í viðtali og til umræðu er Jósef Vissarionovits Djúgasvíli, oftast kallaður Stalín.. Þar er lokasetningin þessi: ”Ja, ég sá…

Langelstur í bekknum

Á liðnu vori afþakkaði jeg síðasta tilboðið um þýðingarverkefni og hef síðan ekki þegið laun fyrir vinnu. Fyrir vikið varð til tími sem jeg vildi gjarna nýta í eitthvað skikkanlegt og eftir nokkurra ára gutl við spænskunám með aðstoð Duolingo.com, áræddi jeg að stíga skrefið til fulls og skrá mig í háskólanám. Skráningin var ekki…

Mamma þrífur…

Á skjáskotinu hjer að ofan má sjá upphaf á kvæði eftir Skerjafjarðarskáldið mikilvirka. Í hans verkum ber kappið jafnan fegurðina ofurliði og er magn haft í hávegum fram yfir gæði. Skáldið setti mig í blokk fyrir margt löngu því það er viðkvæmt og þolir illa aðfinnslur, enda vant hrósi á hverjum degi frá aðdáendum sem…

Grimm og guðlaus hjörtu

Kattafólk og kattaeigendur hafa stofnað marga hópa á fjesbókinni. Sá fjölmennasti, Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir, hýsir rúmlega 27 þúsund limi. Árviss umræða er þar og víðar um útivist katta og leggja margir eigendur mikið á sig til að halda þeim inni af meintri tillitssemi við smáfugla. Reynslusögur upplýsa andvökunætur sem skapa…

Fegurðarmolarnir

„Brosað gegnum tárin“ býr yfir ótal fróðleiksmolum eða fegurðarmolum eins og þeir voru kallaðir á sínum tíma. Hér er brot af þeim bestu. María Guðmundsdóttir, úngfrú Ísland, 1961, var ákaflega vel mæld af dómnefndinni. 174 cm á hæð, brjóstmál 90, mitti 56, mjaðmir 90, ökkli 21 cm og háls 31. Síðastnefnda talan vekur þá spurningu…

Hreyfisokkar

Virtur sérfræðingur í heilbrigðismálum sagði einu sinni: „Ef efnið er auglýst í Fréttablaðinu, er það sennilega gagnslaust.“ Á tímabili þráaðist ég við, keypti þriggja mánaða skammta af Liðaktíni, Nútrilenk og SagaPro en fann eingöngu fyrir umtalsverðri lækkun lausafjárstöðu. Heilsubætandi áhrif voru engin. Eftir þetta gerðist ég áhrifavaldur og heilsumarkþjálfi og tel mig hafa slegið í…

Vondur matur

Vondur matur er smekksatriði. Þar sem vart varð við hneykslun á netinu vegna saklausra ummæla á Rás 1 um að lifur í gamla daga hefði verið vond, vaknaði í mér matarbloggarinn sem illu heilli hefur lengi legið á meltunni. Grænmetisætur og lifrarunnendur eru hér með varaðir við og þurfa ekki að lesa lengra. Á borðum…