Hýr er Hafnarfjörður

Á sautjándanum fyrir ári fann jeg meinta málvillu í þjóðsöng Hafnarfjarðar sem jafnan er súnginn á tyllidögum hjer í bæ, helst af prúðbúnum karlakór (Þrestir) eða krúttlegum barnakór (Kór Öldutúnsskóla). Jeg hef mætur á báðum og í mjer svellur bæjarstoltið þegar jeg heyri lagið enduróma í klettum Hellisgerðis eða Hamrinum (þá fagna álfar, dvergar, huldufólk…

Sundlaugarsaga úr fortíðinni

Svipir fortíðar sækja að og gömul nemönd sendi mér skjáskot úr dagbók frá haustinu 1993. Þarna erum við í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Með mér voru samkennarar mínir, sem gengu þá undir nöfnunum Skógarbóndinn og FH–tröllið. Ég hafði farið áður og þóttist öllum hnútum kunnugur og við félagar undum okkur vel við kökuát, kaffidrykkju…

Leikhús og jarðarför

Ég er með athyglisfrest. Ekki brest því þar með væri ég að eigna mér heilkenni annarra. Birtingarformið er takmarkað úthald við sjónvarpsgláp, skipti um útvarpsrás í miðjum lögum og kann því vel að sjá lokamínútur í glæpaþætti þar sem vondi gerandinn fær makleg málagjöld. Ég les bækur í skömmtum núorðið. Og í kvikmyndahúsi hef ég…

Skaufaldinvöfflur

Skaufaldinvöfflur eru meinhollar, sykurlausar og léttar í munni. Best er að taka tvö til þrjú skaufaldin sem eru orðin vel þroskuð. (Sjá mynd). Ef ekki eru til slík aldin á heimilinu þarf að skuðhattast út í búð eftir þeim. 3 skaufaldin eru sett í blandarann ásamt 1-2 dl af mjólk, desilítra af matarolíu, 1 eggi…

Hetjur og skúrkar

Sá eða sú sem er hetja er líka skúrkur, eftir því við hvað er miðað. Að beiðni blaðamanns Fréttablaðsins gerðist ég álitsgjafi um stund og íhugaði að stíga skrefið til fulls og verða áhrifavaldur á nýju ári með tíðum snapptjattfærslum og innstagrömmum. Svo rann það af mér og leit hófst að hetjum. Ég fann bara…

Að stökkva á hneykslunarvagninn…

Þetta er innleggið með myndinni hér fyrir neðan. Farsímaeigandi sér hluta af matseðli hanga á vegg, smellir mynd og setur á fésbókina með tilheyrandi hneykslunartón.  Margir taka undir eins og sjá má af deilingafjölda og það vekur athygli að þrátt fyrir að í athugasemdum sé þetta bull leiðrétt nokkrum sinnum, fjölgaði hneykslunardeilingum um 100 á…

Einhverfið í bæjarlandinu

„Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar síðustu lóðirnar á einum fallegasta stað Höfuðborgarsvæðisins.  Vellir 7 eru um 30ha að stærð og liggur upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli. Svæðið er í hlíð sem hallar mót suðri og liggur í skjóli fyrir norðan og austanáttum. Einbýlishús verða staðsett efst í hlíðinni, þar fyrir neðan verða…

Rottur hér og þar

  Það er ekki sama hver segir „Viljum við hafa þingmenn á landsbyggðinni? Viljum við hafa þingmenn sem búa austur á fjörðum eða á Norðurlandi sem sækja þingið og gera þeim kleift að búa heima hjá sér? eða viljum við bara að allir séu 101-rottur?“ sagði Ásmundur í viðtali í Kastljósi í kvöld. Það er…