Skaufaldinvöfflur

Skaufaldinvöfflur eru meinhollar, sykurlausar og léttar í munni. Best er að taka tvö til þrjú skaufaldin sem eru orðin vel þroskuð. (Sjá mynd). Ef ekki eru til slík aldin á heimilinu þarf að skuðhattast út í búð eftir þeim. 3 skaufaldin eru sett í blandarann ásamt 1-2 dl af mjólk, desilítra af matarolíu, 1 eggi…

Hetjur og skúrkar

Sá eða sú sem er hetja er líka skúrkur, eftir því við hvað er miðað. Að beiðni blaðamanns Fréttablaðsins gerðist ég álitsgjafi um stund og íhugaði að stíga skrefið til fulls og verða áhrifavaldur á nýju ári með tíðum snapptjattfærslum og innstagrömmum. Svo rann það af mér og leit hófst að hetjum. Ég fann bara…

Að stökkva á hneykslunarvagninn…

Þetta er innleggið með myndinni hér fyrir neðan. Farsímaeigandi sér hluta af matseðli hanga á vegg, smellir mynd og setur á fésbókina með tilheyrandi hneykslunartón.  Margir taka undir eins og sjá má af deilingafjölda og það vekur athygli að þrátt fyrir að í athugasemdum sé þetta bull leiðrétt nokkrum sinnum, fjölgaði hneykslunardeilingum um 100 á…

Einhverfið í bæjarlandinu

„Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar síðustu lóðirnar á einum fallegasta stað Höfuðborgarsvæðisins.  Vellir 7 eru um 30ha að stærð og liggur upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli. Svæðið er í hlíð sem hallar mót suðri og liggur í skjóli fyrir norðan og austanáttum. Einbýlishús verða staðsett efst í hlíðinni, þar fyrir neðan verða…

Rottur hér og þar

  Það er ekki sama hver segir „Viljum við hafa þingmenn á landsbyggðinni? Viljum við hafa þingmenn sem búa austur á fjörðum eða á Norðurlandi sem sækja þingið og gera þeim kleift að búa heima hjá sér? eða viljum við bara að allir séu 101-rottur?“ sagði Ásmundur í viðtali í Kastljósi í kvöld. Það er…

Spítalalíf

Endur fyrir löngu voru þættirnir  Spítalalíf (M*A*S*H) í sauðalitunum í sjónvarpinu okkar. 22 mínútur í senn, einu sinni í viku. Þá var oft hlegið í baðstofunni. Áratugum síðar hófst Spítalalífið á sjónvarpsstöðinni Sýn og ég fékk að þýða alla þættina. Þeir voru 225 talsins, einn á dag, alla virka daga. Mér fannst Alan Alda (Hawkeye…

Þýðing Hannesar

Margumrædd skýrsla Hannesar Hólmsteins um hrunið er rituð á ensku. Sjálfsagt vegna þess að enginn hafði rænu á að taka það fram við gerð verksamningsins. Einhvern veginn virkar það svo sjálfsagt að þegar markhópurinn er íslenskur, verkbeiðandi íslenskur og höfundurinn sömuleiðis, þá verði verkið á því máli. En þetta hefur gleymst og verður eflaust hér…

Heilsuhælið í Reykjanesi

Á liðnu vori kom út árbók FÍ fyrir 2017, afar glæsilegt  rit sem ber titilinn „Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp.“ Höfundur er dr. Ólína Þorvarðardóttir, sem lengi bjó fyrir vestan og kann þar á mörgu skil. Mikil vinna er að baki svona rits  og gamlir Djúpmenn lesa sér til yndis um sveitirnar sem voru, mannlíf…