Orð og óorð

Örsaga af skraflmóti. Ég lagði niður orðið KAXI. „Hvað þýðir þetta?“ spurði andstæðingur minn og íhugaði að véfengja. „Ég veit það ekki“ svaraði ég. „Þetta er bara skraflorð.“ Eftir stutta umhugsun héldum við áfram. Hvorugt okkar vissi merkingu orðsins. Það skipti heldur ekki máli. Í skrafli þarf fólk ekki endilega að skilja orð. Bara vita…

Púngar tilverunnar

Ég fagna því alltaf þegar GT (google translate)-starfsmenn fjölmiðla fá að láta gamminn geysa. Þá eru beinþýðingar víða og vekja jafnan kátínu. Þetta er brot af því besta þar til ég nennti ekki að hirða fleiri skjáskot. En púngar eru víða.

SS miðlarnir

Í dag varð jarðskjálfti ef marka má Fésbókina þar sem annar hver notandi og amma háns tilkynnti samviskusamlega um titring í nærumhverfi. Ég saknaði þess þegar leið á daginn að hafa ekki fengið viðvörun frá Sálarrannsóknarfélagi Suðurnesja en þar starfa miðlar, sjáendur, heilarar, transheilarar, englafræðingar og spilaspekingar sem hefðu getað notað þetta frábæra tækifæri til…

Adda drullar upp á bak

Barnabækur æsku minnar þættu ekki krassandi nútildags. Ég las ævisögu Tom Swift mér til óbóta þar sem hann var átján ára í tíu bókum og smíðaði alls kyns maskínur á einu ári sem venjulegt vísinda-og verkafólk er áratugi að koma á koppinn.Fimm-bækurnar voru ekki mikið skárri þar sem börnin eltust mjög hægt, fóru oft í…

111. meðferðin

Hafnfirðingar hafa ýmislegt á samviskunni. Við sem búum í hlaðvarpa Sædýrasafnsins erum reglulega spurð hvar apabúrið sé og hvort kengúrunum sé kalt. Spyrjendur eru á hafnarfjarðarbrandarastiginu og hlæja mest að eigin fyndni en heimamenn víkja talinu að öðru. Þetta var smánarblettur á orðstír bæjarins og á ekki að gleymast. Engu að síður eiga miðaldra Hafnfirðingar…

Raunir kvennalandsliðsins

Að fagna sigri er góð skemmtun. Þá þykir mörgum gott að fá sér mjöð í glas, jafnvel áfengan, og skála fyrir áfanganum. Fyrir vikið hafa sumir verið settir út af sakramentinu fyrir vikið, sendir heim eða settir út úr hópnum. Með einum staf til viðbótar verður til „Heilbrigð skál í hraustum líkama„. Á Kóvit-tímum þykja…

Að kasta skít í forsetafrúna…

Eliza Reid skrifaði þessa grein á sínum tíma um hlutverk sitt og kvenna þjóðarleiðtoga. Þar segir m.a. „„Ég er ekki hand­taska eigin­manns míns, sem á að grípa þegar hann hleypur út um hurðina og er stillt upp með þöglum hætti við hlið hans á opin­berum upp­á­komum“. Vegna takmarkaðs lesskilnings hefur FHF (Fólkið hans Franklíns) ákveðið…

„Hreðjalausar kuntur með lítinn heila“

Í byrjun þessa mánaðar gekk ég í hópinn Betra Ísland-forsetaframboð Guðmundar Franklín á Facebook. Fyrir allar kosningar lít ég á mig sem atkvæði í leit að flokki eða frambjóðanda og vildi því kynna mér málstað og áhersluþætti beggja frambjóðendanna. Ég varð fljótt þess áskynja í Betra Ísland að spurningar mínar varðandi stóryrtar fullyrðingar einstakra meðlima…