Um einbeittan vilja til að slasa aðra

Samgöngumál og góðar samgöngur snúast fyrst og fremst um bíla sem þurfa að komast á sem skemmstum tíma milli staða. Akreinar eiga að vera breiðar og margar, hringtorgin fá og helst vill fólk lenda á grænu ljósi alla leið. Hámarkshraði er viðmið, stefnuljós eru notuð sparlega en snjallsímar í æ ríkari mæli. Þessi stefna og…

Tæpur milljarður í hjólreiðastíg!

Miklar framkvæmdir eru núna við Reykjanesbraut skammt frá álverinu í Straumsvík þar sem til stendur að leggja vandaðan hjólreiðastíg undir veginn og tengja þannig iðnaðarhverfið betur almennri umferð hjólreiðafólks sem er allnokkur á þessu svæði, því margir hjóla til vinnu sinnar í álverinu. Hjólreiðafólk hefur einnig kvartað mikið undan erfiðri og hættulegri vinstri beygju af…

Helvítis hjólafólkið

Fyrirsögnin er fengin frá manni sem ók inn í hóp hjólreiðafólks forðum daga og reif síðan kjaft þegar við því var amast. Hann gat ekki beðið í 20 sekúndur. Hann er fulltrúi þeirra sem amast við hjólreiðafólki á þjóðvegum, umferðargötum, gangstéttum og stígum, sér ekkert athugavert við fullyrðingar um allt að 90 km hraða þeirra…

Þráinn hættir á fésbók

Þráinn Bertelsson hættir á Facebook. Þetta er fyrirsögn sem kemur ekki lengur á óvart því talnaglöggir herma að hann hafi nú tekið pokann sinn í fimmta sinn og eru uppi veðmál um hvenær hann kemur aftur. Flestir veðja á viku. Einboðið er að rifja upp helstu hurðaskelli skáldsins á samfélagsmiðlinum þar sem hann lét sér lengi…

Dýru rafbækurnar eru stundum ókeypis

Þessi frétt Morgunblaðsins er athygli verð af ýmsum ástæðum. Hún fjallar um verðlagningu á rafbókum sem mér hafa til þessa þótt dýrar og fjallaði um það í þessum færslum. En í frétt Mbl segir í lokin: Miðað við laus­leg­an verðsam­an­b­urð á vefj­um helstu raf­bók­sala; Heim­kaupa, Ey­munds­son, Bók­sölu Stúd­enta og e-bóka, er ljóst að verðmun­ur á…

Afrek eða vinsældir?

  Ég samgleðst jafnan íþróttamanni ársins hverju sinni en áskil mér þó rétt til að gagnrýna valið og hef gert frekar mikið af því undanfarin ár. Það er ekki til að gera lítið úr niðurstöðunni eða smætta heiðurinn sem fylgir titlinum, heldur til að velta upp forsendum og viðmiðum. Listinn yfir íþróttamenn ársins er fróðlegur, einkum vegna…

Hjóladólgurinn

Fyrirvari: Ég er viss um að 95% hjólreiðafólks hagar sér vel í umferðinni, virðir umferðarreglur og rétt gangandi vegfarenda. Sama prósentutala ætti að gilda um bílstjóraog hundaeigendur. Þessi færsla varðar fulltrúa 5 prósentanna. Hann hitti mig á förnum vegi í dag. Eftir slæmt slys fyrir 2 mánuðum þar sem ég braut tíu rifbein og sleit…

Orðaleikur eða skrafl?

Endur fyrir löngu kynntist ég og eignaðist Scrabble sem er orðaspil á ensku. Kringum 1990 var það gefið út á íslensku og seldist upp. Það var að mörgu leyti meingallað, enda lítil vísindi á bak við stafadreifingu og gildi þeirra. Stafagildi og stafahlutfall var meingallað og í engu samræmi við íslenska tungu. E-in voru sjö…