Dýru rafbækurnar eru stundum ókeypis

Þessi frétt Morgunblaðsins er athygli verð af ýmsum ástæðum. Hún fjallar um verðlagningu á rafbókum sem mér hafa til þessa þótt dýrar og fjallaði um það í þessum færslum. En í frétt Mbl segir í lokin: Miðað við laus­leg­an verðsam­an­b­urð á vefj­um helstu raf­bók­sala; Heim­kaupa, Ey­munds­son, Bók­sölu Stúd­enta og e-bóka, er ljóst að verðmun­ur á…

Afrek eða vinsældir?

  Ég samgleðst jafnan íþróttamanni ársins hverju sinni en áskil mér þó rétt til að gagnrýna valið og hef gert frekar mikið af því undanfarin ár. Það er ekki til að gera lítið úr niðurstöðunni eða smætta heiðurinn sem fylgir titlinum, heldur til að velta upp forsendum og viðmiðum. Listinn yfir íþróttamenn ársins er fróðlegur, einkum vegna…

Hjóladólgurinn

Fyrirvari: Ég er viss um að 95% hjólreiðafólks hagar sér vel í umferðinni, virðir umferðarreglur og rétt gangandi vegfarenda. Sama prósentutala ætti að gilda um bílstjóraog hundaeigendur. Þessi færsla varðar fulltrúa 5 prósentanna. Hann hitti mig á förnum vegi í dag. Eftir slæmt slys fyrir 2 mánuðum þar sem ég braut tíu rifbein og sleit…

Orðaleikur eða skrafl?

Endur fyrir löngu kynntist ég og eignaðist Scrabble sem er orðaspil á ensku. Kringum 1990 var það gefið út á íslensku og seldist upp. Það var að mörgu leyti meingallað, enda lítil vísindi á bak við stafadreifingu og gildi þeirra. Stafagildi og stafahlutfall var meingallað og í engu samræmi við íslenska tungu. E-in voru sjö…

Hálaunafólk kennara

Reiði kennara vegna launakjara brýst út á margan hátt eins og sjá má í meðfylgjandi úrklippu úr Morgunblaðinu. Hún er dagsett 3,. nóvember 2016 en tónninn er sá sami og 1984 og 1995 þegar ég var enn við kennslu. Þá var óánægja með laun og við beittum verkfallsvopninu tvisvar þar til verkfallssjóðurinn var tómur. Uppskeran…

Skemmtilegasta skraflorðið

Þetta er tilraun til að lagfæra illa unna umfjöllun Fréttatímans um skraflorð: Íslandsmótið í skrafli fer fram helgina 5. og 6. nóvember. Allir geta verið með sem melda sig á viðburðinn á Facebook eða senda skilaboð á Skraflfélag Íslands. Búast má við æsispennandi móti en margir reynsluboltar eru í röðum þátttakenda auk nokkurra nýliða. Nú…

Frábær árangur á heimsmeistaramóti í járnmanni

Rúnar Örn Ágústsson lauk í nótt keppni á heimsmeistaramótinu í járnmanni á Havaí. Hér sést hann koma í mark umvafinn íslenska fánanum. Hann á besta tíma Íslendings í þessari erfiðustu íþróttagrein heims, eins og hér er fjallað um,  og náði einnig besta árangri sem Íslendingur hefur náð á Havaí. Hér fyrir neðan eru helstu tölur. Sundið…

Besti tími Íslendings í járnmanni

Ironman eða Járnmaður þykir með erfiðustu íþróttum heims og þykir afrek að geta lokið slíkri keppni því þar þarf að synda 3,8 kílómetra, hjóla 180 km og hlaupa maraþon að því loknu. Stutt er síðan Geir Ómarsson náði besta tíma Íslendings á þessari vegalengd í Roth í Þýskalandi. Í Kaupmannahöfn var keppt í járnmanni í dag í…