Á tíæringi yfir Breiðafjörð

Ég fylgdist eins og fleiri með boðsundi Marglyttanna yfir Ermarsund og fagnaði þegar þær kláruðu það. Að synda í klukkutíma í einu í úfnum sjó, hvíla sig í fimm tíma og endurtaka klukkutímann er ekki auðvelt, hvað þá ef þriðji klukkutíminn fylgir. Ég hef mest synt 4 kílómetra í beit í útlenskum sjó og finnst…

Falska fréttin

Ritari þessara lína hefur verið verklítill undanfarna morgna og notað tímann til samfélagsrannsókna við undirleik símatíma Útvarps Sögu. Í nokkra morgna hefur verið reynt að hringja í Pétur símstjóra til að koma á framfæri leiðréttingu á falskri frétt stöðvarinnar. Þar sem sími ritara er alltaf látinn hringja út meðan fastakúnnar stökkva í beina útsendingu, er…

Sigríður Hlynur og sturlunarástandið

Þekkt er úr fréttum barátta bóndans á Öndólfsstöðum að fá að heita Sigríður eftir ömmu sinni. Eftir að Alþingi samþykkti lög um kynrænt sjálfræði, varð honum að ósk sinni og hefur þjóðskráin staðfest það. „Þetta er sig­ur fyr­ir ein­stak­lings­frelsið,“ seg­ir Sig­ríður og er þess full­viss að á kom­andi tím­um muni marg­ir leita rétt­ar síns vegna…

Umhverfissóðarnir

Undarleg er sú árátta fólks að vilja merkja umhverfi sitt. Allt frá því að krota með tússpenna á salernisvegg „xxx was here“, hlaða litlar vörður við göngustíga eða þjóðvegi, festa hengilás á brú eða rispa í klettaveggi nafnið sitt eða einhverja speki. Allt þetta skapar fordæmi. Við vitum ekki hverjir gerðu þetta. Þetta er óafmáanlegt…

Hýr er Hafnarfjörður

Á sautjándanum fyrir ári fann jeg meinta málvillu í þjóðsöng Hafnarfjarðar sem jafnan er súnginn á tyllidögum hjer í bæ, helst af prúðbúnum karlakór (Þrestir) eða krúttlegum barnakór (Kór Öldutúnsskóla). Jeg hef mætur á báðum og í mjer svellur bæjarstoltið þegar jeg heyri lagið enduróma í klettum Hellisgerðis eða Hamrinum (þá fagna álfar, dvergar, huldufólk…

Sundlaugarsaga úr fortíðinni

Svipir fortíðar sækja að og gömul nemönd sendi mér skjáskot úr dagbók frá haustinu 1993. Þarna erum við í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Með mér voru samkennarar mínir, sem gengu þá undir nöfnunum Skógarbóndinn og FH–tröllið. Ég hafði farið áður og þóttist öllum hnútum kunnugur og við félagar undum okkur vel við kökuát, kaffidrykkju…

Leikhús og jarðarför

Ég er með athyglisfrest. Ekki brest því þar með væri ég að eigna mér heilkenni annarra. Birtingarformið er takmarkað úthald við sjónvarpsgláp, skipti um útvarpsrás í miðjum lögum og kann því vel að sjá lokamínútur í glæpaþætti þar sem vondi gerandinn fær makleg málagjöld. Ég les bækur í skömmtum núorðið. Og í kvikmyndahúsi hef ég…

Skaufaldinvöfflur

Skaufaldinvöfflur eru meinhollar, sykurlausar og léttar í munni. Best er að taka tvö til þrjú skaufaldin sem eru orðin vel þroskuð. (Sjá mynd). Ef ekki eru til slík aldin á heimilinu þarf að skuðhattast út í búð eftir þeim. 3 skaufaldin eru sett í blandarann ásamt 1-2 dl af mjólk, desilítra af matarolíu, 1 eggi…