Hægristjórn kattanna

Í gærmorgun var hér lesið í fas kattar og ályktað að hægristjórn væri í eggjastokkunum. Brandur Brönduson kvað þetta einsýnt og fór um aðra á heimilinu, einkum mig sem fyrrverandi framsóknarfokksmann. Þótti mörgum þetta váleg tíðindi og þá einkum hefðarlæðunni skáldmæltu á Skaganum. Jósefína Meulengracht Dietrich sem mundaði stílvopn sín, sleikti kampana og kvað: Ygglast mjög á…

Stóra fermingarmálið -1. hluti

Tilskipun um ferminguna 1759 25. maí  1. Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka börn til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára, með því að börn, sem yngri eru, kunna sjaldan að meta rétt, eða hafa hugsun á að færa sér í nyt það er…

Frá sófa í járnmann á 3 mánuðum

Áður ég varð miðaldra og latur leiðbeindi ég byrjendum og lengra komnum á hlaupaæfingum. Mér fannst það gaman og held að svo hafi verið um lærisveinkur og sveina mína sem flest náðu sínum hóflegu markmiðum sem voru að klára skemmtiskokkið í RM og njóta þess, hlaupa undir aldurstölu í 10 km götuhlaupi eða fara Laugaveginn…

Besti tími Íslendings í járnmanni!!

Í dag fór fram í Calella á Spáni Ironman Barcelona þar sem byrjað er á að synda 3,8 km, síðan eru hjólaðir 180 km og að lokum hlaupa keppendur heilt maraþon. Aðstæður voru góðar, sléttur sjór og skýjað framan af en svo hækkaði hitinn jafnt og þétt. Í hópi 1800 keppenda voru tólf frá Íslandi.…

Kostkókamar og útlegð

Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar… segir í gömlu kvæði. Ég fylli þeirra flokk sem vill gjarna búa í hreinu og saurlausu landi og finnst fátt óþægilegra en að sjá skyrhvítan suðurenda ferðamanns við heimreið að snotru sveitabýli eða á bak við umferðarskilti en á þessum skiltum eru oft mikilvægar upplýsingar og…

Fyrsta Laugavegshlaupið

Endur fyrir löngu var hópurinn sem stundaði löngu hlaupin ekki stærri en svo að ég þekkti alla, í það minnsta í sjón. Þessi mynd rak á fésbókarfjörur mínar í morgun og hreyfði við minninu. Þetta er í júlí 1997 og við erum í Hrauneyjum, sennilega nýbúnir að jeta pasta með öllu og byrjaðir að skiptast…

Á 80 km hraða í spandexi…

Ég lifi í þeirri trú að 95% hjólara og bílstjóra sé gott og tillitssamt fólk sem kann umferðarreglur, tekur tillit, lætur vita af sér, kemur ekki á seinna hundraðinu fyrir blindhorn, o.s.frv. Hin fimm prósentin  koma óorði á umferðarmenningu á götum, hjólastígum og göngustígum. Í hópum hjólafólks á fésbókinni er rekinn harður áróður fyrir tillitssemi,…

Hálfvitar og sauðir

Ég sat við skjáinn í gærkvöldi og í rauðabítið og fylgdist með hjólreiðafólki í hringferð um landið undir merkjum WOW-Cyclothon. Umgjörð keppninnar verður vandaðri með hverju ári, mikið er lagt upp úr öryggi keppenda og annarra vegfarenda og í því skyni var margauglýst í fjölmiðlum hvenær keppnin yrði ræst og hvenær þessi stóri hópur hjólreiðafólks…