Á 80 km hraða í spandexi…

Ég lifi í þeirri trú að 95% hjólara og bílstjóra sé gott og tillitssamt fólk sem kann umferðarreglur, tekur tillit, lætur vita af sér, kemur ekki á seinna hundraðinu fyrir blindhorn, o.s.frv. Hin fimm prósentin  koma óorði á umferðarmenningu á götum, hjólastígum og göngustígum. Í hópum hjólafólks á fésbókinni er rekinn harður áróður fyrir tillitssemi,…

Hálfvitar og sauðir

Ég sat við skjáinn í gærkvöldi og í rauðabítið og fylgdist með hjólreiðafólki í hringferð um landið undir merkjum WOW-Cyclothon. Umgjörð keppninnar verður vandaðri með hverju ári, mikið er lagt upp úr öryggi keppenda og annarra vegfarenda og í því skyni var margauglýst í fjölmiðlum hvenær keppnin yrði ræst og hvenær þessi stóri hópur hjólreiðafólks…

Að vera á eldi

Beinar þýðingar í mæltu eða rituðu máli vekja með manni bjánahroll, einkum þegar nær óþrjótandi möguleikar eru fyrir hendi á íslensku. Þessar úrklippur eru allar úr íþróttafréttum (merkileg tilviljun!), nema ein, en sú á ekki heima í hópnum. Fréttir af fiskeldi, eldi í ruslatunnu/sinu/bíl og öðru sem getur brunnið, voru jaðarsettar í þetta sinn. Þessi…

Maðurinn á bak við athugasemdina

Þetta er Ragnar. Hann skrifaði athugasemd við frétt á Vísi þar sem sagt var frá banaslysi á Nesjavallaleið en þar lét hjólreiðamaður lífið. Ragnar vildi koma sínu áliti á framfæri og skrifaði þetta: Fjöldi spurningamerkja í lokin bendir til mikillar alvöru höfundar. Viðbrögð annarra lesenda voru á einn veg. Ragnar er ýmist skammaður eða beðinn…

Markverði varla hugað líf…

Þetta alvarlega atvik virðist hafa orðið að leik loknum en því miður vantar allar nánari lýsingar á því í frásögn fréttamannsins. Strangari og kröfuharðari þjálfari er vandfundinn og lesandinn sér hann fyrir sér á bílastæðinu eftir leiki að kasta hysknum og lötum leikmönnum undir liðsrútuna eða aðra aðvífandi langferðabíla. Einhvern tíma hefði þjálfara nægt að…

Um einbeittan vilja til að slasa aðra

Samgöngumál og góðar samgöngur snúast fyrst og fremst um bíla sem þurfa að komast á sem skemmstum tíma milli staða. Akreinar eiga að vera breiðar og margar, hringtorgin fá og helst vill fólk lenda á grænu ljósi alla leið. Hámarkshraði er viðmið, stefnuljós eru notuð sparlega en snjallsímar í æ ríkari mæli. Þessi stefna og…

Tæpur milljarður í hjólreiðastíg!

Miklar framkvæmdir eru núna við Reykjanesbraut skammt frá álverinu í Straumsvík þar sem til stendur að leggja vandaðan hjólreiðastíg undir veginn og tengja þannig iðnaðarhverfið betur almennri umferð hjólreiðafólks sem er allnokkur á þessu svæði, því margir hjóla til vinnu sinnar í álverinu. Hjólreiðafólk hefur einnig kvartað mikið undan erfiðri og hættulegri vinstri beygju af…

Helvítis hjólafólkið

Fyrirsögnin er fengin frá manni sem ók inn í hóp hjólreiðafólks forðum daga og reif síðan kjaft þegar við því var amast. Hann gat ekki beðið í 20 sekúndur. Hann er fulltrúi þeirra sem amast við hjólreiðafólki á þjóðvegum, umferðargötum, gangstéttum og stígum, sér ekkert athugavert við fullyrðingar um allt að 90 km hraða þeirra…