Einhverfið í bæjarlandinu

„Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar síðustu lóðirnar á einum fallegasta stað Höfuðborgarsvæðisins.  Vellir 7 eru um 30ha að stærð og liggur upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli. Svæðið er í hlíð sem hallar mót suðri og liggur í skjóli fyrir norðan og austanáttum. Einbýlishús verða staðsett efst í hlíðinni, þar fyrir neðan verða…

Rottur hér og þar

  Það er ekki sama hver segir „Viljum við hafa þingmenn á landsbyggðinni? Viljum við hafa þingmenn sem búa austur á fjörðum eða á Norðurlandi sem sækja þingið og gera þeim kleift að búa heima hjá sér? eða viljum við bara að allir séu 101-rottur?“ sagði Ásmundur í viðtali í Kastljósi í kvöld. Það er…

Spítalalíf

Endur fyrir löngu voru þættirnir  Spítalalíf (M*A*S*H) í sauðalitunum í sjónvarpinu okkar. 22 mínútur í senn, einu sinni í viku. Þá var oft hlegið í baðstofunni. Áratugum síðar hófst Spítalalífið á sjónvarpsstöðinni Sýn og ég fékk að þýða alla þættina. Þeir voru 225 talsins, einn á dag, alla virka daga. Mér fannst Alan Alda (Hawkeye…

Þýðing Hannesar

Margumrædd skýrsla Hannesar Hólmsteins um hrunið er rituð á ensku. Sjálfsagt vegna þess að enginn hafði rænu á að taka það fram við gerð verksamningsins. Einhvern veginn virkar það svo sjálfsagt að þegar markhópurinn er íslenskur, verkbeiðandi íslenskur og höfundurinn sömuleiðis, þá verði verkið á því máli. En þetta hefur gleymst og verður eflaust hér…

Heilsuhælið í Reykjanesi

Á liðnu vori kom út árbók FÍ fyrir 2017, afar glæsilegt  rit sem ber titilinn „Við Djúpið blátt – Ísafjarðardjúp.“ Höfundur er dr. Ólína Þorvarðardóttir, sem lengi bjó fyrir vestan og kann þar á mörgu skil. Mikil vinna er að baki svona rits  og gamlir Djúpmenn lesa sér til yndis um sveitirnar sem voru, mannlíf…

Hægristjórn kattanna

Í gærmorgun var hér lesið í fas kattar og ályktað að hægristjórn væri í eggjastokkunum. Brandur Brönduson kvað þetta einsýnt og fór um aðra á heimilinu, einkum mig sem fyrrverandi framsóknarfokksmann. Þótti mörgum þetta váleg tíðindi og þá einkum hefðarlæðunni skáldmæltu á Skaganum. Jósefína Meulengracht Dietrich sem mundaði stílvopn sín, sleikti kampana og kvað: Ygglast mjög á…

Stóra fermingarmálið -1. hluti

Tilskipun um ferminguna 1759 25. maí  1. Það skal vera aðalregla, að prestar megi eigi taka börn til fermingar, þau er fermast eiga, fyrr en þau eru orðin fullra 14 eða 15 ára, með því að börn, sem yngri eru, kunna sjaldan að meta rétt, eða hafa hugsun á að færa sér í nyt það er…

Frá sófa í járnmann á 3 mánuðum

Áður ég varð miðaldra og latur leiðbeindi ég byrjendum og lengra komnum á hlaupaæfingum. Mér fannst það gaman og held að svo hafi verið um lærisveinkur og sveina mína sem flest náðu sínum hóflegu markmiðum sem voru að klára skemmtiskokkið í RM og njóta þess, hlaupa undir aldurstölu í 10 km götuhlaupi eða fara Laugaveginn…