Svanasöngur

Kvikmyndin Svanurinn var sýnd í sjónvarpinu meðan fólk var enn í ofáti og lá á meltunni. Hér á bæ var horft með athygli framan af og eyru sperrt því hljóðið var takmarkað og annað hvort töluðu persónur lágt eða óskýrt. Margt í atburðarásinni var óljóst og því var leitað á náðir netsins til að finna…

Lögin sem börnin eiga að syngja

Fjölmargir tónmenntakennarar hafa hafnað þátttöku í degi tónlistarinnar sem er á morgun og segja lög og texta ekki við hæfi barna. Forsvarsmönnum tónlistardagsins þykir þetta miður, tala um ritskoðunartilburði og fleira í þeim dúr. Þetta verður alltaf smekksatriði en velta má fyrir sér hvað veldur löngun fullorðinna manna að heyra mjóróma barnakóra fara með þessa…

Vitnisburðirnir

„Styttur má aðeins gera af dánu fólki en ég fékk styttu í lifanda lífi. Ég er þegar orðin að steini. Þessi stytta var örlítill þakklætisvottur fyrir margþætt framlag mitt, eins og segir í textanum sem Vidala Frænka las upp. Yfirboðarar okkar höfðu falið henni þetta verk við litla hrifningu hennar. Ég þakkaði henni með eins…

Á tíæringi yfir Breiðafjörð

Ég fylgdist eins og fleiri með boðsundi Marglyttanna yfir Ermarsund og fagnaði þegar þær kláruðu það. Að synda í klukkutíma í einu í úfnum sjó, hvíla sig í fimm tíma og endurtaka klukkutímann er ekki auðvelt, hvað þá ef þriðji klukkutíminn fylgir. Ég hef mest synt 4 kílómetra í beit í útlenskum sjó og finnst…

Falska fréttin

Ritari þessara lína hefur verið verklítill undanfarna morgna og notað tímann til samfélagsrannsókna við undirleik símatíma Útvarps Sögu. Í nokkra morgna hefur verið reynt að hringja í Pétur símstjóra til að koma á framfæri leiðréttingu á falskri frétt stöðvarinnar. Þar sem sími ritara er alltaf látinn hringja út meðan fastakúnnar stökkva í beina útsendingu, er…

Sigríður Hlynur og sturlunarástandið

Þekkt er úr fréttum barátta bóndans á Öndólfsstöðum að fá að heita Sigríður eftir ömmu sinni. Eftir að Alþingi samþykkti lög um kynrænt sjálfræði, varð honum að ósk sinni og hefur þjóðskráin staðfest það. „Þetta er sig­ur fyr­ir ein­stak­lings­frelsið,“ seg­ir Sig­ríður og er þess full­viss að á kom­andi tím­um muni marg­ir leita rétt­ar síns vegna…

Umhverfissóðarnir

Undarleg er sú árátta fólks að vilja merkja umhverfi sitt. Allt frá því að krota með tússpenna á salernisvegg „xxx was here“, hlaða litlar vörður við göngustíga eða þjóðvegi, festa hengilás á brú eða rispa í klettaveggi nafnið sitt eða einhverja speki. Allt þetta skapar fordæmi. Við vitum ekki hverjir gerðu þetta. Þetta er óafmáanlegt…

Hýr er Hafnarfjörður

Á sautjándanum fyrir ári fann jeg meinta málvillu í þjóðsöng Hafnarfjarðar sem jafnan er súnginn á tyllidögum hjer í bæ, helst af prúðbúnum karlakór (Þrestir) eða krúttlegum barnakór (Kór Öldutúnsskóla). Jeg hef mætur á báðum og í mjer svellur bæjarstoltið þegar jeg heyri lagið enduróma í klettum Hellisgerðis eða Hamrinum (þá fagna álfar, dvergar, huldufólk…