Í skugga fílsins…

Í vor eru 50 ár síðan jeg setti ekki upp stúdentshúfu ásamt samstúdentum mínum. Á þessari mynd er árgangurinn næstum allur og einhvers staðar er jeg þarna, lubbalegur og mótþróagjarn, því jeg vildi frekar kaupa hvítvínsflöskur en stúdentshúfu. Það var þá. Jeg hef orðið þess var að sumum þykir þetta merkur áfangi og jeg man…

Enskuvæðing ríkisútvarpsins

Þegar jeg byrjaði sem frjettaþýðandi hjá ríkisfjölmiðlinum okkar sem þá var til húsa á Laugavegi, var áberandi hvað mikið var lagt upp úr því að allt sem færi út á erlendu máli, væri þýtt samviskusamlega og áhersla var á rjettar þýðingar þar sem ekkert færi á milli mála. Þetta var 1996 eða þar um bil…

Helgileikur

Í Öldutúni áttum við margar góðar stundir, einkum á aðventunni, þegar verið var að undirbúa jólagleði kennaranna og þar var sannarlega mikil gleði svífandi yfir kaffibollunum. Jeg hef stundum birt búta úr helgileik sem var fluttur á sínum tíma, þegar hljómsveitinn Björn og húnarnir var í hvað bestu formi og vel skipuð, og til að…

Samsæriskenningin um WHO

Þetta skjal er að finna í uppáhaldshópnum mínum á FB þessa dagana, Nei við yfirtöku/mannfækkun AHS á Íslandi, sem snýst aðallega um að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin stefni að því að fækka fólki með skipulögðum hætti, þ.e. „.. þjóðin verður lokuð inni og verður stráfelld með eitruðum SKYLDUbólusetningum.“ Þetta er fáskipaður hópur en einbeittur hópur og trúir staðfastlega…

Duolingo

Að læra tungumál er góð skemmtun og forritið Duolingo hefur lengi fylgt mjer í morgunsins önn. Það hentar vel fyrir orðastagl og upprifjun á orðaforða almennt, en er ljelegt í málfræði og það var fyrir tilviljun fyrir rúmu ári að jeg uppgötvaði eitt af grundvallaratriðum í myndun setninga, sem er að setja nafnhátt á eftir…

Veraumkunin og Skerjafjarðarskáldið

Veraumkun á sjer samheitið „hannúð“ og er mjer ofarlega í huga í dag eftir lestur á ýmsum stóryrðum um þá ákvörðun Endurmenntunar HÍ að segja upp námskeiðskennaranum Kristjáni Hreinssyni, sem þar hefur starfað í fjóra vetur. Þetta þykir mörgum jaðra við hjeraðsbrest eins og öllu betra skáld en KH orti um á sínum tíma en…

„Að standa með strákum“

Jeg smelli enn á greinar um skólakerfið því 22 ára kennsluferill forðum daga situr í mjer eins og ókreistanlegur fílapensill. Þessi stutti pistill Sigurvins Jónssonar hefur smellubeitu í fyrirsögn því þótt almennt sje einboðið að vernda hagsmuni barna og veita þeim stuðning, virðist halla meira á drengi en stúlkur og því verða svona pistlar til.…

62 einingar

Háskólaönnin er 13 vikur og síðan tekur við bið eftir einkunnum. Sú síðasta datt inn í gærkvöldi og þar með eru 62 einingar í höfn, grunndiplómanámi er lokið en jeg veit ekki hvort jeg fái skírteini afhent með þar til bærum hætti, enda skiptir það engu máli. Meðaleinkunn á vori er 7.5. Eins og sjá…