Samsæriskenningin um WHO

Þetta skjal er að finna í uppáhaldshópnum mínum á FB þessa dagana, Nei við yfirtöku/mannfækkun AHS á Íslandi, sem snýst aðallega um að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin stefni að því að fækka fólki með skipulögðum hætti, þ.e. „.. þjóðin verður lokuð inni og verður stráfelld með eitruðum SKYLDUbólusetningum.“ 🖤 Þetta er fáskipaður hópur en einbeittur hópur og trúir staðfastlega að 1. des verði eins konar heimsendir þegar WHO tekur völdin á Íslandi. Fullyrðingar um yfirtöku, afsal fullveldis og sjálfstæðis hafa sjest. Það fer ekki fram hjá neinum með gripsvit að upphafið að þessu öllu er yfirgripsmikið þekkingarleysi og takmörkuð enskukunnátta.

Í fyrsta lið segir: „Breyting á eðli WHO úr ráðgefandi stofnun sem gerir aðeins ráðleggingar til stjórnunaraðila, yfir í stofnun sem gefur út lagalega bindandi yfirlýsingar (1. gr og 42. gr.)“ Vísað er í skjal í 51 lið.

Sjálft skjalið er breytingartillögur frá vinnuhópi. 1. grein þess inniheldur skilgreiningar. Þar segir:

standing recommendation” means non-binding advice issued by WHO for specific ongoing public health
risks pursuant to Article 16 regarding appropriate health measures for routine or periodic application needed
to prevent or reduce the international spread of disease and minimize interference with international traffic;
“temporary recommendation” means non-binding advice issued by WHO pursuant to Article 15 for
application on a time-limited, risk-specific basis, in response to a public health emergency of international
concern, so as to prevent or reduce the international spread of disease and minimize interference with
international traffic;“

„Standing recommendation“ er feitletrað því þar byrjar skilmysingurinn. standing recommendation merkir „óbindandi ráðgjöf af hálfu WHO varðandi sértækar hættur sem steðja að lýðheilsu samkvæmt 16. gr, varðandi viðeigandi heilbrigðisúrræði, föst eða tímabundin, sem þarf til að hindra eða draga úr alþjóðlegri útbreiðslu sjúkdóma og lágmarka truflandi áhrif á umferð milli landa. “ Allt skjalið einkennist af þessari sömu ráðgjöf sem hefur ekki lagalegt gildi og er ekki skylt að fylgja enda er WHO stofnun á vegum SÞ og hefur ekki boðvald yfir aðildarríkjum.

Samsærisfólkið vill hins vegar að þetta merki bindandi meðmæli/ráðgjöf sem sje skylt að fara eftir og á grundvelli þess verða til aðrar ranghugmyndir.

Jeg, ef mig skyldi kalla, hef reynt að benda samsærissinnum á þennan misskilning, því jeg er hjartahlýr og velþenkjandi beturvitrungur. Þessum ábendingum mínum er mætt með fjandskap, persónulegu skítkasti og síðan er mjer vísað úr viðkomandi hópi sem vill hafa sitt evangelíum í friði.

Ef jeg nenni, held jeg áfram að rýna í þetta skjal með gleraugum gamals þýðanda.

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.