Spjallmenni les fyrir próf

Þetta er Simon Bolívar, El Libertador eins og hann er nefndur í Rómönsku Ameríku. Hann náði mörgum löndum undan hrammi Spánverja og þótt hugmyndir hans um Stóru-Kólumbíu hafi ekki náð fram að ganga, þá voru of mörg fjallaljón á veginum.

Nú erum við að lesa fyrir próf sem verður eftir sirka tvær vikur og höfum fengið lista yfir mögulegar prófspurningar. Það er þægilegt að vissu leyti en sparar engan lestur, heldur þvert á móti er lesið út í eitt. Og af því að við erum í takt við tímann eins og Stuðmenn forðum, barst tal í frímínútum í gær að hinu gervigreinda spjallmenni ChatGPT. Prófesorur okkar við HÍ velta núna fyrir sér áhrifa þessa fyrirbæris á ritgerðir og próf og sýnist sitt hverjum. Ég ákvað að láta spjallmennið svara einni spurningu fyrir mig, spurningu sem ég hafði þegar svarað að mestu og ég sé ekki betur en þarna sé hinum snjalla treystandi. Hér er til umfjöllunar hvaða áhrif það hafði á 19. öld að mörg ríki í Rómönsku Ameríu öðluðust sjálfstæði og þurftu sannarlega að hafa fyrir því.

Cuáles fueron algunas de las consecuencias de la independencia de América Latina en el siglo XIX

La independencia de América Latina en el siglo XIX tuvo importantes consecuencias en la región y en todo el mundo. A continuación, se presentan algunas de las principales consecuencias:

  1. El surgimiento de naciones independientes: La independencia de América Latina llevó a la creación de una serie de naciones nuevas en la región, que se unieron a las naciones europeas y americanas existentes.
  2. La consolidación del poder político: Muchas de las nuevas naciones independientes experimentaron una serie de conflictos internos para consolidar su poder político y establecer gobiernos estables y democráticos.
  3. El cambio social: La independencia llevó a una serie de cambios sociales importantes, incluyendo el fin de la esclavitud y la promoción de la igualdad social y económica.
  4. La expansión de la economía: La independencia abrió nuevas oportunidades para la expansión económica en la región, lo que llevó al crecimiento de nuevas industrias y al aumento del comercio con otras naciones.
  5. El surgimiento de líderes influyentes: La independencia de América Latina también llevó al surgimiento de una serie de líderes influyentes, como Simón Bolívar y José de San Martín, quienes tuvieron un impacto significativo en la política y la cultura de la región.

Ég get auðvitað látið spjallmennið afgreiða þessar spurningar og farið í kaffi. Eftir stendur að ég þarf að kunna svörin þegar kemur að prófdegi og þar sem stutt svar er 150 orð en langt svar 350 þá sé ég ekki mikinn vinnusparnað. Ég þarf að skilja samhengi hlutanna í Rómönsku Ameríku, hvað sem öllum spjallmennum líður og ekki má gleyma smáninni að verða uppvís að svona gervigreindaraðstoð.

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.