Kyn og kynvilla

Spænsk málfræði er einföld. Þetta hélt ég framan af, þegar ég komst að því að kyn nafnorða eru bara tvö, karlkyn og kvenkyn, fallbeygingar þekkjast ekki og starfsheiti eru kynbundin eins og sjá má af ofangreindri mynd. Karlkynsorð enda á O en kvenkynsorð á A með örfáum undantekningum. Einfalt og þægilegt. Þarna vantar slatta af starfsheitum og vegna sveigjanleika tungumálsins verður til el puericultor, la albanila og la mecanica. El presidente var lengi vel einn um starfsheitið en svo voru konur skipaðar varaforsetar og eftir það brá fyrir í máli fólks „la presidenta“ og „la vicepresidenta„. Í hópi undantekninga frá O og A reglunni eru orð eins og poeta (skáld) og gildir það bæði um karla og konur en konur geta líka notað „Poetisa“ um sig.Einfalt og gott. Fátítt er að upp spretti Lúkasar í málumræðunni eins og í stóra fiskaramálinu. En þrátt fyrir þessar einföldu reglur er kynvilla í málinu algeng hjá byrjendum og nefna má sem dæmi að orð eins og el clima og el tema eru karlkyns þótt þau endi á a.

Við sjáum á myndinni persónufornöfnin el og la. Fyrir þau sem kjósa ekki að nota þau er til nýyrðið elle. Dæmi: „Me identifico como transgenero y prefiero el pronombre elle. Úr ensku hefur orðið no binario öðlast sess í spænskunni eins og í þessu dæmi: Hay tres opciones: Femenino, masculino y no binario/binaria.

Spænsk málfræði er einföld þangað til nútíðinni sleppir og við taka fjórar þátíðir og eru sumar flóknari í notkun en aðrar. En það er önnur saga.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.