„Ertu viss um að þetta hafi verið Makbeð?“

Eftir leikhúsferðina í gærkvöldi þar sem við sátum í stóra salnum í Borgarleikhúsinu, sem var að vísu frekar strjált setinn á aftari bekkjunum, rifjaðist upp gamall brandari úr Útvarp Matthildur, þar sem Lúðvík Jósefsson Stalín er í viðtali og til umræðu er Jósef Vissarionovits Djúgasvíli, oftast kallaður Stalín.. Þar er lokasetningin þessi:

”Ja, ég sá hann nú ekki svo greinilega.“
-”Ertu viss um að þetta hafi verið Stalín?“

Roskinn leikhúsgestur sagði reyndar við mig í hléinu: „Ég sé það sem ég sé og heyri það sem ég heyri.“ Það sem ég sá var mikið augnakonfekt og minnti einna helst á innsetningu á listasafni, langan gjörning sem öðru hverju var rofinn með 400 ára gömlum textabrotum, sem vissulega hefði mátt vera meira af á sviðinu og þá með þeim hætti að leikhúsgestir hefðu heyrt hverjir voru að tala og dregið hefði verið niður í tónlist á meðan. En ég er ekki viss um að þetta hafi verið Makbeð.

Ég þekki verkið þokkalega, las það á skólaárum mínum og taldi mig þekkja söguþráðinn. Samt var erfitt að bera kennsl á sumar persónur, aðrar en nornirnar og Makbeð-hjónin og eftir klukkutíma var nokkuð ljóst hver var Makduff. En leikstjórinn hrærði svo rösklega upp í verkinu að lokaatriðið, þegar Makbeð er drepinn, fór fram hjá mér og fleirum og eftir það kom stutt en áhrifamikið atriði sem táknfrótt fólk getur eflaust rýnt í betur en smáborgari úr Hafnarfirði. En til að gefa fólk í salnum til kynna að verkinu væri lokið, var tjaldið dregið enn einu sinni upp og þá stóðu allir í röð á sviðinu, frekar þreytulegir og leikgleðin var álíka mikil og í fyrri hálfleik hjá handboltalandsliði karla á HM. Þá var klappað.

Stundum íhugar maður að fara heim í hléinu og nenna ekki seinni hlutanum. En ég hefði ekki viljað missa af honum og gott leikhús fær mann til að njóta og hugsa. Ég er ánægður þegar upp er staðið. En ég er ekki viss um að þetta hafi verið Makbeð.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.