Brúðkaupskvæði handa Jónínu og Gunnari

Brúðkaupskvæði handa Jónínu og Gunnari, undir áhrifum frá Ólafi Kárasyni:
Endurbirt vegna seinna brúðkaups þeirra:

Með sínu lagi:

Jónína við búkahreinsun hamast
henni þykir rörið einna tamast
skolar mörgum manna út
mundar hún fægðan dælustút
og dall og kút.
“Kristilega kærleiksblómin spretta
kríngum hitt og þetta. “

Með Gunnari að altarinu gekk hún
gulli sleginn hring á putta fékk hún.
Bæði una sátt við sitt
saman dunda við þetta og hitt
Ó, Holy Shitt!!
“Kristilega kærleiksblómin spretta
kríngum hitt og þetta. “

10 athugasemdir við “Brúðkaupskvæði handa Jónínu og Gunnari

  1. Ég hef heyrt þetta kvæði sungið af kátum konum og þótti það mjög gaman. Gaman væri ef einhver gæti sett inn slóð á upptöku eða Jútjúb.

  2. Hugsun kristileg hans er sén
    holdið þá rís í stafni.
    Hann ætlar að juðast á Jónínu Ben
    í Jesú blessaða nafni.

  3. Þessa fékk ég senda:
    Þau lögðu saman lend og kinn
    lostugur var kossinn
    þarna mættust stálin stinn
    stólpípan og krossinn.

    Hver er höfundur??

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.