7 athugasemdir við “Brúðkaupsferð Jónínu og Gunnars

  1. Ég sá þessa vísu á síðu Margrétar Hugrúnar Gústavsd. http://eyjan.is/goto/mhg/
    Þar er spurt um hvað sé ort en höfundar ekki getið.

    Þau lögðu saman lend og kinn
    lostugur var kossinn.
    Þarna mættust stálin stinn
    stólpípan og krossinn.

    Er hugsanlegt að þarna sé átt við Gunnar og Jónínu? Maður spyr sig.

  2. Þessi vísa, sem Páll Ásgeir tilfærir, kom fram á vef sem heitir Leir og er samskiptavefur svokallaðra hagyrðinga. Þar kemur margt gott fram en Seppi hefur ekki leyfi til að geta um hver höfundurinn er án hans leyfis, en þó má upplýsa að hann býr á Akureyri, en er ekki eyfirskur að uppruna. Punktur.

  3. Ég þekki Leirlistann ágætlega, var á honum í nokkur ár, sem og PÁÁ. Mér finnst engin ástæða til að þegja yfir faðerni góðrar vísu þótt ég gæti dundað mér við að giska. Menn eins og DHH koma til greina eða HJ.

  4. Það var Stefán Vilhjálmsson sem lagði vísuna inn á Leirlistann og hann er vissulega búsettur á Akureyri en ættaður austan af fjörðum. Stefán sagðist hins vegar ekki vera höfundur vísunnar og skal því enn hvatt til þess að hann stígi fram og taki við verðskulduðu hrósi.

  5. Treysti mér ekki til að giska á hver orti. En gæti einhver upplýst mig um slóðina inn á Leirinn, samskiptavef hagyrðinga?

  6. Höfundur mun vera sá ágæti hagyrðingur Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur, rannsóknarstjóri hjá Landgræðslunni.

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.