Falska fréttin

Ritari þessara lína hefur verið verklítill undanfarna morgna og notað tímann til samfélagsrannsókna við undirleik símatíma Útvarps Sögu. Í nokkra morgna hefur verið reynt að hringja í Pétur símstjóra til að koma á framfæri leiðréttingu á falskri frétt stöðvarinnar. Þar sem sími ritara er alltaf látinn hringja út meðan fastakúnnar stökkva í beina útsendingu, er einboðið að gera hér grein fyrir þessu máli.

Það er alveg ljóst að verið er að tengja okkur inn á orkunet Evrópu…“ Þetta er hluti af langri einræðu fréttamanns Útvarps Sögu sem fékk að vera með á fundi forsætisráðherra Norðurlanda þar sem svarað var spurningum og tókst með harðfylgi að ná einkaviðtali við Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs. Hann hafði aðallega orðið í þætti með Arnþrúði Karlsdóttur þar sem hann útskýrði fyrir henni markaði í Evrópu, skiptingu gæða, sérstöðu Íslands og fleira því tengt. Einkaviðtalið byrjar á 26 mínútu og er hálf mínúta.

Þetta sagði Erna Solberg: „Norway is part of the Nordic Energy Market already. We have been that since the 1990s. And of course if we are going to have different mechanisims in parts of that market, what is really functioning now to lower emissions in Europe, what is function now e.g. for Denmark to have a buffer in Norwegian water resources when they are so dependent on renewable wind energy, will be more difficult. So I hope the Icelandics who and their country that is least affected because of your placement, is showing the solidarity that things should function. And if we really want to lower emissions in the world Europe needs to have a functioning energy market.“

Þetta varð útkoman. Fréttamaður þýddi og túlkaði samkvæmt eigin skoðun.“Ljóst er af orðum Ernu Solberg að dæma er búið að ákveða nú þegar að sæstrengur verði lagður enda yrði orka ekki flutt með öðrum hætti á milli landanna.  „

Við fréttina var gerð athugasemd. Henni var ekki vel tekið.

Eftir sex morgunhálftíma með Pétri Gunnlaugssyni finn ég til samúðar með honum. Hann upplifir sinn Groundhog Day með Maríu, Ingibjörgu, Sigurði, Halldóri, Jóni Val og Viðari Guðjohnsen. Hans eina haldreipi er bjallan og nú er hún óspart notuð.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.