Í tilefni dagsins

Í dag er dagur þýðenda haldinn hátíðlegur. Reyndar eru allir dagar þrungnir þýðingum á öllum sviðum.  Mitt framlag er í formi skjátexta og vegna þrábeiðni kattanna á heimilinu sem fengu að horfa á söngleik í morgun og móruðu sér vel. Þessi upptaka var sýnd á RÚV fyrir mörgum árum og þýðingin var stuðluð og rímuð eftir megni innan þeirra marka sem stafafjöldi í línum skjátexta setur þýðanda.  Hvernig til tókst, verða aðrir að meta. Ég gat sungið með og var nokkuð sáttur.

Um nafngiftir katta:

Að nefna ketti er nokkur vandi
og nauðsynlegt að hafa á því trú.
Kunna verður skil á kattanafnastandi
því köttur þarf að eiga nöfnin þrjú.

Fyrst er það sem fjölskyldan daglega segir.
Flóki, Ágúst, Alonsó eða Már.
Viktor, Jónas, Georg eða Egill.
Öll eru þau algeng nöfn og klár.

Tignarheitin tíunda og set hér
tilvalin fyrir hefðarketti og frúr.
Eins og Plató, Admeus, Elektra, Demeter.
Öll eru þau algeng nöfn og klár.

En köttur þarf að eiga einstakt heiti
sem yfir hvílir virðuleikablær
annars gæti hann ekki reist upp stýri
eða kampa stoltur borið silfurtær.

Gnótt er til af gæðanöfnum stórum.
Gosi, Flóki, Skotti, Aðalgeir.
Bombalúra og líka Jellylórum
sem borið geta engir kettir tveir.

En fyrir utan þetta er eitt að finna
órætt nafn sem enginn giskar á.
Nafn sem enginn maður kann að kynna
en kisi sjálfur veit og segir engum frá.

Þegar þú sérð köttinn sitja í þönkum þungum
þá er hugur hans að dvelja við
sitt heimullega nafn, er hann að hugsa um
hið dularfulla,
ónefnanlega,
óaðfinnanlega, einstaka nafn.

The Naming of Cats: T.S. Eliot.

TSELIOT naming of cats

Ein athugasemd við “Í tilefni dagsins

  1. Gaman að sjá þennan djúphugsaða og sanna kveðskap hans Tómasar heitins birtan á bloggi. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og aldrei of oft birt. Þér hefur tekist prýðilega að snara.

Hvað viltu segja?

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.