Mansöngur -2. hluti

Það er til siðs í mansöngvum að höfundur setur sig í gang, ræsir andann og þambar skáldamjöð um leið og hann hugsar um kvenfólk. Svo er gott að tuldra hendingar í eyrað á kettinum þar til hann leggur kollhúfur. Hjálpartæki okkar rímara á netinu er Rímorðaleit Elíasar, sem er fyrir mig eins og göngugrind fyrir gamalmenni. Snorri hefði örugglega sagað af sér fót fyrir þetta.
2. erindi mansöngsins er tileinkað Elíasi, forriti hans og frú Dorrit. Orðið lekkert í annarri línu er haft eftir Sigyn, konu Loka, þegar hún kom með skálina að sitja hjá bónda sínum.
Hátturinn er sléttubönd en nú eiga allir að vita að þau má lesa aftur á bak og áfram.

Virkjum andann nýja nú
notum lekkert forrit
Yrkjum handa fínni frú
fattar ekkert Dorrit.

Ein athugasemd við “Mansöngur -2. hluti

  1. Ég er alltaf að reka mig á blakkátið – þrátt fyrir að stunda enga þá iðju sem dregur að óminnishegrann fræga. Núna rann upp fyrir mér að ég var búin að gleyma orðalagi Sigynjar, þeirrar góðu spúsu (sem aldrei hefði látið draga sig í vinnuferð í sumarbústað, hvað þá farið í pott með öðrum en Loka sínum). Takk fyrir að rifja orð hennar upp.

    Og það er dýrt kveðið þessa dagana, alveg fokdýrt! Fr. Dietrich líka þessi vinnubrögð og biður að heilsa.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.