Nubo-ríma hin yngri

Í tilefni af landakaupum Kínverja sem fóru út um þúfur og eyðisanda. Nú sýta þúsundir kínverskra kylfinga drauminn um vetrargolfið á Grímsstöðum.

Nú er ekki Nubo létt
nú er glötuð vikan,
snemma morguns fékk þá frétt
að fengi ekki skikann.

Átti draum um eyðiland
uppi á heiðarbungum,
hótel stórt og hof við sand
handa grjónapungum.

Þó náttúran sé nokkuð ljót
Nubo hug sinn duldi.
Þar er sandur, þar er grjót
þar er skítakuldi.

Nubo gera vildi völl
vanur holum fínum.
þó fara yrði upp á fjöll
eftir jökul“grínum“.

Yfir kaldan eyðisand
allt er golf í rugli
þó menn hafi bús og bland
og byrji dag á fugli.

Ömmi hefur eflaust séð
að yrði flest á hvolfi
ef vildi kappinn vera með
vetrarmót í golfi.

Hélt að landið fengi falt
fyrirmyndarbolur
þó að yrði ansi kalt
eftir fjórar holur.

Nubo hefur tapað trú
á tóma vegaleysu.
Eftir heldur aðeins nú
einni lopapeysu.

11 athugasemdir við “Nubo-ríma hin yngri

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.