Slagsmál

Loksins hefur fólk lært að gera út um sín mál. Orðræða, umræða, orðaskak, Æseiftuð og vindgangur á þinginu gæti heyrt sögunni til með samstilltu átaki. Tveir athyglissjúkir rapparar gáfu tóninn með skúringamoppu, bónvél og huglausum hundi. Síðan ræðst austfirskur verkalýðsforkólfur á útvarpsmann á Útvarpi Sögu en því miður gengu þar menn á milli og aðeins fór ein fartölva í gólfið. Þetta hefur vakið verðskuldaða athygli. En fólk vill meira.

Of lengi höfum við hlustað og horft á umræður þar sem viðmælendur keppast við að tala hvern annan í kaf, þar sem miklu áhrifaríkara og skemmtilegra fyrir áhorfendur er að láta hendur skipta og blóð renna. Það er jú votur draumur allra boltaíþróttaáhugamanna að sjá brot, átök, gul spjöld og rauð, helst alvöru tæklingar með fótbroti, nefbroti og tilheyrandi. Íþrótt án möguleika á blóðsúthellingum er lítt spennandi.

Þess vegna á að gera út um sem flest mál með slagsmálum. Þess vegna er tilvalið að „stóra kjólamálið“ á RÚV verði gert upp á Kastljóssviðinu í þremur lotum, þar sem hönnuðir takast á. Hugsanlega verða hinir umdeildu kjólar rifnir þar í tætlur. Möguleikarnir á slagsmálum pólitíkusa eru margir og aðalatriðið að para saman jafna andstæðinga. Þá færi maður kannski að fylgjast með Kastljósinu oftar en einu sinni í viku.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Slagsmál

  1. Ef að kraftur orðsins þver
    á andans huldu brautum
    gef á kjaftinn verðum vér
    vorum skuldunautum

    KN(ef ég man rétt),

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.