„Sest ég upp í rennireið…“

Sest ég upp í rennireið
til Reykjavíkur bruna
Þangað leggja margir leið
svona snemma morguns.

Enn er gramsað í skúffum Sérríðar frá Kraunastöðum en til hennar fór ég í morgunkaffi í gær og fékk með mér eina skúffufylli af kveðskap. Ég staldraði lengi við því Útvarp Saga var í gangi og Sérríður vildi hafa mig viðstaddan þegar hún næði sambandi við Pétur sinn en vegna tíðra samskipta er orðið frekar kært með þeim. Áður en Sérríður tamdi sér að hlusta eingöngu á þessa stöð var hún skoðanalaus, áhugalítil um þjóðmál og frekar hlynnt komu útlendinga hingað því hún kom á sínum tíma eins og hver annar útlendingur í málvillta norðlenska sveit og bar þess aldrei bætur.

Þessi myndarmenn höfðu fundið sér húsgafl til að sitja við og undu hag sínum vel. Í Hafnarfirði er mikið af húsgöflum en tilfinnanlegur skortur á bekkjum fyrir aðvífandi heimamenn sem eru á tyllidögum kallaðir Gaflarar og hreykja sér hærra en aðflutta pakkið. Þá má finna á leiðinni frá golfskála Keilis að Skipalónsblokkunum þar sem Sérríður er til húsa.

Eftir langa setu yfir kaffinu, kom Sérrún dóttir Sérríðar, í heimsókn. Með okkur eru litlir kærleikar og ég veifaði þeirri átyllu að köttið væri eitt heima og hlyti að leiðast eftir mjer.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.